Fleiri fréttir

Bandaríkjamenn segjast saklausir

Embættismaður í Íran sagði á fjórða tímanum að ástæða sprengingar sem varð í landinu fyrr í dag sé sú að verið sé að byggja stíflu á svæðinu. Vitni á staðnum fullyrtu í fyrstu að sprengju hefði verið skotið úr flugvél á autt svæði nærri borginni Dailam í suðurhluta Írans. Bandaríkjamenn segjast hvergi hafa komið þarna nærri.

Innanlandsflug liggur enn niðri

Allt innanlandsflug liggur enn niðri og verður ekkert flogið fyrr en í fyrsta lagi eftir klukkan fimm en þá verður athugað með skilyrði á nýjan leik. Millilandaflug er aftur á móti komið í fullan gang á nýjan leik eftir miklar tafir vegna vonskuveðurs í morgun.

Beðið eftir lögmanninum

Rannsókn á því hvort fjórir lettneskir starfsmenn GT verktaka séu löglegir í starfi sínu við fólksflutninga á Kárahnjúkum eða ekki er í biðstöðu meðan beðið er eftir því að lögmaður GT verktaka komi úr ferðalagi.

Óviðeigandi gagnrýni

Formaður Læknafélags Íslands kveðst telja ummæli Ingu J. Arnardóttur, deildarstjóra Tryggingastofnunar, mjög óviðeigandi vegna þess að forsendur gagnrýni hennar á lækna virðist einkum byggjast á fjárhagslegum sjónarmiðum.

Læknar mjög meðvitaðir

Læknar eru mjög meðvitaðir um hugsanlegar aukaverkanir verkjalyfja í COX - II lyfjaflokknum.</font />

Leita til alþjóðasamfélagsins

Líbanar ætla að leita til alþjóðlegra sérfræðinga við rannsókn á sprengjuárásinni sem drap Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í landinu, auk fimmtán annarra á mánudaginn. Hart hefur verið þrýst á líbönsk stjórnvöld um að fá alþjóðasamfélagið í málið og nú hafa þau orðið við því.

Skurðstofur opnar í sumar

Tryggt verður að ekki þurfi að loka skurðstofum Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum í sumar.

Foreldrar langveikra fá greitt

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Árna Magnússonar félagsmálaráðherra um að ríkið komi í framtíðinni til móts við foreldra langveikra og fatlaðra barna með greiðslum úr ríkissjóði.

Þreyttir á kæruleysi

Strætisvagnastjórar í Kópavogi segjast vera langþreyttir á því að bæjaryfirvöld slái slöku við að salta og sanda götur bæjarins þegar hált er. "Maður spyr sig hvort það þurfi að verða banaslys til að eitthvað verði gert," segir Karl Eggertsson bílstjóri.

Tíu hús verða ekki rifin

Að minnsta kosti tíu af þeim 25 húsum við Laugaveg sem borgaryfirvöld hafa heimilað að megi rífa verða ekki rifin á næstu misserum. Fréttablaðið hafði samband við eigendur flestra húsanna og spurði um áform þeirra í kjölfar úrskurðar borgaryfirvalda.

Pössum börnin betur

Velferðarsjóður barna hefur í samvinnu við Lýðheilsustöð og Tryggingamiðstöðina blásið til átaksins <em>Pössum börnin betur</em> í því skyni að draga úr slysum ungra barna á heimilum.

Þriðja mesta loðnuveiðin í janúar

Fiskaflinn í janúar var ríflega tvöfalt meiri en í janúar í fyrra eða 234 þúsund tonn samanborið við 106 þúsund tonn samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu.

Rússar selja Sýrlendingum vopn

Rússnesk hermálayfirvöld eiga í samningaviðræðum við Sýrlendinga um sölu á loftvarnarflugskeytum. Starfsmaður í rússneska varnarmálaráðuneytinu staðfesti þetta. Um er að ræða svokölluð Igla-flugskeyti sem eru á færanlegum skotpöllum.

Vilja halda kverkataki á neytendum

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir bankana standa á bak við hækkandi fasteignaverð og ýjar að því að þeir séu að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar".

Stefnir í kollsteypu efnahagslífs

Hagfræðilektor við Háskólann segir gengið um þessar mundir óskastöðu fyrir útgerðina. Hagfræðingur LÍÚ segir þetta rangt og ef gengið verði ekki lagfært stefni í holskeflu. Hið opinbera sýni enga viðleitni til að bregðast við þessu.

