Fleiri fréttir HIV-smitaður í 17 ár Fyrrverandi menningarmálaráðherra í stjórn Tonys Blair, Chris Smith, upplýsti í samtali við Sunday Times í gær að hann hefði verið HIV-smitaður í 17 ár. Smith, sem er 53 ára, sagðist ekki hafa greint Blair frá þessu árið 1997 þegar hann varð fyrsti ráðherrann í Bretlandi til að opinbera samkynhneigð sína. 31.1.2005 00:01 16 sóttir til saka 16 manns hefur verið stefnt fyrir dómstóla í Frakklandi vegna eldsvoða í Mont Blanc-göngunum árið 1999. Eldsvoðinn varð 39 manns að bana. Sakborningar eru ákærðir fyrir manndráp og sækjendur munu fara fram á sektir og allt að þriggja ára fangelsi. Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti þrjá mánuði, en undirbúningur hefur staðið í fjögur og hálft ár. 31.1.2005 00:01 Málefnin ekki í forgrunni Rúm vika er þar til þingkosningar verða haldnar í Danmörku. Skoðanakannanir sýna að stjórnarflokkarnir haldi meirihluta sínum. Íraksstríðið hefur ekki orðið að kosningamáli. </font /></b /> 31.1.2005 00:01 Ofurforstjórar ekki með bílstjóra Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa bíl og einkabílstjóra til umráða. Ekki verður séð að forstjórar og stjórnarformenn stærstu fyrirtækja landsins njóti slíkra hlunninda þó að erill þeirra sé mikill. Kostnaðurinn við bílaflota ríkisstjórnarinnar nemur nærri hálfum milljarði á sex árum, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur. "Praktískt," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. </font /></b /> 31.1.2005 00:01 Bardagar í Kúveit Nokkrir lögreglumenn og uppreisnarmenn hafa fallið í valinn í byssubardögum í Kúveit í morgun. Til átaka kom í suðurhluta landsins þar sem lögreglumenn leituðu níu uppreisnarmanna. Bardagarnir standa enn og því talið líklegt að fleiri eigi eftir að falla. 31.1.2005 00:01 Úrslit eftir átta til tíu daga Talning atkvæða eftir þingkosningar í Írak er hafin en ekki er búist við að úrslit kosninganna liggi fyrir fyrr en eftir átta til tíu daga. Flest bendir til þess að sameinuð hreyfing sjíta sem framfylgir stefnu trúarleiðtogans Alis al-Sistanis beri sigur úr býtum. 31.1.2005 00:01 Dettifoss kominn til Eskifjarðar Varðskipin Týr og Ægir komu með flutningaskipið Dettifoss í togi til Eskifjarðar um miðnætti eftir svaðilför út af Austfjörðum, sem hófst með því að stýrið datt af Dettifossi á föstudagskvöldið og skipið varð stjórnlaust. Vel gekk að leggja þessu stærsta flutningaskipi íslenska flotans að bryggju enda var veður orðið gott. 31.1.2005 00:01 Flugvél hrapaði í Írak Talið er að á milli tíu og fimmtán breskir hermenn hafi látið lífið í gærkvöldi þegar bresk hergagnaflugvél hrapaði norður af Bagdad. Ekki er ljóst hvað olli slysinu en varnarmálaráðuneyti Bretlands rannsakar nú tildrög þess. Skilyrði voru öll með besta móti auk þess sem vélar af þessu tagi hafa hingað til þótt mjög öruggar. 31.1.2005 00:01 Samþykktu kjarasamning Félag leikskólakennara hefur samþykkt nýgerðan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaganna og verður því ekki boðað til verkfalls. Tæplega 1500 manns eru á kjörskrá og tók rúmlega 91 prósent þátt í kosningunni. Rúm 64 prósent samþykktu samninginn en 32 prósent voru honum andvíg. 31.1.2005 00:01 Rússar njósna um Bandaríkin Rússneskir njósnarar í Bandaríkjunum eru ekki færri um þessar mundir en sovéskir njósnarar í landinu á tímum kalda stríðsins, að mati háttsettra embættismanna innan bandarísku leyniþjónustunnar. Frá þessu greinir tímaritið Time. 31.1.2005 00:01 Reyndi að stinga lögreglu af Ökumaður fólksbíls reyndi að stinga lögregluna af þegar hún ætlaði að hafa tal af honum við venjulegt eftirlit í Breiðholti undir morgun. Eftir að hafa gefið vel í snarstöðvaði hann bílinn og hljóp út úr honum en lögreglumenn náðu honum skömmu síðar. Grunur leikur á að hann hafi stolið bílnum enda hefur hann áður orðið uppvís að slíku. 