Innlent

Borgin undirbýr kröfugerð

Borgarráð samþykkti í gær að fela Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni að útbúa kröfugerð á hendur Olís, Essó og Skeljungi vegna ólögmæts samráðs þeirra. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lagði fram tillöguna sem var samþykkt. Borgaryfirvöld telja sig eiga rétt á skaðabótum frá olíufélögunum þar sem þau hafi haft samráð í ýmsum útboðum borgarinnar. Þegar kröfugerðin liggur fyrir verður hún kynnt í borgarráði áður en hún verður lögð fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×