Fleiri fréttir

Samkomulag undirritað fyrir austan

Oddvitar L-lista félagshyggjufólks og D lista sjálfstæðisflokks undirrituðu í gærkvöldi samkomulag um meirihlutasamstarf í hinu nýja sveitarfélagi Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs. Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að nýtt stjórnskipulag verði tekið í notkun sem kallar á töluverðar breytingar, bæði hjá kjörnum fulltrúum og starfsmönnnum bæjarfélagsins.

Enn jarðskjálftar í Japan

Hús hrundu þegar jarðskjálftar riðu yfir norðurhluta Japans í morgun en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Aðstæður í Japan voru vægast sagt slæmar í morgun þegar skjálftarnir riðu yfir. Yir hundrað þúsund manns hafast við í hjálparskýlum og hús eru illa farin eftir skjálftana um helgina og á mánudaginn.

Funda hjá sáttasemjara á morgun

Samningamenn kennara og sveitarfélaganna hafa verið boðaðir til fundar hjá Ríkissáttasemjara á morgun en þeir áttu fund með sáttasemjara í gær. Eftir þann fund létu þeir ekkert uppi um gang viðræðna. Í dag hittast samningamenn sveitarfélaga og félags skólastjórnenda hjá Ríkissáttasemjara.

Barroso dró tillöguna til baka

Romano Prodi og stjórn hans mun verða áfram við stjórnvölinn innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir að Jose Manuel Barroso, væntanlegur formaður framkvæmdastjórnarinnar, tók til baka tillögu sína um skipun 25 manna stjórnar sambandsins nú fyrir stundu. 

Bílvelta skammt frá Húsavík

Ökumaður bíls slapp lítið meiddur þegar bíllinn valt á hvolf út af þjóðveginum skammt frá Húsavík í gær í krapa og hálku. Maðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Húsavík en útskrifaður eftir aðhlynningu.

Lánuðu Bandaríkjamönnum hertól

Komið er í ljós að norsk stjórnvöld, sem sögðust á sínum tíma vera andvíg innrásinni í Írak, lánuðu Bandaríkjaher laser-ljósabúnað til að velja skotmörk, og ýmis önnur hertól, og sendu þau til Kúveit aðeins nokkrum dögum fyrir innrásina. Málið þykir því hið vandræðalegasta fyrir Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra og ríkisstjórn hans.

Fimmfaldast tekjur af álverinu?

Tekjur Hafnarfjarðarbæjar af álverinu í Straumsvík myndu ríflega fimmfaldast ef fasteignaskattur yrði tekinn upp og álverið verður stækkað eins og fyrirhugað er að gera. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn bæjarráðsmanna Sjálfstæðisflokksins um tekjur af álverinu í Straumsvík og Víkurfréttir greina frá í dag. </font />

Vilja ekki verja Milosevic

Verjendur Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hafa óskað eftir því að verða leystir frá störfum og vilja ekki verja hann lengur í réttarhöldunum yfir honum hjá alþjóðastríðsdómstólnum í Haag. Talsmenn dómstólsins greindu frá þessu í morgun.

Prodi segist halda áfram

Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur samþykkt að gegna starfinu áfram „að svo stöddu“, eins og hann orðaði það, en Jose Manuel Barroso, væntanlegur formaður framkvæmdastjórnarinnar, dró til baka tillögu sína um skipun 25 manna stjórnar sambandsins fyrr í morgun.

Málefnafátækt hjá Bush og Kerry

Málefnafátækt og hörð gagnrýni á andstæðinginn einkennir kosningaáróður þeirra George Bush og Johns Kerrys þessa síðustu daga fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í lykilríkjum er munurinn á fylgi þeirra nánast enginn svo að þeir grípa til örþrifaráða í von um að koma höggi á andstæðinginn.