31.1.2005 00:01 Vilja lækka álagningarhlutfall Stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar hún mótmælir hækkunum á fasteignagjöldum í Reykjavík sem komi í kjölfar hækkunar fasteignamats um áramótin. Stjórnin telur að Reykjavíkurborg hefði átt að fara sömu leið og mörg önnur sveitarfélög hafa gert en þau völdu að lækka álagningarhlutfallið niður fyrir 0,32% þannig að gjöld hækkuðu ekki meira en 5% og jafnvel lækkuðu í einhverjum tilvikum. 31.1.2005 00:01 Segja flugskeyti hafa grandað vél Nú liggur fyrir að fimmtán fórust þegar bresk Hercules-fraktflutningavél hrapaði nærri Bagdad í gær. Brak úr vélinni dreifðist yfir yfir stórt svæði og leikur grunur á að flugskeyti uppreisnarmanna hafi grandað vélinni. Sérfræðingar segja allt benda til þess, með hliðsjón af því hvernig brakið dreifðist, og íslamskur öfgahópur kveðst hafa skotið vélina niður. 31.1.2005 00:01 Fiskvín í Kína Svo lengi sem menn muna hefur áfengi verið framleitt með einhverjum hætti. Frakkar nota vínber, Rússar kartöflur og Mexíkóar nota kaktus við tekílaframleiðslu svo að fáein dæmi séu nefnd. En aðferðir Kínverja vekja athygli en ekki endilega þorsta. Kínverskur nýsköpunarfrömuður hefur kynnt fiskvín, það er að segja vín sem framleitt er með því að hreinsa og sjóða fisk og láta hann svo gerjast. 31.1.2005 00:01 Loðnuvinnsla gengur vel Loðnuvinnsla á Fáskrúðsfirði hefur gengið vel þennan fyrsta mánuð ársins og hefur Loðnuvinnslan hf. aldrei tekið við jafnmikilli loðnu í janúar frá því að verksmiðja fyrirtækisins tók til starfa 1996, eða 20.700 tonnum. Þetta kemur fram á fréttavef Austurbyggðar. Einnig kemur fram að bæði innlend og erlend skip hafi komið þangað til löndunar. 31.1.2005 00:01 Meiddust í flugi yfir Íslandi Nokkrir farþegar meiddust um borð í flugvél SAS-flugfélagsins þegar hún lenti í illviðri yfir Íslandi á laugardag á leið sinni frá New York til Kaupmannahafnar. Verdens Gang hefur það eftir farþegum að vélin hafi fyrst hækkað sig skyndilega en síðan falið um 200 metra þannig að allt fór úr skorðum í farþegarýminu. 31.1.2005 00:01 Háttsettur al-Qaida liði gripinn Öryggissveitir í Kúveit handsömuðu í morgun háttsettan al-Qaida liða. Handtakan fylgdi í kjölfar átaka þar sem fimm al-Qaida liðar féllu. Auk Amers al-Enezi, sem er sagður meðal æðstu manna í al-Qaida, voru þrír aðrir félagar í samtökunum handsamaðir. Heimildarmenn Reuters segja öryggissveitir enn á hælunum á ellefu al-Qaida liðum til viðbótar. 31.1.2005 00:01 Vekja athygli á skaðsemi reykinga Hundrað og þrjátíu tannlæknar um allt land ætla eftir hádegi á föstudaginn að bjóða almenningi ókeypis tannskoðun og ráðgjöf, einkum til að vekja athygli á skaðsemi reykinga fyrir tennurnar. 31.1.2005 00:01 Fjölmiðlanefnd vinnur lengur Nefnd menntamálaráðherra, sem á að gera tillögur að frumvarpi um fjölmiðla, nær ekki að skila af sér á morgun eins og til stóð. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, segir að tíminn sem nefndinni var ætlaður til verksins hafi reynst allt of stuttur miðað við umfang þess og það skýrist ekki fyrr en eftir mánuð eða svo hvenær nefndin ljúki störfum og skili af sér skýrslu. 31.1.2005 00:01 Óvíst um afturvirkni lagabreytinga Óvíst er hvort breytingar sem boðaðar hafa verið á lögum um eftirlaun ráðherra og alþingismanna verði afturvirkar. 31.1.2005 00:01 Sigur kemur með starfhæfri stjórn Írakar sýndu uppreisnar- og hryðjuverkamönnum í tvo heimana með því að streyma á kjörstaði þrátt fyrir hótanir og árásir. Kosningarnar í gær þykja marka tímamót en sigurinn er þó ekki sagður í hendi fyrr en starfhæfri stjórn hefur verið komið á laggirnar. 31.1.2005 00:01 Dettifoss dreginn til Rotterdam Stór, þýskur dráttarbátur er lagður af stað hingað til lands til að draga Dettifoss frá Eskifirði til Rotterdam þar sem hann verður tekinn í þurrkví til viðgerðar. 