Innlent

Býður Bush á jökul

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lét hafa það eftir sér við blaðamenn aðspurður um áhrif hlýnandi loftslags á jörðina að George W. Bush, forseta Bandaríkjanna og öðrum leiðtogum heimsins væri velkomið að koma til Íslands eða Grænlands og upplifa af eigin raun bráðnun jökla. Lýsir forsetinn því yfir í viðtalinu hversu ógnvekjandi það sé haldi þessi þróun áfram en viðtalið var tekið í tilefni þess að Kýótó samningurinn tók formlega gildi í gær. Loftslagsbreytingar eru taldar megin orsök bráðnunar jökla á norður- og suðurhveli jarðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×