Innlent

Helmingurinn fer til Reykjavíkur

Í yfir helmingi tilfella sjúkraflutninga á Suðurnesjum þarf að flytja fólk á sjúkrastofnanir í Reykjavík. Enginn vafi leikur á því að sólarhringsvakt á að vera á skurðstofu þar að mati slökkviliðsstjórans.  Lítil stúlka úr Keflavík lést eftir erfiðleika við fæðingu eins og sagt frá í fréttum Stöðvar 2 nýverið. Flytja þurfti móður hennar með sjúkrabíl til Reykjavíkur vegna þess að á skurðstofum Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er ekki sólarhringsvakt. Rétt er að taka fram að ekki er hægt að fullyrða að stúlkubarnið hefði lifað þótt svo hefði verið. Undanfarin ár hafa sjúkraflutningar aukist jafnt og þétt á Suðurnesjum. Útköllin voru um 1300 á síðasta ári og þar af var meira en helmingur sjúkraflutningar til Reykjavíkurm, eða tveir á dag að meðaltali. Sá tími sem tekur að koma slösuðum og veikum til borgarinnar er um 30 mínútur. Útköllin eru misalvarleg en bráðatilfellin mörg. Þrír sjúkrabílar annast flutingana og þó nokkur dæmi eru um að þeir hafi allir verið í útkalli á sama tíma. Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri á Suðurnesjum, segir þetta hafa verið á jaðrinum en sloppið.  Talið er að það myndi kosta um 40 milljónir króna að halda uppi sólarhringsvöktum á skurðstofum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sigmundur er þó ekki í nokkrum vafa um nauðsyn þess og segir að það myndi létta á „krítískum“ tilfellum. Hann segir að ótvírætt eigi að vera hægt að opna skurðstofu stofnunarinnar með nokkurra mínútna fyrirvara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×