Skólastjórar enn á fundi

Skólastjórar eru nú á fundi hjá ríkissáttasemjara en samningar þeirra eru lausir eins og samningar kennara. Fundur þeirra hófst klukkan hálf ellefu. Skólastjórar hafa ekki boðað til aðgerða svo sem verkfalls. Næsti fundur í deilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna verður klukkan átta í fyrramálið.

Mikill titringur í Noregi

Komið er í ljós að norsk stjórnvöld, sem sögðust á sínum tíma vera andvíg innrásinni í Írak, lánuðu Bandaríkjaher leysiljósabúnað til að velja skotmörk og sendu þau til Kúveits aðeins nokkrum dögum fyrir innrásina. Mikill titringur er í Noregi vegna málsins.

Almyrkvi í nótt

Almyrkvi á tungli verður í nótt og má búast við mikilfenglegu sjónarspili. Almyrkvi er þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar og jörðin er stödd á milli sólar og tungls.

Fanga neitað um geðhjálp

Stjórn Geðhjálpar segir að dæmdum einstaklingi í fangelsi, sem gert hefur ítrekaðar sjálfsvígstilraunir, sé neitað um nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu. Þess í stað hafi hann verið vistaður í einangrunarklefa í fangelsinu. Stjórnin lýsir þungum áhyggjum vegna úrræðaleysis í málefnum geðsjúkra fanga.

Buttiglione enn fulltrúi Ítalíu

Utanríkisráðherra Ítalíu, Franco Frattini, segir Rocco Buttiglione enn vera fulltrúa Ítalíu í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, mun ræða við Jose Manuel Barroso, væntanlegan formann framkvæmdastjórnarinnar, um deiluna sem upp er risin innan ESB.

Semjið strax!

„Réttið hlut grunnskólans og semjið strax!“ er yfirskrift funda sem haldnir verða í framhaldsskólum milli klukkan 10 og 12 á morgun. Fundarefnið verður yfirstandandi kjaradeila grunnskólans. 

Sviss í Schengen

Sviss gekk í dag formlega inn í Schengen-samtarfið en full þátttaka hefst ekki fyrr en á árinu 2007. Þá tekur Sviss þátt í Dyflinnarsamstarfi Evrópusambandsins ásamt Íslandi og Noregi um hvaða ríki skuli fara með umsókn um pólitískt hæli sem borin er fram í einhverju aðildarríkjanna.

Mótmælafundur á Austurvelli

Eftir tæpa klukkustund, eða klukkan fjögur, hefst mótmælafundur Heimilis og skóla á Austurvelli þar sem verkfalli grunnskólakennara verður mótmælt og hvetja samtökin foreldra og börn til að mæta. Stutt ávörp verða flutt, söngvar sungnir og ljóð um börn lesin upp.

Gæsluvarðhald til 3. desember

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir karlmanni vegna tilraunar til stórfellds fíkniefnasmygls. Maðurinn tengist stóru máli sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu og snýst um umfangsmikið smygl á amfetamíni og LSD meðal annars. Hæstiréttur staðfestir að maðurinn skuli vera í gæslu allt til 3. desember.

Osta- og tímaritaþjófur fær dóm

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega fertugan karlmanna í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela oststykki fyrir 286 krónur og tímariti fyrir 1.425 krónur. Dómurinn er skilorðsbundinn. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og rauf með tímarits- og ostaþjófnaðinum skilorð og var það dæmt með.

Engin leið að spá um úrslitin

Úrslitin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum ráðast að líkindum í nokkrum lykilríkjum og þar er tvísýnan ennþá meiri en annars staðar. Í tveimur þeirra ríkja sem að líkindum munu ráða miklu um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna er engin leið að sjá hvorum vegnar betur.

Ábyrgir feður skora á deiluaðila

Félag ábyrgra feðra skorar á deiluaðila að binda endi á verkfall grunnskólakennara sem fyrst og skorar á alla feður, hvort sem þeir eru í hjónbandi, sambúð eða forsjárlausir, að veita börnum sínum allan mögulegan stuðning á meðan á verkfallinu stendur. 

