Fleiri fréttir

Suðurstrandarvegur í útboð

Til stendur að bjóða út gerð Suðurstrandarvegar Þorlákshafnarmegin á næstu vikum, hefur Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri í Þorlákshöfn, eftir þingmönnum Suðurlands, en þeir funduðu með honum í gær. Kjördæmavika stendur yfir og fara þingmenn víða.

Iðnneminn vekur viðbrögð

Það hafa nokkrir hringt hingað og lýst óánægju sinni með myndbirtinguna," segir Jónína Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Iðnnemasambands Íslands og ábyrgðarmaður blaðsins, þegar hún er spurð hvort myndin á forsíðu tímaritsins Iðnnemans, sem út kom í gær, hafi vakið viðbrögð fólks.

Enn eitt klúðrið skekur Flórída

Spennan í kringum bandarísku forsetakosningarnar jókst enn í Flórída þegar í ljós kom að þúsundir kjörseðla sem senda átti til fólks sem vildi greiða atkvæði utankjörfundar höfðu týnst.

Ögmundur vill ræða Kabúl

Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri-grænna hefur óskað eftir umræðu utandagskrár á Alþingi um störf íslenska friðargæsluliðsins í Kabúl.

Vopnaður friður veldur ófriði

Svo róttækar breytingar hafa orðið á þátttöku Íslands í friðargæslu frá því fyrstu friðargæsluliðarnir voru sendir út í heim til Bosníu fyrir rúmum tíu árum að því er haldið fram að þar sé ekki um stigs- heldur eðlismun að ræða.

Fleiri þúsund löggur á vakt

Mikil öryggisgæsla er í Róm í dag vegna undirritunar stjórnarskrár Evrópusambandsins. Hundruð fyrirmenna verða í borginni af þeim sökum, þeirra á meðal þjóðhöfðingjar allra 25 aðildarríkja Evrópusambandsins og fjögurra ríkja sem hafa sótt um aðild.

Mannrán í Kabúl veldur uppnámi

Öllum erlendum hjálparstarfsmönnum hefur verið skipað að halda sig innandyra eftir að þremur erlendum kosningastarfsmönnum á vegum Sameinuðu þjóðanna var rænt á götu úti í Kabúl í gær.

Sakaðir um harðneskju

Forsvarsmenn bandarískra mannréttindasamtaka lýsa áhyggjum af því hversu harkalega hefur verið gengið fram gegn mótmælendum þar sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur verið með kosningasamkomur að því er fram kemur í Washington Post.

41 bjargað úr sjávarháska

Spænskir björgunarsveitarmenn björguðu 41 ólöglegum innflytjanda úr sjávarháska í spænskri landhelgi. Fólkið fannst tíu klukkutímum eftir að einhver úr hópnum hringdi úr farsíma í björgunarsveitir og sagði fólkið í hættu. Nítján karlmenn, átján konur og fjögur ung börn voru um borð í yfirfullum báti sem hafði verið á reki í þrjá daga.

Þremur rænt í Kabúl

Vopnaðir menn rændu þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna á götu í Kabúl í gær. Fólkið, filippseyskur karlmaður og tvær evrópskar konur, var á ferð ásamt bílstjóra sínum þegar fimm vopnaðir menn keyrðu bíl sínum í veg fyrir bíl þeirra og neyddu þremenningana til að fara með sér.

Táningur fyrir rétt

Sextán ára piltur er fyrsti einstaklingurinn sem réttað er yfir vegna hryðjuverkaárásanna í Madríd sem kostuðu nær 200 manns lífið. Saksóknari ákærði piltinn fyrir að flytja sprengiefni sem var notað í árásunum og krafðist átta ára fangelsisdóms yfir piltinum.

Berjast um atkvæðin

John Kerry er "vitlaus maður fyrir vitlaust starf á vitlausum tíma," sagði George W. Bush þegar hann gagnrýndi mótframbjóðanda sinn harkalega á kosningafundi í gær. Orðin eru svipuð þeim sem Kerry lét falla um innrásina í Írak sem hann kallaði "vitlaust stríð á vitlausum stað á vitlausum tíma".

Hóta að myrða sjö ára barn

Mannræningjar í Írak hótuðu að myrða sjö ára dreng ef fjölskylda hans greiddi ekki andvirði rúmra fjögurra milljóna króna í lausnargjald að sögn föður drengsins.

Sprenging á hóteli í Pakistan

Mikil sprenging varð fyrir stundu við Marriott-hótelið í miðborg Islamabads. höfuðborgar Pakistans. Gler og og aðrir hlutar framhliðar byggingarinnar þeyttust langar leiðir og ljóst að fjöldi fólks slasaðist. Ekkert liggur fyrir á þessari stundu hvað gerðist eða hver er valdur að því.