31.1.2005 00:01 Vilja ógilda aðalfund Freyju Þess hefur verið krafist að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, verði úrskurðaður ógildur. Fjölskylda Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og Páls, bróður hans, er sögð hafa fjölmennt á fundinn. 31.1.2005 00:01 Vilja vinna og selja eigin vörur Vaxandi áhugi er meðal bænda á því að fá að vinna og selja sjálfir eigin landbúnaðarvörur. Landbúnaðarráðherra er þessa stundina að kynna hvernig norskir bændur hafa náð árangri á þessu sviði. 31.1.2005 00:01 Rússarnir koma til Bandaríkjanna Fjöldi rússneskra njósnara í Bandaríkjunum er nú í það minnsta jafn mikill og á tímum Kalda stríðsins og það þrátt fyrir að Rússland sé minna og máttlausara ríki en gömlu Sovétríkin. <em>Rússarnir koma</em> segir í fyrirsögn fréttatímaritsins <em>TIME</em> sem kemur út í dag og skyldi engan undra. 31.1.2005 00:01 Ekki talað um þjóðarmorð í Darfur Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um mannréttindabrot í Darfur-héraði í Súdan er nú tilbúin en hefur ekki verið gerð opinber enn þá. Utanríkisráðherra Súdans segir hins vegar að ríkisstjórn hans hafi fengið skýrsluna í hendur og þar sé orðið þjóðarmorð ekki notað yfir árásirnar á íbúa héraðsins. Sú skilgreining skiptir miklu máli því ef sagt væri að um þjóðarmorð væri að ræða væru Sameinuðu þjóðirnar skyldugar að grípa í taumana. 31.1.2005 00:01 45 mafíósar handteknir Ítalska lögreglan handtók í dag fjörutíu og fimm mafíósa í bænum Catania á Sikiley. Glæpamennirnir eru sakaðir um mannrán, fjárkúgun og stórfellda fíkniefnasölu. Aðgerðir lögreglu beindust gegn svokallaðri Santapaola-fjölskyldu en með hjálp ýmissa aðila telur lögreglan á Sikiley sig nú geta sannað að fjölskyldan hafi staðið á bak við umfangsmikla kókaínsölu ásamt mannránum og fjárkúgun á árunum 1989-1995. 31.1.2005 00:01 Sker upp herör gegn ósannindum Impregilo hefur skorið upp herör gegn því sem fyrirtækið kallar ósannar fullyrðingar um starfsemi félagsins. Félagið fór í dag fram á það við Lögreglustjórann í Reykjavík að fram færi opinber rannsókn vegna ásakana á hendur félaginu sem birtust í DV þann 27. janúar 2005, eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu. 31.1.2005 00:01 Miltisbrandsgirðing stöðvuð Vinna við girðinguna að Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd hefur verið stöðvuð, að sögn Gunnars Arnar Guðmundssonar héraðsdýralæknis. 31.1.2005 00:01 Impregilo sýknað af launakröfum Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo var í dag sýknað af launakröfum fyrrverandi innkaupastjóra upp á um þrjár og hálfa milljón króna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa innkaupastjórans, sem er viðskiptafræðingur að mennt, var í mörgum liðum en hann krafðist meðal annars greiðslu fyrir yfirvinnu á starfstíma og launa í uppsagnarfresti auk orlofs af yfirvinnu og uppsagnarfresti. 31.1.2005 00:01 Náttúrulegar vörur inni "Þetta eru virkilega góðar fréttir," segir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum á Langanesi og formaður Landssambands sauðfjárbænda. Fréttablaðið greindi frá því í gær að íslenska lopapeysan væri komin í tísku á ný og að sala á lopa hefði stóraukist. 31.1.2005 00:01 Kostar 30.000 að leysa út kött Kosta mun um 30.000 krónur að leysa út kött sem eftirlitsmenn á Suðurnesjum hafa veitt og hefur verið geymdur í viku, að sögn Magnúsar Guðjónssonar framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 31.1.2005 00:01 Rúðuþurrkurnar endurnýjaðar Annir hafa verið á bensínstöðvum síðustu daga þar sem fólk hefur streymt að til að skipta um rúðuþurrkur, eða vinnukonur eins og sumir kjósa að kalla þær. 31.1.2005 00:01 Heiftarleg markaðssetning Markaðssetning á verkjalyfinu Vioxx var mjög heiftarleg, segir Magnús Jóhannsson prófessor. Hann rifjar upp fund framleiðandans í