Flóki drap ekki féð

"Það er rangt að Flóki hafi drepið fé sitt úr hor," segir Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk. Honum er annt um mannorð Hrafna-Flóka sem hafðist við á Brjánslæk í eitt ár á sinni tíð en þá hét Brjánslækur reyndar ekki Brjánslækur heldur eitthvað allt annað eða kannski ekki neitt.

Bolvíkingar gera út togara

Togarinn Kolbeinsey kom til Bolungarvíkur í dag en skipið mun leggja upp hjá Bakkavík í Bolungarvík og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem togari er gerður út frá bæjarfélaginu. Það er GP-útgerð á Patreksfirði sem á skipið og gerði út undir nafninu Hrafnseyri.

Einstök flensutilvik ytra

Inflúensa hefur enn ekki greinst í nágrannalöndunum, nema í einstökum tilvikum, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis hjá Landlæknisembættinu.

Lifrarbólgufaraldur í rénun

Lifrarbólgufaraldur hjá hommum virðist heldur vera í rénun, að því er fram kom í viðtali við Harald Briem sóttvarnalækni hjá Landlæknisembættinu.

500 manns mótmæltu á Austurvelli

Töluverður mannfjöldi, eða um fimm hundruð manns að mati lögreglu, kom saman á fimmta tímanum á Austurvelli þar sem samtökin Heimili og skóli mótmæltu verkfalli grunnskólakennara. Bæði komu þar fullorðnir og börn.

EMC gerir SE-VAR Partner samning við Tæknival

Tæknival og bandaríska fyrirtækið EMC, stærsta fyrirtæki heims á sviði gagnageymslulausna, hafa undirritað samstarfssamning um sölu og þjónustu á EMC búnaði á Íslandi. Tæknival er eina íslenska fyrirtækið sem uppfyllir þær kröfur sem EMC gerir um þjónustu og hefur eitt íslenskra fyrirtækja beinan aðgang að EMC, en alls eru samstarfsfyrirtæki EMC sextíu talsins um heim allan.

Vill breiðari veg og minni hraða

Fjöldi umferðaróhappa hefur orðið á gatnamótum við Suðurlandsveg í nágrenni Reykjavíkur. Bragi Sigurjónsson, bifvélavirkjameistari í Geirlandi við Suðurlandsveg, segist langþreyttur á ástandinu en hann hefur ítrekað kallað eftir úrbætum hjá Vegagerðinni.

5000 hektara svæði brunnið

Sýrlenskum og tyrkneskum slökkviliðsmönnum hefur tekist að ná tökum á miklum skógareldum á landamærum þjóðanna. Einn maður hefur þegar látið lífið af völdum eldanna og fjölmargir slasast.

Kjörmennirnir í kjöraðstöðu

Bandaríkjamenn kjósa á þriðjudaginn 538 kjörmenn sem síðan ákveða hvor sest að í Hvíta húsinu, Bush eða Kerry. Kjörmannakerfið hefur í för með sér að ekki er sjálfgefið að sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær verður forseti.

Flugbann á ákveðnum svæðum

Tvisvar til þrisvar í viku yfir vetrartímann er ákveðnum svæðum í flugumferðarsvæði landsins lokað vegna æfingaflugs Bandaríkjahers, að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar.

Met í fatasöfnun Rauða krossins

Mikil aukning hefur orðið í fatasöfnun Rauða kross Íslands milli ára. Í fyrra söfnuðust 660 tonn af fötum, en nú stefnir í að um 800 tonn safnist á árinu. "Við reiknum með að senda frá okkur svona 75 gáma til útlanda á árinu," segir Örn Ragnarsson, formaður fataflokkunar hjá Rauða krossinum.

Psoriasisfólki bægt frá sundstöðum

Þess eru dæmi að psoriasis-sjúklingum hafi verið meinaður aðgangur að búningsklefum og böðum svo sem í almenningssundlaugum og íþróttahúsum hér á landi, að sögn Guðnýjar Axelsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga.