Páfinn við hestaheilsu

Læknirinn sem hlúði að Jóhannesi Páli páfa II segir páfann hafa verið fljótari að ná fullum bata en hann hafi búist við. Páfinn lagðist inn á sjúkrahús fyrr í mánuðinum vegna öndunarerfiðleika.

Hætta á hlutar háhýsis hrynji

Slökkviliðsmenn og matsmenn fóru í fyrsta skiptið í gær inn í Windsor háhýsið sem brann í miðborg Madrídar á laugardaginn. Matsmennirnir segja töluverða hættu á að hlutar hússins, sem er 32 hæðir, geti hrunið.

Nunna myrt í Amazon

Brasilísk stjórnvöld hafa sent tvö þúsund hermenn til bæjarins Anapa í Amazon-frumskóginum. Komið hefur til átaka milli fátækra bænda og skógarhöggsmanna við bæinn og eiga hermennirnir að reyna að stilla til friðar.

Óveður á landinu í dag

Allt flug til og frá landinu fór úr skorðum, innanlandsflug lá niðri og nánast óökufært var utan þéttbýlis á sunnanverðu landinu í dag þegar mikið hvassviðri og snjókoma gekk yfir. 

Lánshæfismat lækkar

Á skömmum tíma hafa tvö lánshæfismatsfyrirtæki gert úttekt á stöðu Íbúðarlánasjóðs og kemur í ljós að bæði fyrirtækin telja horfur sjóðsins bæði góðar og stöðugar.

Býður Bush á jökul

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lét hafa það eftir sér við blaðamenn aðspurður um áhrif hlýnandi loftslags á jörðina að George W. Bush, forseta Bandaríkjanna og öðrum leiðtogum heimsins væri velkomið að koma til Íslands eða Grænlands og upplifa af eigin raun bráðnun jökla.

Kýótó bókunin orðin að lögum

Fyrsta skrefið í því ferli að sporna gegn útbreiðslu gróðurhúsalofttegunda í heiminum í framtíðinni var stigið í gær þegar hin sjö ára gamla Kyoto-loftslagsbókun varð loks að alþjóðalögum. </font /></b />

Ferðamenn víða veðurtepptir

Innanlandsflug lá niðri um allt land lungann úr gærdeginum vegna veðurs og urðu margir ferðamenn að gera sér að góðu að bíða löngum stundum á flugvöllum landsins. Ferðum Herjólfs til Eyja var einnig aflýst og truflanir urðu á millilandaflugi snemma í gærmorgun enda vindhraði þegar mest gekk á nálægt 65 hnútum eða sem nemur 35 metrum á sekúndu.

Blóði drifin saga

Mikill þrýstingur er nú á Sýrlendingum um að draga hersveitir sínar til baka frá Líbanon og hætta afskiptum af innanríkismálum landsins eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Ítök Sýrlendinga í stjórn Líbanon eru margslungin og þau eiga sér langa sögu

Öll spjót standa á Sýrlandsstjórn

Öll spjót standa nú á Sýrlandsstjórn í kjölfar morðárásarinnar á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, á mánudag enda leikur grunur á að hún hafi staðið á bak við árásina. Stjórnvöld í Sýrlandi og Íran bundust í dag samtökum um að standa saman andspænis hótunum Bandaríkjastjórnar.

Holræsin fóðruð

Unnið er að fóðrun holræsa í hverfum miðbæjar Reykjavíkur. Fóðrunin lengir endingu þeirra um áratugi. Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur hjá gatnamálastjóra, segir framkvæmdirnar kosta á annað hundrað milljóna króna á ári.

Myndir Muggs úr höndum lögreglu

Ríkissaksóknari hefur staðfest úrskurð sýslumanns á Patreksfirði sem felldi niður kæru vegna stuldar á þremur teikningum eftir Mugg.

Stórt skref stigið á Alþingi

Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag.

Skurðstofunni í Eyjum ekki lokað

Heilbrigðisráðherra stefnir að því að skurðstofu sjúkrahússins í Vestmannaeyjum verði ekki lokað í sex vikur í sumar eins og boðað hafði verið vegna fjárskorts sjúkrahússins. Sú ákvörðun hefur verið harðlega gagnrýnd og Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, spurði ráðherra á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að beita sér í málinu.

Hundruð þúsunda við útförina

Hundruð þúsunda manna fylgdu Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, til grafar. Alls staðar þar sem farið var með kistu forsætisráðherrans fyrrverandi tók fólk sér stöðu, á gangstéttum, úti á götum og í nærliggjandi byggingum.