Berlín, með stórum hópi lækna, meðal annars frá Íslandi þar sem Vioxx var lofsungið, en ekkert rætt um gallana. </font /></b /> 31.1.2005 00:01 Betra líf á 4 dögum fyrir 60.000 Hvatningarþjálfarinn Anthony Robbins er sagður geta breytt lífi fólks á aðeins fjórum dögum. Hann ku vera sá virtasti í heiminum á sínu sviði enda verið að í næstum 30 ár. Útlit er fyrir að um eitt hundrað Íslendingar sitji námskeið hans í Lundúnum í maí. Miðinn kostar 60 þúsund krónur og fæst á kostakjörum. </font /></b /> 31.1.2005 00:01 Bófi reyndist vera saklaus drengur Lögreglan í Sandefjord í Noregi var kölluð út þegar sást til manns með lambhúshettu í bíl við Torp-flugvöllinn. Löreglumenn, gráir fyrir járnum, þustu á vettvang og hugðust handsama manninn en í ljós kom að hinn ægilegi hryðjuverkamaður var tólf ára gamall drengur sem hafði leiðst að bíða í bílnum meðan foreldrar hans voru inni í flughöfninni að taka á móti gesti. 31.1.2005 00:01 Aukin notkun þrátt fyrir viðvörun Landlæknisembættið sendi út viðvörun til lækna um að fara gætilega í ávísun verkjalyfsins celebra, sem er af sama flokki og Vioxx og fellur undir svokallaða COX - 2 hemla. 31.1.2005 00:01 Herréttur brýtur gegn stjórnarskrá Héraðsdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að herrétturinn yfir grunuðum hryðjuverkamönnum í herstöðinni við Guantanamo-flóa á Kúbu bryti gegn stjórnarskránni. Joyce Hens Green dómari úrskurðaði einnig að fangarnir nytu verndar bandarísku stjórnarskrárinnar. 31.1.2005 00:01 Beint frá bóndanum Í gær kynnti Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skýrslu nefndar sem fjallað hefur um heimasölu afurða bænda, en hann telur það afar nauðsynlegt að bændur geti í vaxandi mæli selt afurðir sínar beint frá búum sínum og vill að vinna verði lögð í það af krafti. 31.1.2005 00:01 Volvo fyrir rétt í Frakklandi Volvo-verksmiðjurnar sænsku eru meðal margra fyrirtækja og einstaklinga sem komu fyrir rétt í Frakklandi í dag vegna eldsvoðans í jarðgöngunum undir Mont Blanc árið 1999. Þrjátíu og níu manns fórust í brunanum. Saksóknarinn heldur því fram að galli í vél Volvo-flutningabíls hafi valdið olíuleka sem leiddi til þess að eldurinn kviknaði. 31.1.2005 00:01 Hamas-samtökin hefna 10 ára telpu Hamas-samtökin skutu fimm vörpusprengjum á ísraelska landnemabyggð í dag eftir að tíu ára palestínsk telpa féll í skothríð ísraelskra hermanna. Engan sakaði í sprengjuárásinni. Samtökin segja að frekari hefndaraðgerðir ráðist af viðbrögðum Ísraelsmanna. Ísraelska herstjórnin kveðst ekki vita til þess að hermenn hennar hafi átt í nokkrum átökum á þeim stað sem telpan dó. 31.1.2005 00:01 Ríkið blæs út Ríkisstofnunum hefur fjölgað og rekstur þeirra aukist á undanförnum árum, að mati Verslunarráðs Íslands. Nýjar stofnanir hafa verið settar á laggirnar, stofnanir hafa fært út kvíarnar og minna boðið út en áður og ríkisfyrirtæki hafa keypt einkafyrirtæki. Auknar kröfur eru um að ríkisfyrirtæki skapi sértekjur. </font /></b /> 31.1.2005 00:01 Myndband af árás á flugvél? Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndbandsupptöku þar sem hryðjuverkamenn skjóta eldflaug á loft. Því er haldið fram að eldflaugin hafi grandað breskri fjögurra hreyfla Hercules-herflutningavél í Írak á sunnudag. Á myndbandinu sést sprenging í fjarska eftir að flauginni er skotið á loft og svo eru einnig myndir sem virðast sýna brak úr flugvél á jörðinni. 31.1.2005 00:01 Impregilo sýknað Impregilo SpA-Iceland var sýknað af kröfum stefnanda, Birgis Guðjónssonar viðskiptafræðings, samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 31.1.2005 00:01 Athugasemdir frá SA Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, segir að athugasemdir hafi verið gerðar í allverulegum atriðum við reglugerðardrög félagsmálaráðherra um atvinnuleyfi útlendinga. 31.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
HIV-smitaður í 17 ár Fyrrverandi menningarmálaráðherra í stjórn Tonys Blair, Chris Smith, upplýsti í samtali við Sunday Times í gær að hann hefði verið HIV-smitaður í 17 ár. Smith, sem er 53 ára, sagðist ekki hafa greint Blair frá þessu árið 1997 þegar hann varð fyrsti ráðherrann í Bretlandi til að opinbera samkynhneigð sína. 31.1.2005 00:01
16 sóttir til saka 16 manns hefur verið stefnt fyrir dómstóla í Frakklandi vegna eldsvoða í Mont Blanc-göngunum árið 1999. Eldsvoðinn varð 39 manns að bana. Sakborningar eru ákærðir fyrir manndráp og sækjendur munu fara fram á sektir og allt að þriggja ára fangelsi. Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti þrjá mánuði, en undirbúningur hefur staðið í fjögur og hálft ár. 31.1.2005 00:01
Málefnin ekki í forgrunni Rúm vika er þar til þingkosningar verða haldnar í Danmörku. Skoðanakannanir sýna að stjórnarflokkarnir haldi meirihluta sínum. Íraksstríðið hefur ekki orðið að kosningamáli. </font /></b /> 31.1.2005 00:01
Ofurforstjórar ekki með bílstjóra Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa bíl og einkabílstjóra til umráða. Ekki verður séð að forstjórar og stjórnarformenn stærstu fyrirtækja landsins njóti slíkra hlunninda þó að erill þeirra sé mikill. Kostnaðurinn við bílaflota ríkisstjórnarinnar nemur nærri hálfum milljarði á sex árum, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur. "Praktískt," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. </font /></b /> 31.1.2005 00:01
Bardagar í Kúveit Nokkrir lögreglumenn og uppreisnarmenn hafa fallið í valinn í byssubardögum í Kúveit í morgun. Til átaka kom í suðurhluta landsins þar sem lögreglumenn leituðu níu uppreisnarmanna. Bardagarnir standa enn og því talið líklegt að fleiri eigi eftir að falla. 31.1.2005 00:01
Úrslit eftir átta til tíu daga Talning atkvæða eftir þingkosningar í Írak er hafin en ekki er búist við að úrslit kosninganna liggi fyrir fyrr en eftir átta til tíu daga. Flest bendir til þess að sameinuð hreyfing sjíta sem framfylgir stefnu trúarleiðtogans Alis al-Sistanis beri sigur úr býtum. 31.1.2005 00:01
Dettifoss kominn til Eskifjarðar Varðskipin Týr og Ægir komu með flutningaskipið Dettifoss í togi til Eskifjarðar um miðnætti eftir svaðilför út af Austfjörðum, sem hófst með því að stýrið datt af Dettifossi á föstudagskvöldið og skipið varð stjórnlaust. Vel gekk að leggja þessu stærsta flutningaskipi íslenska flotans að bryggju enda var veður orðið gott. 31.1.2005 00:01
Flugvél hrapaði í Írak Talið er að á milli tíu og fimmtán breskir hermenn hafi látið lífið í gærkvöldi þegar bresk hergagnaflugvél hrapaði norður af Bagdad. Ekki er ljóst hvað olli slysinu en varnarmálaráðuneyti Bretlands rannsakar nú tildrög þess. Skilyrði voru öll með besta móti auk þess sem vélar af þessu tagi hafa hingað til þótt mjög öruggar. 31.1.2005 00:01
Samþykktu kjarasamning Félag leikskólakennara hefur samþykkt nýgerðan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaganna og verður því ekki boðað til verkfalls. Tæplega 1500 manns eru á kjörskrá og tók rúmlega 91 prósent þátt í kosningunni. Rúm 64 prósent samþykktu samninginn en 32 prósent voru honum andvíg. 31.1.2005 00:01
Rússar njósna um Bandaríkin Rússneskir njósnarar í Bandaríkjunum eru ekki færri um þessar mundir en sovéskir njósnarar í landinu á tímum kalda stríðsins, að mati háttsettra embættismanna innan bandarísku leyniþjónustunnar. Frá þessu greinir tímaritið Time. 31.1.2005 00:01
Reyndi að stinga lögreglu af Ökumaður fólksbíls reyndi að stinga lögregluna af þegar hún ætlaði að hafa tal af honum við venjulegt eftirlit í Breiðholti undir morgun. Eftir að hafa gefið vel í snarstöðvaði hann bílinn og hljóp út úr honum en lögreglumenn náðu honum skömmu síðar. Grunur leikur á að hann hafi stolið bílnum enda hefur hann áður orðið uppvís að slíku. 31.1.2005 00:01
Vilja lækka álagningarhlutfall Stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar hún mótmælir hækkunum á fasteignagjöldum í Reykjavík sem komi í kjölfar hækkunar fasteignamats um áramótin. Stjórnin telur að Reykjavíkurborg hefði átt að fara sömu leið og mörg önnur sveitarfélög hafa gert en þau völdu að lækka álagningarhlutfallið niður fyrir 0,32% þannig að gjöld hækkuðu ekki meira en 5% og jafnvel lækkuðu í einhverjum tilvikum. 31.1.2005 00:01
Segja flugskeyti hafa grandað vél Nú liggur fyrir að fimmtán fórust þegar bresk Hercules-fraktflutningavél hrapaði nærri Bagdad í gær. Brak úr vélinni dreifðist yfir yfir stórt svæði og leikur grunur á að flugskeyti uppreisnarmanna hafi grandað vélinni. Sérfræðingar segja allt benda til þess, með hliðsjón af því hvernig brakið dreifðist, og íslamskur öfgahópur kveðst hafa skotið vélina niður. 31.1.2005 00:01
Fiskvín í Kína Svo lengi sem menn muna hefur áfengi verið framleitt með einhverjum hætti. Frakkar nota vínber, Rússar kartöflur og Mexíkóar nota kaktus við tekílaframleiðslu svo að fáein dæmi séu nefnd. En aðferðir Kínverja vekja athygli en ekki endilega þorsta. Kínverskur nýsköpunarfrömuður hefur kynnt fiskvín, það er að segja vín sem framleitt er með því að hreinsa og sjóða fisk og láta hann svo gerjast. 31.1.2005 00:01
Loðnuvinnsla gengur vel Loðnuvinnsla á Fáskrúðsfirði hefur gengið vel þennan fyrsta mánuð ársins og hefur Loðnuvinnslan hf. aldrei tekið við jafnmikilli loðnu í janúar frá því að verksmiðja fyrirtækisins tók til starfa 1996, eða 20.700 tonnum. Þetta kemur fram á fréttavef Austurbyggðar. Einnig kemur fram að bæði innlend og erlend skip hafi komið þangað til löndunar. 31.1.2005 00:01
Meiddust í flugi yfir Íslandi Nokkrir farþegar meiddust um borð í flugvél SAS-flugfélagsins þegar hún lenti í illviðri yfir Íslandi á laugardag á leið sinni frá New York til Kaupmannahafnar. Verdens Gang hefur það eftir farþegum að vélin hafi fyrst hækkað sig skyndilega en síðan falið um 200 metra þannig að allt fór úr skorðum í farþegarýminu. 31.1.2005 00:01
Háttsettur al-Qaida liði gripinn Öryggissveitir í Kúveit handsömuðu í morgun háttsettan al-Qaida liða. Handtakan fylgdi í kjölfar átaka þar sem fimm al-Qaida liðar féllu. Auk Amers al-Enezi, sem er sagður meðal æðstu manna í al-Qaida, voru þrír aðrir félagar í samtökunum handsamaðir. Heimildarmenn Reuters segja öryggissveitir enn á hælunum á ellefu al-Qaida liðum til viðbótar. 31.1.2005 00:01
Vekja athygli á skaðsemi reykinga Hundrað og þrjátíu tannlæknar um allt land ætla eftir hádegi á föstudaginn að bjóða almenningi ókeypis tannskoðun og ráðgjöf, einkum til að vekja athygli á skaðsemi reykinga fyrir tennurnar. 31.1.2005 00:01
Fjölmiðlanefnd vinnur lengur Nefnd menntamálaráðherra, sem á að gera tillögur að frumvarpi um fjölmiðla, nær ekki að skila af sér á morgun eins og til stóð. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, segir að tíminn sem nefndinni var ætlaður til verksins hafi reynst allt of stuttur miðað við umfang þess og það skýrist ekki fyrr en eftir mánuð eða svo hvenær nefndin ljúki störfum og skili af sér skýrslu. 31.1.2005 00:01
Óvíst um afturvirkni lagabreytinga Óvíst er hvort breytingar sem boðaðar hafa verið á lögum um eftirlaun ráðherra og alþingismanna verði afturvirkar. 31.1.2005 00:01
Sigur kemur með starfhæfri stjórn Írakar sýndu uppreisnar- og hryðjuverkamönnum í tvo heimana með því að streyma á kjörstaði þrátt fyrir hótanir og árásir. Kosningarnar í gær þykja marka tímamót en sigurinn er þó ekki sagður í hendi fyrr en starfhæfri stjórn hefur verið komið á laggirnar. 31.1.2005 00:01
Dettifoss dreginn til Rotterdam Stór, þýskur dráttarbátur er lagður af stað hingað til lands til að draga Dettifoss frá Eskifirði til Rotterdam þar sem hann verður tekinn í þurrkví til viðgerðar. 31.1.2005 00:01
Vilja ógilda aðalfund Freyju Þess hefur verið krafist að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, verði úrskurðaður ógildur. Fjölskylda Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og Páls, bróður hans, er sögð hafa fjölmennt á fundinn. 31.1.2005 00:01
Vilja vinna og selja eigin vörur Vaxandi áhugi er meðal bænda á því að fá að vinna og selja sjálfir eigin landbúnaðarvörur. Landbúnaðarráðherra er þessa stundina að kynna hvernig norskir bændur hafa náð árangri á þessu sviði. 31.1.2005 00:01
Rússarnir koma til Bandaríkjanna Fjöldi rússneskra njósnara í Bandaríkjunum er nú í það minnsta jafn mikill og á tímum Kalda stríðsins og það þrátt fyrir að Rússland sé minna og máttlausara ríki en gömlu Sovétríkin. <em>Rússarnir koma</em> segir í fyrirsögn fréttatímaritsins <em>TIME</em> sem kemur út í dag og skyldi engan undra. 31.1.2005 00:01
Ekki talað um þjóðarmorð í Darfur Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um mannréttindabrot í Darfur-héraði í Súdan er nú tilbúin en hefur ekki verið gerð opinber enn þá. Utanríkisráðherra Súdans segir hins vegar að ríkisstjórn hans hafi fengið skýrsluna í hendur og þar sé orðið þjóðarmorð ekki notað yfir árásirnar á íbúa héraðsins. Sú skilgreining skiptir miklu máli því ef sagt væri að um þjóðarmorð væri að ræða væru Sameinuðu þjóðirnar skyldugar að grípa í taumana. 31.1.2005 00:01
45 mafíósar handteknir Ítalska lögreglan handtók í dag fjörutíu og fimm mafíósa í bænum Catania á Sikiley. Glæpamennirnir eru sakaðir um mannrán, fjárkúgun og stórfellda fíkniefnasölu. Aðgerðir lögreglu beindust gegn svokallaðri Santapaola-fjölskyldu en með hjálp ýmissa aðila telur lögreglan á Sikiley sig nú geta sannað að fjölskyldan hafi staðið á bak við umfangsmikla kókaínsölu ásamt mannránum og fjárkúgun á árunum 1989-1995. 31.1.2005 00:01
Sker upp herör gegn ósannindum Impregilo hefur skorið upp herör gegn því sem fyrirtækið kallar ósannar fullyrðingar um starfsemi félagsins. Félagið fór í dag fram á það við Lögreglustjórann í Reykjavík að fram færi opinber rannsókn vegna ásakana á hendur félaginu sem birtust í DV þann 27. janúar 2005, eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu. 31.1.2005 00:01
Miltisbrandsgirðing stöðvuð Vinna við girðinguna að Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd hefur verið stöðvuð, að sögn Gunnars Arnar Guðmundssonar héraðsdýralæknis. 31.1.2005 00:01
Impregilo sýknað af launakröfum Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo var í dag sýknað af launakröfum fyrrverandi innkaupastjóra upp á um þrjár og hálfa milljón króna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa innkaupastjórans, sem er viðskiptafræðingur að mennt, var í mörgum liðum en hann krafðist meðal annars greiðslu fyrir yfirvinnu á starfstíma og launa í uppsagnarfresti auk orlofs af yfirvinnu og uppsagnarfresti. 31.1.2005 00:01
Náttúrulegar vörur inni "Þetta eru virkilega góðar fréttir," segir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum á Langanesi og formaður Landssambands sauðfjárbænda. Fréttablaðið greindi frá því í gær að íslenska lopapeysan væri komin í tísku á ný og að sala á lopa hefði stóraukist. 31.1.2005 00:01
Kostar 30.000 að leysa út kött Kosta mun um 30.000 krónur að leysa út kött sem eftirlitsmenn á Suðurnesjum hafa veitt og hefur verið geymdur í viku, að sögn Magnúsar Guðjónssonar framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 31.1.2005 00:01
Rúðuþurrkurnar endurnýjaðar Annir hafa verið á bensínstöðvum síðustu daga þar sem fólk hefur streymt að til að skipta um rúðuþurrkur, eða vinnukonur eins og sumir kjósa að kalla þær. 31.1.2005 00:01
