Innlent

Þreyttir á kæruleysi

Strætisvagnastjórar í Kópavogi segjast vera langþreyttir á því að bæjaryfirvöld slái slöku við að salta og sanda götur bæjarins þegar hált er. "Maður spyr sig hvort það þurfi að verða banaslys til að eitthvað verði gert," segir Karl Eggertsson bílstjóri. Í gær varð harður árekstur á gatnamótum Kársnesbrautar og Hábrautar þegar strætisvagn og fólksbíll rákust saman í hálku. "Þá var komið með saltara þarna við gatnamótin en þar við látið sitja þó Kársnesið væri eins og gler," segir Karl. Hann segir bílstjóra margoft hafa gert athugasemdir við bæjaryfirvöld en ekkert hafi verið gert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×