Mafíósi handtekinn

Tíu ára löngum flótta mafíuforingjans Gregorio Bellocco undan réttlætinu lauk aðfaranótt miðvikudags þegar ítalska lögreglan hafði hendur í hári hans.

Fengu hundaæði með líffærunum

Fjöldi þýskra sjúklinga fékk líffæri úr konu sem talið er að hafi verið smituð af hundaæði. Þrír sjúklinganna eru alvarlega veikir af þessum sökum að sögn stofnunarinnar sem hefur yfirumsjón með líffæragjöfum og -ígræðslum.

Mynda varnarbandalag

Tvö þeirra ríkja sem bandarísk stjórnvöld hafa gagnrýnt hvað harðast ákváðu í gær að bregðast sameiginlega við utanaðkomandi ógnum. Íranar eru í vanda vegna kjarnorkuáætlunar sinnar og Sýrlendingar vegna morðsins á Rafik Hariri. </font /></b />

Sagði af sér vegna gúmmítékka

Henriette Kjær, ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í dönsku ríkisstjórninni, sagði af sér embætti eftir að upp komst að hún og eiginmaður hennar voru í tvígang dæmd fyrir að greiða ekki fyrir húsgögn sem þau keyptu.

Eiffelturninn var skotmark

Meintir íslamskir hryðjuverkamenn sem handteknir voru í Frakklandi ætluðu að gera árásir á Eiffel-turninn, verslunarmiðstöð og fleiri skotmörk í Frakklandi, að sögn lögreglu. Hryðjuverkamennirnir hugðust einnig ráðast gegn rússneskum og ísraelskum skotmörkum í Frakklandi.

Einkavæðing sætir rannsókn

Ríkissaksóknari Úkraínu mun rannsaka sölu 3.000 ríkisfyrirtækja sem voru einkavædd í valdatíð Leóníds Kútsjma, fyrrverandi forseta. Spurningar hafa vaknað um einkavæðingu margra ríkisfyrirtæki sem voru seld á mun lægra verði en búist var við.

Dreginn fyrir dómara

Mesut Yilmaz, fyrrum forsætisráðherra, varð í gær fyrsti tyrkneski þjóðarleiðtoginn sem þarf að verja gerðir sínar frammi fyrir dómara. Yilmaz er ákærður fyrir spillingu í tengslum við einkavæðingu ríkisbanka.

Hitnar undir Joschka Fischer

Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, fyrir það hvernig austur-evrópskir glæpamenn gátu notfært sér ferðamannaáritanir úr þýskum sendiráðum til að komast til Vesturlanda. Meðal þeirra sem fóru til Vesturlanda á þessum forsendum voru konur sem glæpamenn neyddu út í vændi.

Food and Fun að hefjast

"Et, drekk og ver glaðr,“ sagði spakur maður fyrir löngu síðan en orð hans eru jafngild í dag. Þau gætu raunar verið yfirskrift girnilegrar hátíðar sem stendur næstu daga hér í höfuðstaðnum, þ.e. <em>Food and Fun hátíðarinnar</em>.

Ríkissaksóknari ósáttur

Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála.

Ungar hetjur verðlaunaðar

Neyðarlínan er til þess að hringt sé í hana í neyð. Þau skilaboð fengu þrjár ungar hetjur hjá Rauða krossinum í dag.

Í varðhaldi fram í mars

Íslendingurinn sem tekinn var í Danmörku með 35 kíló af hassi í síðustu viku hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. mars næstkomandi samkvæmt upplýsingum dönsku lögreglunnar.

Færa þarf sendiráð BNA

Davíð Oddsson utanríkisráðherra tók undir það með Merði Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar, í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að staðsetning bandaríska sendiráðsins í Þingholtunum væri ekki heppileg.

Þorsteinn situr á eigin forsendum

Að undanskildum Þorsteini Pálssyni, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, hefur enginn sendiherra gegnt trúnaðarstarfi fyrir stjórnmálaflokka.

Misskipting fer vaxandi

Hver íbúi í Reykjavík fær að meðaltali um 10 þúsund krónur í fjárhagsaðstoð á ári og greiðir Reykjavíkurborg um 1,2 milljarða í fjárhagsaðstoð á ári. Það er allt að tífalt hærra á hvern íbúa en í öðrum sveitarfélögum. </font /></b />

Sjá næstu 50 fréttir