Misskipting fer vaxandi 16. febrúar 2005 00:01 Fjárhagsaðstoð í sex fjölmennustu sveitarfélögum landsins er tvöfalt hærri nú en fyrir fimm árum og nær nú einum og hálfum milljarði á ári. Fjárhagsaðstoð í Reykjavík er allt að tífalt hærri en í öðrum sveitarfélögum og um 85 prósent fjárhagsaðstoðarinnar í heild, eða 1,2 milljarðar. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í vikunni. Fjárhagsaðstoð á hvern íbúa í Reykjavík er að meðaltali rúmar tíu þúsund krónur á ári. Það er allt að tíu sinnum hærri upphæð en í fimm stærstu sveitarfélögunum utan Reykjavíkur þar sem fjárhagsaðstoð er að meðaltali á bilinu 1.100 til 3.200 á hvern íbúa. "Þessi hækkun sýnir að fátækt og misskipting fer vaxandi auk þess sem hlutdeild heimilanna í gjaldtöku ýmiss konar eins og í heilbrigðisþjónustunni hefur aukist," segir Jóhanna. "Í svari félagsmálaráðherra kom fram að í þessum sveitarfélögum voru barnlausir karlmenn flestir þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð og voru þeir yfirleitt helmingi fleiri en barnlausar konur. Mér finnst að það þurfi að leita skýringa á því. Sennilega er töluvert um forsjárlausa menn sem fara út af heimilum vegna skilnaðar og eru þá húsnæðislausir," segir Jóhanna. "Einnig kom fram að á tímabilinu 2000 til 2002 fjölgaði þeim sem fá fjárhagsaðstoð hjá öllum sveitarfélögum á landinu úr 4.612 manns í 5.930 eða um liðlega 1.300 manns," bendir hún á. "Það lítur út fyrir að ríkið sé að ýta framfærslukostnaði margra einstaklinga yfir á sveitarfélögin," segir Jóhanna. Jóhanna segir að samkvæmt tölum frá Hagstofunni sé meðalupphæð fjárhagsaðstoðar á hvert heimili í Reykjavík á árunum 2001 og 2002 um 280 þúsund krónur, en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sé meðalupphæðin um 100 þúsund krónum lægri. "Ef litið er til sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins greiddu þau á þessum árum 131 þúsund krónur að meðaltali á hvert heimili sem naut fjárhagsaðstoðar. Reykjavík greiðir því ríflega tvöfalt meira en sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins með hverju heimili sem fær fjárhagsaðstoð," segir Jóhanna. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Fjárhagsaðstoð í sex fjölmennustu sveitarfélögum landsins er tvöfalt hærri nú en fyrir fimm árum og nær nú einum og hálfum milljarði á ári. Fjárhagsaðstoð í Reykjavík er allt að tífalt hærri en í öðrum sveitarfélögum og um 85 prósent fjárhagsaðstoðarinnar í heild, eða 1,2 milljarðar. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í vikunni. Fjárhagsaðstoð á hvern íbúa í Reykjavík er að meðaltali rúmar tíu þúsund krónur á ári. Það er allt að tíu sinnum hærri upphæð en í fimm stærstu sveitarfélögunum utan Reykjavíkur þar sem fjárhagsaðstoð er að meðaltali á bilinu 1.100 til 3.200 á hvern íbúa. "Þessi hækkun sýnir að fátækt og misskipting fer vaxandi auk þess sem hlutdeild heimilanna í gjaldtöku ýmiss konar eins og í heilbrigðisþjónustunni hefur aukist," segir Jóhanna. "Í svari félagsmálaráðherra kom fram að í þessum sveitarfélögum voru barnlausir karlmenn flestir þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð og voru þeir yfirleitt helmingi fleiri en barnlausar konur. Mér finnst að það þurfi að leita skýringa á því. Sennilega er töluvert um forsjárlausa menn sem fara út af heimilum vegna skilnaðar og eru þá húsnæðislausir," segir Jóhanna. "Einnig kom fram að á tímabilinu 2000 til 2002 fjölgaði þeim sem fá fjárhagsaðstoð hjá öllum sveitarfélögum á landinu úr 4.612 manns í 5.930 eða um liðlega 1.300 manns," bendir hún á. "Það lítur út fyrir að ríkið sé að ýta framfærslukostnaði margra einstaklinga yfir á sveitarfélögin," segir Jóhanna. Jóhanna segir að samkvæmt tölum frá Hagstofunni sé meðalupphæð fjárhagsaðstoðar á hvert heimili í Reykjavík á árunum 2001 og 2002 um 280 þúsund krónur, en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sé meðalupphæðin um 100 þúsund krónum lægri. "Ef litið er til sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins greiddu þau á þessum árum 131 þúsund krónur að meðaltali á hvert heimili sem naut fjárhagsaðstoðar. Reykjavík greiðir því ríflega tvöfalt meira en sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins með hverju heimili sem fær fjárhagsaðstoð," segir Jóhanna.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira