Tíu hús verða ekki rifin 16. febrúar 2005 00:01 Að minnsta kosti tíu af þeim 25 húsum við Laugaveg sem borgaryfirvöld hafa heimilað að megi rífa verða ekki rifin á næstu misserum. Fréttablaðið hafði samband við eigendur flestra húsanna og spurði um áform þeirra í kjölfar úrskurðar borgaryfirvalda. Við Laugaveg 5 er Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar meðal annars til húsa. Eigandi verslunarinnar segir að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum. Íbúðareigandi í húsinu segir að málið hafi ekki verið rætt í húsfélaginu og byggingaverktakar hafi ekki sýnt áhuga á lóðinni. Við Laugaveg 11 er veitingahúsið Ítalía en húsið er í eigu Gerðubergs ehf. Forsvarsmenn þess segja að ekki standi til að selja húsið. Við Laugarveg 17 eru verslanir og íbúðir. Skipulagssjóður Reykjavíkur á hlut í húsinu en íbúðareigandi segist ekki vilja selja, en byggingaverktakar hafi sýnt fasteigninni áhuga um skeið. Við Laugaveg 20A er Kaffi List en húseigandi er Serína ehf. Forsvarsmenn þess segja að nýbúið sé að gera húsið upp og ekki sé áhugi fyrir því að selja það eða rífa. Við Laugarveg 27 eru verslanir og hárgreiðslustofa. Einn eigandinn segir að málið hafi komið til tals innan húsfélagsins en engin samstaða hafi náðst um það og engin tilboð hafi borist frá byggingaverktökum. Járnvöruverslunin Brynja er við Laugarveg 29 og segir eigandinn að ekki verði hróflað við húsinu.Nokkrar verslanir standa við Laugaveg 55. Kolbrún S. Guðmundsdóttir eigandi segir að nýbúið sé að gera endurbætur á húsnæðinu og til standi að opna kaffihús á næstunni. Verslun P. Eyfelds er við Laugarveg 65. Pétur Eyfeld, eigandi segir að hann hafi ekki hug á að selja húsið. Við Laugaveg 67 er verslun og íbúð. Húsnæði verslunarinnar er í eigu Skipulagssjóðs Reykjavíkur en eigandi íbúðarinnar segir að sér hafi ekki borist nein tilboð frá byggingaraðilum. Við Laugaveg 69 eru verslanir og íbúðir en eigandi hússins segist ekki ætla að selja húsið né rífa það í bili. Í húsinu við Laugaveg 73 er bar og kaffihús og segist eigandinn ekki ætla að selja húsið né rífa. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Að minnsta kosti tíu af þeim 25 húsum við Laugaveg sem borgaryfirvöld hafa heimilað að megi rífa verða ekki rifin á næstu misserum. Fréttablaðið hafði samband við eigendur flestra húsanna og spurði um áform þeirra í kjölfar úrskurðar borgaryfirvalda. Við Laugaveg 5 er Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar meðal annars til húsa. Eigandi verslunarinnar segir að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum. Íbúðareigandi í húsinu segir að málið hafi ekki verið rætt í húsfélaginu og byggingaverktakar hafi ekki sýnt áhuga á lóðinni. Við Laugaveg 11 er veitingahúsið Ítalía en húsið er í eigu Gerðubergs ehf. Forsvarsmenn þess segja að ekki standi til að selja húsið. Við Laugarveg 17 eru verslanir og íbúðir. Skipulagssjóður Reykjavíkur á hlut í húsinu en íbúðareigandi segist ekki vilja selja, en byggingaverktakar hafi sýnt fasteigninni áhuga um skeið. Við Laugaveg 20A er Kaffi List en húseigandi er Serína ehf. Forsvarsmenn þess segja að nýbúið sé að gera húsið upp og ekki sé áhugi fyrir því að selja það eða rífa. Við Laugarveg 27 eru verslanir og hárgreiðslustofa. Einn eigandinn segir að málið hafi komið til tals innan húsfélagsins en engin samstaða hafi náðst um það og engin tilboð hafi borist frá byggingaverktökum. Járnvöruverslunin Brynja er við Laugarveg 29 og segir eigandinn að ekki verði hróflað við húsinu.Nokkrar verslanir standa við Laugaveg 55. Kolbrún S. Guðmundsdóttir eigandi segir að nýbúið sé að gera endurbætur á húsnæðinu og til standi að opna kaffihús á næstunni. Verslun P. Eyfelds er við Laugarveg 65. Pétur Eyfeld, eigandi segir að hann hafi ekki hug á að selja húsið. Við Laugaveg 67 er verslun og íbúð. Húsnæði verslunarinnar er í eigu Skipulagssjóðs Reykjavíkur en eigandi íbúðarinnar segir að sér hafi ekki borist nein tilboð frá byggingaraðilum. Við Laugaveg 69 eru verslanir og íbúðir en eigandi hússins segist ekki ætla að selja húsið né rífa það í bili. Í húsinu við Laugaveg 73 er bar og kaffihús og segist eigandinn ekki ætla að selja húsið né rífa.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira