Stefnir í kollsteypu efnahagslífs 16. febrúar 2005 00:01 Staða gengisins um þessar mundir er svipuð og hún var árið 1999 segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Síðan þá hafi gengi dollarans hækkað, hæst í rúmar 107 krónur í nóvember 2001, en svo lækkað aftur. Sveifla pundsins hafi verið helmingi minni. Gengi evrunnar hafi hins vegar sveiflast lítið. "Gengi þeirra gjaldmiðla sem við seljum í er í lagi, en gengi dollara, sem útgerðin skuldar í, lækkar. Þetta er því óskastaða fyrir útgerðina," segir Guðmundur en bætir því við að olíuverð hafi hækkað mikið auk þess sem laun hafi hækkað töluvert. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, andmælir þessu og bendir á að hluti bæði tekna og skulda sjávarútvegsfyrirtækja sé í dollurum, en flestar skuldir séu í einhverjum myntkörfum. Hann bendir jafnframt á að í stað þess að gengisvísitalan sé í kringum 130, sem sé eðlilegt viðmiðunargengi, sé vísitalan nú 111. Það þýði að tekjumöguleikar greinarinnar hafi lækkað um 15 prósent og að gengið sé orðið mun hærra en útflutningsgreinar ráða við. Miðað við fimm ára meðaltal þurfi gengi pundsins að hækka um 10 prósent, en stór hluti sjávarafurða er fluttur til Bretlands. Gengisþróunin sé því að lækka tekjur og rýra kjör greinarinnar og afkomu hennar. "Það sem skiptir máli er ofhitnun hagkerfisins," segir Sveinn og bætir því við að að til að bregðast við og kæla hitastigið niður þurfi ríki og sveitarfélög að draga úr framkvæmdum, en þar á bæ sé engin viðleitni til aðhalds. Í því samhengi bendir hann á að launaþróun hjá hinu opinbera sé umfram aðra auk þess sem verð á húsnæði spenni upp verðbólgu og þenslu. Því sé mikilvægt að spyrna við fótum og leiðrétta gengið, svo ekki gangi yfir holskeflur sem við ráðum lítt við. "Við þolum það ekki mjög lengi að vera með einn sterkasta gjaldmiðil í heimi." Guðmundur Ólafsson Fréttir Innlent Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Staða gengisins um þessar mundir er svipuð og hún var árið 1999 segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Síðan þá hafi gengi dollarans hækkað, hæst í rúmar 107 krónur í nóvember 2001, en svo lækkað aftur. Sveifla pundsins hafi verið helmingi minni. Gengi evrunnar hafi hins vegar sveiflast lítið. "Gengi þeirra gjaldmiðla sem við seljum í er í lagi, en gengi dollara, sem útgerðin skuldar í, lækkar. Þetta er því óskastaða fyrir útgerðina," segir Guðmundur en bætir því við að olíuverð hafi hækkað mikið auk þess sem laun hafi hækkað töluvert. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, andmælir þessu og bendir á að hluti bæði tekna og skulda sjávarútvegsfyrirtækja sé í dollurum, en flestar skuldir séu í einhverjum myntkörfum. Hann bendir jafnframt á að í stað þess að gengisvísitalan sé í kringum 130, sem sé eðlilegt viðmiðunargengi, sé vísitalan nú 111. Það þýði að tekjumöguleikar greinarinnar hafi lækkað um 15 prósent og að gengið sé orðið mun hærra en útflutningsgreinar ráða við. Miðað við fimm ára meðaltal þurfi gengi pundsins að hækka um 10 prósent, en stór hluti sjávarafurða er fluttur til Bretlands. Gengisþróunin sé því að lækka tekjur og rýra kjör greinarinnar og afkomu hennar. "Það sem skiptir máli er ofhitnun hagkerfisins," segir Sveinn og bætir því við að að til að bregðast við og kæla hitastigið niður þurfi ríki og sveitarfélög að draga úr framkvæmdum, en þar á bæ sé engin viðleitni til aðhalds. Í því samhengi bendir hann á að launaþróun hjá hinu opinbera sé umfram aðra auk þess sem verð á húsnæði spenni upp verðbólgu og þenslu. Því sé mikilvægt að spyrna við fótum og leiðrétta gengið, svo ekki gangi yfir holskeflur sem við ráðum lítt við. "Við þolum það ekki mjög lengi að vera með einn sterkasta gjaldmiðil í heimi." Guðmundur Ólafsson
Fréttir Innlent Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira