Fleiri fréttir

Ánægja með lok rannsóknar

Ólöglegt samráð verður ekki látið viðgangast að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún segist vera ánægð með að rannsókn Samkeppnisstofnunar skuli vera lokið. "Þarna hefur verið sannað að ólöglegt samráð var haft milli fyrirtækja. Enda hafa fyrirtækin sjálf viðurkennt það."

Borgarstjóri í samráði

Fram kemur í niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráð olíufélaganna, að Þórólfur Árnason borgarstjóri hafi í starfi sínu sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó átt þátt í samráði félaganna þegar þau buðu í olíusölu til Reykjavíkurborgar árið 1996.

Niðurstaðan í marga staði gölluð

"Það eru lagaleg atriði í ákvörðun ráðsins sem þarfnast útskýringa og svo teljum við sönnunarkröfur engan veginn uppfylltar," segir Hörður Felix Harðarson, lögmaður Skeljungs. "Við töldum að ekki hefði verið gætt að andmælarétti og auk þess séu meint brot orðin fyrnd. Á þetta var hins vegar ekki fallist."

Rannveig forseti

Íslandsdeild Norðurlandaráðs hefur tilnefnt Rannveigu Guðmundsdóttur, þingmann Samfylkingarinnar, í embætti forseta Norðurlandaráðs, en þing ráðsins hefst í Stokkhólmi á morgun. Rannveig segist ætla að beita sér fyrir mannréttinda- og félagsmálum.

Ekkert samræmt kosningakerfi

Ekkert samræmt kosningakerfi er við lýði í Bandaríkjunum og hverju ríki er í sjálfsvald sett hvernig það hagar framkvæmd kosninga. Þar sem mjótt er á mununum í mörgum ríkjum er óttast að sama klúðrið setji svip sinn á þessar kosningar og þær síðustu.

Óvíst hvort hún tekur gildi

Óvíst er hvort hin nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins, sem undirrituð var með mikilli viðhöfn í morgun, tekur nokkurn tíma gildi. Bæði Bretar og Danir eru líklegir til að fella málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Voru að hlýða skipunum

Íslensku friðargæsluliðarnir þrír sem slösuðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl sögðust hafa verið að hlýða skipunum er þeir stóðu vörð um teppabúð sem yfirmaður þeirra var að versla í. Þremenningarnir komu heim í gær. </font /></b />

Undirritun í skugga óvissu

Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins undirrituðu stjórnarskrá Evrópusambandsins í Róm í gær. Undirskriftin þýðir þó ekki að allt sé afstaðið því í það minnsta níu aðildarríkjanna ætla að bera stjórnarskrána undir þjóðaratkvæði.

Myrti tíu í erfidrykkju

Kínversk ekkja sem myrti tíu gesti í erfidrykkju eiginmanns síns hefur verið tekin af lífi. Konan eitraði fyrir gestunum með rottueitri sem hún blandaði út í mat sem hún bauð upp á. 23 til viðbótar veiktust en hafa jafnað sig, yngstur þeirra sem lifðu eitrunina af var þriggja ára drengur.

Halliburton aftur í kastljósið

Bandaríska stórfyrirtækið Halliburton og tengsl þess við Bandaríkjastjórn eru í brennidepli eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hóf rannsókn á úthlutun verkefna í Írak til félagsins án útboðs til að athuga hvort glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Rannsóknin snýst að sögn lögreglu ekki að neinum sem starfar í Hvíta húsinu.

Innbyggt vantraust

Ein helsta ástæðan fyrir því hversu illa Bandaríkjamönnum hefur gengið að koma upp kosningakerfi sem virkar er sterk viðleitni ríkis- og sveitarstjórna á hverjum stað til að ráða sjálf sínum málum, segir Michael T. Corgan, prófessor í flotafræðum og stjórnmálafræði við háskólann í Boston í Massachusetts.

Í hlutverki spellvirkjans

Michael Badnarik, forsetaefni Frjálshyggjuflokksins, gerir sér ekki vonir um að hafa sigur í einu einasta ríki Bandaríkjanna á kjördag. Hann og stuðningsmenn hans vona hins vegar að þeir geti haft áhrif á úrslitin í tveimur ríkjum þar sem svo litlu munar á George W. Bush og John Kerry að fá atkvæði geta ráðið úrslitum.

Á suðupunkti í Flórída

Í Flórída er heitt í kolunum vegna klúðurs sem hefur orðið í framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu og ásakana fulltrúa beggja stóru flokkanna í hvors annars garðs.

Baráttan nær til Hawaii

Íbúar Hawaii upplifa nú nokkuð sem þeir eru ekki vanir þegar forsetakosningar eru annars vegar, nefnilega það að kosningastjórnir forsetaefnanna senda menn til að vinna þá á sitt band.

Vísitalan mælir gegn Bush

George W. Bush Bandaríkjaforseti nær ekki endurkjöri ef marka má kenningu Jeffrey Hirsch, útgefanda Stock Traders Almanac. Hann segir að þegar Dow Jones vísitalan lækkar um hálft prósent eða meira frá lokum september til kjördags nái forsetinn ekki endurkjöri, nú hefur hún lækkað um 0,75 prósent.

Rannsókn að ljúka

Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að nuddstofan sem auglýsi erótískt nudd hefði verið undir rannsókn á þeim forsendum að þar væri stundað vændi. Rætt var við á annan tug viðskiptavina, auk starfsmanna.

Keyrt á vörubíl

Umferðarslys varð á Ólafsfjarðarvegi í gær þegar fólksbíll, á leið norður fór á rangan vegarhelming og ók framan á vörubíl.

Arafat við dauðans dyr?

Óttast er að Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, sé við dauðans dyr eftir að hann hné niður í gær og missti meðvitund um tíma. Þúsundir manna fjölmenntu fyrir utan heimili hans í gær. Vitað er að Arafat hefur átt við alvarleg veikindi að stríða að undanförnu en embættismenn í Palestínu neita enn að staðfesta að ástand hans sé tvísýnt.

Ný drög að sáttatillögu

Forystumenn samninganefnda kennara og sveitarfélaga hafa verið boðaðir til fundar hjá Ríkissáttasemjara fyrir hádegi og samninganefndirnar í heild hafa svo verið boðaðar til sáttasemjara síðar í dag.

Snarpur jarðskjálfti í Rúmeníu

Snarpur jarðskjálfti varð í Rúmeníu í gærkvöldi. Skjálftinn mældist 5,8 á Richter. Skjálftans varð víða vart í landinu og einnig í Tyrklandi, Moldavíu og Úkraínu. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni en upptök skjálftans voru í Vrancea sem eru 175 kílómetra norðaustur af Búkarest.

Þrír slasaðir eftir bílveltu

Þrír voru fluttir slasaðir á slysadeild eftir að bíll þeirra valt út af Reykjanesbraut í Kúagerði um klukkan fimm í morgun. Engin þeirra er í lífshættu. Einn var fastur í bílflakinu og þurftu björgunarmenn að beita klippum til að ná honum út.

Kveikt í gámum við Sorpu

Eldur var kveiktur í tveimur gámum í gámastöð Sorpu við Sævarhöfða upp úr miðnætti í nótt. Logaði glatt í hjólbörðum og rúmdínum þegar slökkvilið kom á vettvang. Slökkviliðsmenn heftu frekari útbreiðslu eldsins og slökktu hann. Brennuvargurinn er ófundinn.

Ríkisstjórn Lettlands segir af sér

Ríkisstjórn Lettlands, sem var minnihlutastjórn, sagði af sér í morgun eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi hennar fyrir næsta ár. Stjórnin, sem mynduð var í mars, hefur átt undir högg að sækja og í september tókst henni naumlega að verjast vantrauststillögu.

Tunglmyrkvinn sást víða

Tunglmyrkvinn sást vel víðast hvar á landinu í nótt en skyggni tók að versna á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan tvö í nótt þegar sjálfur almyrkvinn var að hefjast. Hann sást hins vegar vel víða á landinu.

Kosningastarfsmönnum rænt í Kabúl

Þremur erlendum kosningastarfsmönnum var rænt í Kabúl í Afganistan í morgun að sögn yfirvalda þar í landi. Starfsmennirnir eru frá Bretlandi, Kosovo og Filippseyjum og er um að ræða tvær konur og einn karlmann.

Barroso dregur í land

Jose Manuel Barroso, tilvonandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, virðist að nokkru leyti ætla að draga í land með val sitt á framkvæmdastjórn sambandsins vegna þrýstings víða að.

58 þúsund atkvæði týnd?

Fimmtíu og átta þúsund utankjörfundartkvæða í Flórída er saknað. Af 60 þúsund greiddum atkvæðum hafa aðeins tvö þúsund skilað sér og segja yfirmenn póstsins í Flórída að það sé hreinlega útilokað að heil 58 þúsund atkvæði hafi týnst og því virðist sem eitthvað gruggugt sé á seyði.

Ástand Arafats enn alvarlegt

Enn er óttast um heilsu Jassers Arafats, leiðtoga Palestínu, sem er ásamt fjölskyldu sinni, fjölda lækna og embættismanna á heimili sínu á Vesturbakkanum. Arafat fór þó til messu í morgun en var afar veikburða að sögn sjónarvotta.

Kerry stendur betur í lykilríkjum

John Kerry hefur meira fylgi en George Bush í fimm af lykilríkjunum svokölluðu þar sem úrslit forsetakosninganna munu að líkindum ráðast. Frambjóðendurnir endasendast nú á milli þessara ríkja og kyssa börn sem mest þeir mega.

Og Fjarskipti keyptu 90% hlutafjár

Eignarhaldsfélagið Og Fjarskipti hefur keypt 90 prósent hlutafjár í Norðurljósum sem reka sex útvarpsstöðvar, fjórar sjónvarpsstöðvar, gefa út tvö dagblöð, tímarit og reka netmiðil. Norðurljós verða þar með komin inn á verðbréfamarkaðinn.

Óbreytt ástand í kennaradeilunni

Ekkert markvert gerðist á fundi forystumanna samninganefnda kennara, sveitarfélaga og skólastjóra, sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun og lauk á tólfta tímanum. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sagði að ekkert nýtt hefði gerst á fundinum en þar hafi verið farið yfir stöðuna.

Hjálparvana fórnarlömb goðsögn

Hjálparvana fórnarlömb á hamfarasvæðum er goðsögn, samkvæmt árbók Alþjóðasambands Rauða kross félaga um hjálparstarf og hamfarir. Þrisvar sinnum fleiri biðu bana vegna hamfara á síðasta ári en árið þar á undan.

Pólitískt mannrán eða fjárkúgun?

Ekki er enn vitað hvort mannránið á þrem starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun sé svipað þeim sem átt hafa sér stað í Írak eða hvort einfaldlega sé um fjárkúgun að ræða. Sé hið fyrrnefnda ástæðan og tilgangurinn pólitískur megi fastlega gera ráð fyrir því að margar hjálparstofnanir hverfi burt frá Afganistan.

Vopnin kvödd

Svo til öll vopn Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli hafa verið flutt úr landi. Þetta kemur fram í Víkurfréttum. Þar segir að starfsemin á vellinum muni dragast verulega saman á næstu árum.

Dæmdur í 4 mánaða fangelsi

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvítugan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og að framvísa fölsuðum lyfseðli í apóteki. Líkamsárásin átti sér stað í september á síðasta ári þegar maðurinn réðst á annan fyrir utan Félagsheimilið Festi í Grindavík og sló hann í andlitið þannig að kinnbein brotnaði.

Segjast hafa aflífað 11 Íraka

Íröksku skæruliðasamtökin Her Ansar al-Sunna segjast hafa drepið ellefu menn úr þjóðvarðaliði Íraka sem þeir rændu í síðustu viku. Samtökin halda þessu fram á vefsíðu sinni í dag þar sem einnig eru birtar myndir af hinum meintu fórnarlömbum.

Stærsti þjóðgarður Evrópu

Stærsti þjóðgarður Evrópu er orðinn að veruleika en Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra staðfesti nýja reglugerð um stækkun Skaftafellsþjóðgarðs í dag. Flatarmál þjóðgarðsins þrefaldast og verður hann rúmlega 4800 ferkílómetrar og er 57% Vatnajökuls nú innan hans, sem og Lakagígasvæðið.

Átelja ríkisstjórnina harðlega

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands átelur harðlega að tíu mánuðir skuli vera liðnir án þess að þorri öryrkja hafi fengið þá kjarabót sem samið var um fyrir síðustu þingkosningar. Nú sé ár liðið frá því að ríkisstjórnin upplýsti að hún treysti sér ekki til að efna nema hluta samkomulagsins sem gert var.

Lítið má fara úrskeiðis segir ASÍ

Sérfræðingar Alþýðusambands Íslands segja ekki mega fara mikið úrskeiðis til að forsendur kjarasamninga bresti. Þeir segja verðbólgu fara vaxandi og spá þeir að hún verði í efri mörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans á næsta og þarnæsta ári. Beri eitthvað út af gæti þurft að segja upp eða endurskoða kjarasamninga á næsta ári.

Enginn samningafundur boðaður

Enginn samningafundur hefur enn verið boðaður í deilu grunnskólakennara. Forystumenn deilenda voru á fundi hjá ríkissáttasemjara frá klukkan átta í morgun og fram undir hádegi en eiginlegur samningafundur hefur enn ekki verið boðaður.

Víglundur úr stjórn Íslandsbanka

Víglundur Þorsteinsson gengur úr stjórn Íslandsbanka á hluthafafundi sem haldinn verður næsta miðvikudag. Framboðsfrestur rann út í dag og eru allir núverandi stjórnarmenn í kjöri nema Víglundur og Orri Vigfússon. Orri er hins vegar í framboði sem varamaður.

Fjöltengi samhliða ljósleiðara

Gagnaflutningar um rafmagnslínur sem Fjöltengi Orkuveitu Reykjavíkur hefur boðið upp á verða áfram í boði þrátt fyrir áherslu Orkuveitunnar á ljósleiðaravæðingu heimila í höfðuborginni.

Áherslan á öryggismál

Aukið öryggi friðargæslufólks er einn af þeim hlutum sem Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í Bandaríkjunum lagði áherslu á þegar hann ávarpaði fjórðu nefnd allsherjarþingsins við umræðu um stefnu í friðargæslu síðasta miðvikudag.

Áherslan á bjargráð heimamanna

Rauði krossinn kynnti í gær árbók um hamfarir og hjálparstarf. Bókin nefnist World Disasters Report og er nú gefin út í tólfta sinn. Með útgáfu bókarinnar reynir Rauði krossinn að gefa árlegt tölulegt yfirlit yfir viðfangsefni hjálparstofnana auk gagnrýninnar umfjöllunar um alþjóðlegt hjálparstarf.

Fátækt minnki um helming

Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram áætlun um hvernig ná megi markmiðunum sem sett voru í svokallaðri þúsaldaryfirlýsingu SÞ.

Sjá næstu 50 fréttir