Skutu átta ára stúlku til bana

Átta ára palestínsk stúlka var skotin til bana þegar hún gekk framhjá varðstöð Ísraelshers á leið sinni í skólann. Stúlkan varð fyrir skotum ísraelskra hermanna sem talið er að hafi verið að skjóta í átt að palestínskum vígamönnum sem skutu eldflaugum að landnemabyggð Palestínumanna. Sex særðust í þeirri árás.

Arafat til Parísar?

Allar líkur eru á að Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, fari til Parísar í læknismeðferð. Þetta er haft eftir aðstoðarmönnum hans. Arafat veiktist hastarlega og hafa fregnir af líðan hans verið mjög misvísandi.

Samningar haldi

Ein mikilvægasta forsenda þess að þjóðfélag fái staðist er að fólk virði og haldi gerða samninga, segir í ályktun aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands.

Bílstjórinn braut ekki lög

Vöruflutningabílstjóri braut ekki lög þegar hann ók vöruflutningabifreið í meira en sjö daga án þess að taka sér lögboðna vikuhvíld. Þetta þótti brjóta í bága við hvíldartíma sem fjallað er um í EES-samningnum. Ríkissaksóknari gaf út opinbera ákæru á hendur manninum.

Endurskoðun á sjúkraþjálfun

Samninganefnd heilbrigðisráðherra boðaði á fyrsta samningafundi með sjúkraþjálfurum endurskoðun á kerfi þeirra. Sjúklingum fer stöðugt fjölgandi og kostnaður Tryggingastofnunar hefur aukist um 84% á síðustu fimm árum. </font /></b />

Stærsti þjóðgarður í Evrópu

Stærsti þjóðgarður í Evrópu er orðinn til eftir að umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, staðfesti nýja reglugerð um stækkun Skaftafellsþjóðgarðs sem stofnaður var árið 1967.

Vilja allt sorp til Þorlákshafnar

Viðræður eru um að allt sorp af höfuðborgarsvæðinu verði urðað skammt vestan við Þorlákshöfn. Heimamenn segjast hafa áhuga á að gera nútímasorpstöð. Samkomulag um Sorpstöð Suðurlands kynnt í dag. </font /> Hafin er athugun á því að flytja allt sorp af höfuðborgarsvæðinu á stórt svæði vestan við Þorlákshöfn, þar sem því yrði eytt. </b />

Arafat til Parísar

Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, verður fluttur til Parísar til aðhlynningar. Læknar hans ákváðu þetta fyrir stundu eftir að frönsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á það.

Friðargæsluliðarnir á heimleið

Íslensku friðargæsluliðarnir þrír, sem særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Kjúklingastræti í Kabúl á laugardag, koma heim í dag. Af því tilefni var slegið upp kveðjuhófi, þeim til heiðurs og lyftu menn glösum að skilnaði. Létt stemning var í hópnum þrátt fyrir ófarirnar á laugardag og þær hörmungar sem af þeim hlutust. 

Elísabet ræðir Dresden-árásina

Þjóðverjar bíða með nokkrum spenningi eftir því hvernig Elísabet Englandsdrottning mun fjalla um loftárásir Breta á borgina Dresden í seinni heimsstyrjöldinni á samkomu bráðlega. Þjóðverjar eru smám saman að opna sig varðandi þjáningar þýsku þjóðarinnar en Seinni heimsstyrjöldin hefur lengst af verið hálfgert bannorð þar í landi.

Umbrotasöm ævi Arafats

Yasser Arafat hefur leitt Palestínumenn í frelsisbaráttu sinni síðan á sjöunda áratugnum. Versnandi heilsa hefur hins vegar vakið spurningar um hvort nú sjái fyrir endann á þátttöku hans í stjórnmálum.

Miðlunartillaga lögð fram?

Ríkissáttasemjari vill ekki segja hvort miðlunartillaga verður lögð fram á næstunni í kennaradeilunni. Sá möguleiki var ræddur á fundi með forystumönnum samninganefndanna í morgun. Formlegur samningafundur hefur ekki verið haldinn í dag.

Árfundir á glæsihótelum

Alþýðusamband Íslands heldur um þessar mundir ársfund sinn á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut. Landssamband íslenskra útvegsmanna heldur ársfund sinn á sama tíma á Grand hótel Reykjavík

Teppakaupin ekki einu einkaerindin

Teppakaup yfirmanns flugvallarins í Kabúl, sem enduðu með hryðjuverkaárás um síðustu helgi, eru ekki einu einkaerindin sem skotið hafa íslenskum friðargæsluliðum skelk í bringu. Friðargæsluliðarnir sem særðust eru væntanlegir heim til Íslands á morgun. 

Atkvæðaseðlar í Flórída týndir

Svo virðist sem megnið af 58 þúsund utankjörfundaratkvæðaseðlum í Flórída hafi týnst í pósti. Fjölmargir seðlar týndust í sýslu þar sem demókratar unnu með yfirburðum í síðustu kosningum.