Tíu prósent hafa þegar kosið

Einn af hverjum tíu líklegum kjósendum í bandarísku forsetakosningunum hafa þegar greitt atkvæði samkvæmt skoðanakönnun fyrir fréttastofu sjónvarpstöðvarinnar ABC. Af þeim greiddu 51 prósent repúblikananum George W. Bush atkvæði en 47 prósent demókratanum John Kerry.

Friðargæslan var í einkaerindum

Yfirmaður íslenska friðargæsluliðsins í Kabúl var að kaupa teppi þegar sjálfsmorðsárás var gerð á friðargæsluliðana sem fylgdu honum. Friðargæsluliðar eru óánægðir með að hafa þurft að leggja sig í hættu af slíku tilefni. Utanríkisráðuneytið gerir engar athugasemdir við ferðir yfirmannsins og hefur engar upplýsingar um óánægjuna.

Baldur til Karolinska

Íslenski prófessorinn, Baldur Sveinbjörnsson, sem starfað hefur við háskólann í Tromsö í Noregi hefur verið ráðinn við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi

Draga misjafnan lærdóm af sögunni

George W. Bush Bandaríkjaforseti og demókratinn John Kerry vitnuðu til starfa fyrrverandi forseta úr röðum demókrata og komust að sömu niðurstöðu, að andstæðingur sinn stæðist engan veginn samanburð við þá.

Fagna reykingabanni

Lungnalæknar fagna áformum heilbrigðisráðherra um að leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um reyklausa vinnustaði, þar á meðal veitinga- og skemmtistaði hér á landi.

Verjandi Milosevic vill hætta

Verjandi Slobodans Milosevic, fyrrum Júgóslavíuforseta, hefur óskað eftir því að vera leystur frá vörn Milosevic. Steven Kay hefur áður kvartað undan því að hann geti ekki varið Milosevic vegna þess að forsetinn fyrrverandi neitar öllu samstarfi við hann auk þess sem hann eigi erfitt með að hafa upp á vitnum sem séu reiðubúin að mæta fyrir rétt.

Geðsjúkur fangi í einangrun

Færa þurfti mjög geðsjúkan fanga frá Sogni í einangrun á Litla - Hrauni, þar sem hann dvaldi í átta daga. Fangelsismálastofnun segir að erfitt sé að fá fanga vistaða á geðdeildum. Þeir hafi jafnvel verið sendir til baka þegar vistun hafi verið reynd. </font /></b />

Framkvæmdastjórnin í uppnámi

Skipan næstu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er í uppnámi eftir að Jose Manuel Barroso dró til baka tillögu sína um skipun stjórnarinnar Þá var ljóst að þingmenn myndu ekki veita framkvæmdastjórninni brautargengi vegna andstöðu þeirra við ítalska frambjóðandann sem fara á með dómsmál í framkvæmdastjórninni.

Bjarga drukknum Írum upp úr á

Drukknir Dyflinarbúar gera slökkviliðsmönnum í írsku höfuðborginni lífið leitt. Ástæðan er sú að í viku hverri stökkva eða falla drukknir einstaklingar fram af göngubrúm sem liggja yfir Liffey-ána sem skiptir miðborg Dyflinar í tvennt.

Stofna nýja Al-Jazeera

Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera byrjar rekstur enskumælandi fréttasjónvarpsstöðvar fyrir lok næsta árs. Að sögn Nigel Parsons, eins stjórnenda fyrirtækisins, verður megináherslan á fréttaflutning frá þróunarlöndum, nokkuð sem stjórnendum Al-Jazeera finnst enskumælandi fréttastöðvar hafa sinnt of lítið.

Tugir bíða fjármálaráðgjafar

Samtals eru nú 54 á biðlista eftir fjármálaráðgjöf hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, að sögn Ástu Helgadóttur forstöðumanns.</font />

Sjá næstu 50 fréttir