Innlent

Ungar hetjur verðlaunaðar

Neyðarlínan er til þess að hringt sé í hana í neyð. Þau skilaboð fengu þrjár ungar hetjur hjá Rauða krossinum í dag. Snögg og rétt viðbrögð tveggja stráka við skyndilegum verk vinar sína vakti athygli á dögunum. Eins og Stöð 2 hefur sagt frá í fréttum voru þeir Róbert Heiðar, Alexander og Arnar Þór í Kringlunni þegar Róbert fann fyrir verk. Hann reyndist vera með gat á lunga en vinir hans komu honum til hjálpar og báru að hluta til heim. Til að verðlauna strákana fyrir rétt viðbrögð buðu skyndihjálparsérfræðingar Rauða kross Íslands þeim í heimsókn í dag og gáfu þeim skyndihjálpartöskur. Strákarnir afþökkuðu á sínum tíma að hringt yrði í Neyðarlínuna og það er það eina sem þeir gerðu rangt. Rauði krossinn bendir því öllum krökkum á að það borgar sig að hringja oftar en of sjaldan. Ef eitthvað virðist að, þá á hiklaust að hringja í 112. Strákarnir þrír hafa fengið töluverða athygli í fjölmiðlum undanfarið og eru orðnir sannkallaðar hetjur. Þeir segja skólafélagana taka vel eftir athyglinni og sumir séu farnir að kalla þá „hetjurnar sínar“.    



Fleiri fréttir

Sjá meira


×