Forsendur kjarasamninga bresta

Alþýðusamband Íslands spáir því að verðbólga verði rúm fjögur prósent á næsta ári og forsendur kjarasamninga bresti. Ólafur Darri Ólafsson, hagfræðingur samtakanna, sakaði stjórnvöld um að beita atvinnuleysi sem hagstjórnartæki á ársfundi ASÍ í dag.

Norðurljós dótturfélag Og Vodafone

Norðurljós eru orðin dótturfélag Og Vodafone. Fjölmiðlar Norðurljósa, þar á meðal Stöð 2 og Bylgjan, verða þar með skráðir í Kauphöll Íslands. Jafnframt eru gerðar skipulagsbreytingar sem fela í sér framkvæmdastjóraskipti. Sigurður G. Guðjónsson víkur fyrir Gunnari Smára Egilssyni.

Segir engan hafa verið í lífshættu

Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði, segir að hætt hafi verið að rannsaka sprenginguna sem samgönguráðherra sprengdi í Almannaskarðsgöngunum í byrjun október. Hann segir ljóst að menn hafi ekki verið í lífshættu. Hann segir einnig að frumrannsókn hafi verð gerð og verði einhverjir eftirmálar séu gögnin á vísum stað.

Sigurður kveður

Sigurði G. Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Norðurljósa og útvarpsstjóra Íslenska útvarpsfélagsins, var sagt upp störfum eftir tæplega þriggja ára starf á miklum umbrota- og átakatímum í sögu félagsins.

200 grömm af hassi í pósti

Rúmlega tvítugur maður var handtekinn eftir að hafa móttekið póstsendingu með um 200 grömmum af hassi á pósthúsinu á Flateyri í fyrradag.

Fjörtíu árekstrar

Í Kópavogi hafði orðið 21 árekstur frá klukkan átta til klukkan fimm í gær. Minniháttar meiðsl urðu í tveimur óhöppunum. Nítján árekstrar höfðu orðið í Reykjavík frá klukkan sjö í gærmorgun til klukkan fimm.

Skilorð fyrir kinnbeinsbrot

Tvítugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og skjalafals.

Skriður í viðræðum sjómanna og LÍÚ

Auknar líkur virðast á því að kjarasamningar náist milli sjómanna og útvegsmanna. Samninganefnd Sjómannasambands Íslands hefur verið boðuð til fundar í húsi ríkissáttasemjara í dag. Sævar Gunnarssonar, formaður sambandsins, segir að menn eigi í viðræðum og því séu líkur til þess að menn nái saman. Tæp tíu ár eru síðan sjómenn og útvegsmenn náðu síðast samkomulagi um kjarasamning.

Olíuhækkun dýrkeypt fyrir útveginn

Hækkun á verði olíu á þessu ári hefur haft mikil áhrif á rekstrarafkomu sjávarútvegsins að sögn Björgólfs Jóhannssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hann sagði við setningu ársfunds samtakanna í gær að hækkun á olíureikningi útgerðarinnar síðustu tólf mánuði nemi rúmum 2,5 milljörðum króna.

Dýrustu kosningar sögunnar

Kosningarnar í ár verða þær dýrustu í bandarískri stjórnmálasögu og peningar skipta höfuðmáli í kosningabaráttunni. Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að því að frambjóðendurnir þurfa að vera ríkir og safna gríðarlegum fjárhæðum til að eiga nokkra von um sigur. 

Bók um íslenska hestinn

Yfirgripsmesta verk um íslenska hestinn sem út hefur komið leit dagsins ljós í dag. Stórbókin <em>Íslenski hesturinn</em> geymir sjö hundruð ljósmyndir á fjögur hundruð síðum um þetta einstaka hrossakyn. Stóðhesturinn Kapall frá Hofstöðum prýðir kápu bókarinnar og var honum að sjálfsögðu boðið í útgáfuveisluna í dag.

Hjálparvana fórnarlömb goðsögn

Fólk sem býr á hamfarasvæðum er betur til þess fallið að bregðast við vá en erlendar björgunarsveitir. Það þarf að styrkja íbúa slíkra svæða til sjálfsbjargarviðleitni og eyða goðsögninni um hin hjálparvana fórnarlömb.

Endurskoða málefni útlendinga

Félagsmálaráðherra segir að ákvæði í lögum um atvinnuréttindi útlendinga orki tvímælis. Dómsmála- og félagsmálaráðherra hafa rætt um að endurskoða málefni útlendinga sem heyra undir bæði ráðuneytin.

Niðurskurður LSH óhjámkvæmilegur

Óhjákvæmilegt er að draga úr núverandi þjónustu Landsspítala - háskólasjúkrahúss til að ná fram um 600 milljóna sparnaði á næsta ári. Stjórnarnefnd sjúkrahússins kynnti hugmyndirnar sínar að niðurskurði innan spítalanna á fundi með heilbrigðisráðherra í gær.

Sjá næstu 50 fréttir