Heiftarleg markaðssetning Markaðssetning á verkjalyfinu Vioxx var mjög heiftarleg, segir Magnús Jóhannsson prófessor. Hann rifjar upp fund framleiðandans í Berlín, með stórum hópi lækna, meðal annars frá Íslandi þar sem Vioxx var lofsungið, en ekkert rætt um gallana. </font /></b /> 31.1.2005 00:01
Betra líf á 4 dögum fyrir 60.000 Hvatningarþjálfarinn Anthony Robbins er sagður geta breytt lífi fólks á aðeins fjórum dögum. Hann ku vera sá virtasti í heiminum á sínu sviði enda verið að í næstum 30 ár. Útlit er fyrir að um eitt hundrað Íslendingar sitji námskeið hans í Lundúnum í maí. Miðinn kostar 60 þúsund krónur og fæst á kostakjörum. </font /></b /> 31.1.2005 00:01
Bófi reyndist vera saklaus drengur Lögreglan í Sandefjord í Noregi var kölluð út þegar sást til manns með lambhúshettu í bíl við Torp-flugvöllinn. Löreglumenn, gráir fyrir járnum, þustu á vettvang og hugðust handsama manninn en í ljós kom að hinn ægilegi hryðjuverkamaður var tólf ára gamall drengur sem hafði leiðst að bíða í bílnum meðan foreldrar hans voru inni í flughöfninni að taka á móti gesti. 31.1.2005 00:01
Aukin notkun þrátt fyrir viðvörun Landlæknisembættið sendi út viðvörun til lækna um að fara gætilega í ávísun verkjalyfsins celebra, sem er af sama flokki og Vioxx og fellur undir svokallaða COX - 2 hemla. 31.1.2005 00:01
Herréttur brýtur gegn stjórnarskrá Héraðsdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að herrétturinn yfir grunuðum hryðjuverkamönnum í herstöðinni við Guantanamo-flóa á Kúbu bryti gegn stjórnarskránni. Joyce Hens Green dómari úrskurðaði einnig að fangarnir nytu verndar bandarísku stjórnarskrárinnar. 31.1.2005 00:01
Beint frá bóndanum Í gær kynnti Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skýrslu nefndar sem fjallað hefur um heimasölu afurða bænda, en hann telur það afar nauðsynlegt að bændur geti í vaxandi mæli selt afurðir sínar beint frá búum sínum og vill að vinna verði lögð í það af krafti. 31.1.2005 00:01
Volvo fyrir rétt í Frakklandi Volvo-verksmiðjurnar sænsku eru meðal margra fyrirtækja og einstaklinga sem komu fyrir rétt í Frakklandi í dag vegna eldsvoðans í jarðgöngunum undir Mont Blanc árið 1999. Þrjátíu og níu manns fórust í brunanum. Saksóknarinn heldur því fram að galli í vél Volvo-flutningabíls hafi valdið olíuleka sem leiddi til þess að eldurinn kviknaði. 31.1.2005 00:01
Hamas-samtökin hefna 10 ára telpu Hamas-samtökin skutu fimm vörpusprengjum á ísraelska landnemabyggð í dag eftir að tíu ára palestínsk telpa féll í skothríð ísraelskra hermanna. Engan sakaði í sprengjuárásinni. Samtökin segja að frekari hefndaraðgerðir ráðist af viðbrögðum Ísraelsmanna. Ísraelska herstjórnin kveðst ekki vita til þess að hermenn hennar hafi átt í nokkrum átökum á þeim stað sem telpan dó. 31.1.2005 00:01
Ríkið blæs út Ríkisstofnunum hefur fjölgað og rekstur þeirra aukist á undanförnum árum, að mati Verslunarráðs Íslands. Nýjar stofnanir hafa verið settar á laggirnar, stofnanir hafa fært út kvíarnar og minna boðið út en áður og ríkisfyrirtæki hafa keypt einkafyrirtæki. Auknar kröfur eru um að ríkisfyrirtæki skapi sértekjur. </font /></b /> 31.1.2005 00:01
Myndband af árás á flugvél? Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndbandsupptöku þar sem hryðjuverkamenn skjóta eldflaug á loft. Því er haldið fram að eldflaugin hafi grandað breskri fjögurra hreyfla Hercules-herflutningavél í Írak á sunnudag. Á myndbandinu sést sprenging í fjarska eftir að flauginni er skotið á loft og svo eru einnig myndir sem virðast sýna brak úr flugvél á jörðinni. 31.1.2005 00:01
Impregilo sýknað Impregilo SpA-Iceland var sýknað af kröfum stefnanda, Birgis Guðjónssonar viðskiptafræðings, samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 31.1.2005 00:01
Athugasemdir frá SA Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, segir að athugasemdir hafi verið gerðar í allverulegum atriðum við reglugerðardrög félagsmálaráðherra um atvinnuleyfi útlendinga. 31.1.2005 00:01