Fleiri fréttir

Glæpur skekur fíkniefnalögreglu

Loft var lævi blandið í dómsal 101 í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar sótti ákæruvaldið Hall Hilmarsson, fyrrverandi lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar, til saka. Vitnin gegn honum og um leið ásakendur voru fyrrverandi samstarfsmenn hans hjá fíkniefnadeildinni.

Yfirmaður sakaður um aðgæsluleysi

Friðargæsluliðarnir íslensku sem urðu fyrir sjálfsmorðsárás í Kabúl síðastliðinn laugardag höfðu beðið yfirmanns síns fyrir utan teppaverslun á Chicken street í klukkustund þegar árásin var gerð. Heimildir Fréttablaðsins herma að friðargæsluliðarnir hafi verið uggandi og hafi hafi fjórum sinnum reynt að reka á eftir yfirmanni sínum enda hefði þeim verið ljóst að þessi gata væri talin afar hættuleg.

Risarækjueldi heppnast vel

Fyrsta risarækjan úr tilraunaeldi Orkuveitu Reykjavíkur er fullvaxin og tilbúin til átu. Orkuveitan ætlar nú að ræða við áhugasama sem eru tilbúnir að halda áfram með eldið.

Hert eftirlit í Bandaríkjunum

Milljónir ferðamanna, þar á meðal Íslendingar, verða héðan í frá stöðvaðir við vegabréfeftirlit í Bandaríkjunum og meðal annars tekin af þeim andlitsmynd. Ferðamenn þurfa að framvísa rafrænum vegabréfum með tölvurönd til að komast inn í landið án áritunar. Allt er þetta liður í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Mótmæli á Austurvelli

"Hæ, ég heiti Pálmi. Ég er í fyrsta bekk og mér langar að fara í skólann af því að það er svo gaman þar. Þegar ég fer aftur í skólann þá byrja ég að lækna. Takk fyrir," sagði nemandi í 1. bekk á útifundi Heimilis og skóla á Austurvelli í gær.

Bíða félagsdóms

Áhöfn skipsins Sólbaks starfar undir sérsamningi útgerðar dótturfyrirtækis Brims þar til dómur fellur í félagsdómi.

Miðlunartillaga lausn verkfallsins

Miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara er vænlegasta leiðin til að ljúka verkfalli kennara, segir Gunnar I. Birgisson, formaður menntamálanefndar Alþingis og formaður bæjarráðs Kópavogs.

Ekki meira maraþonþras

Nú væri nóg komið var viðkvæði foreldra og barna sem mótmæltu verkfalli kennara á útifundi Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra á Austurvelli í gær.

ESB í úlfakreppu

Evrópusambandið er í úlfakreppu eftir að Jose Manuel Barroso, tilvonandi forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, hætti á síðustu stundu við að skipa nýja framkvæmdastjórn í dag. Fordómar í garð samkynhneigðra og einstæðra mæðra valda þessari kreppu.

Betra ef Bush ynni

Utanríkismál hafa skipað stóran sess í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að stefna frambjóðendanna tveggja í málaflokknum er ekki svo ýkja ólík. Almennt er talið að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld ef George Bush yrði endurkjörinn.

Arafat meðvitundarlaus

Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, féll niður meðvitundarlaus fyrr í kvöld að því er CNN og Reuters greina frá. Ekki hafa borist fregnir af því hvort hann sé kominn aftur til meðvitundar. Hinn 75 ára gamli Arafat hefur verið mjög heilsulaus undanfarna daga en ekki er vitað nákvæmlega hvað amar að honum.

Lúskraði á konunni og heldur barni

Kjartan Ólafsson, sem var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að misþyrma eiginkonu sinni en fékk enga refsingu, neitar að afhenda konunni barn þeirra hjóna þó konunni hafi verið dæmt forræði til bráðabirgða.

Kærasti misþyrmdi henni hroðalega

Systkini Birgittu Írisar Harðardóttir, sem lést úr of stórum eiturlyfjaskammti á Lindargötu fyrir rúmu ári, segja þrautagöngu hennar hafa byrjað þegar foreldrarnir létust með stuttu millibli þegar Birgitta var 12 ára. Fyrrverandi unnusti, Sverrir Hannesson, fékk þriggja ára fangelsisdóm fyrir að misþyrma Birgittu hroðalega.

Engin sálgæsla fyrir hina dæmdu

Enginn hefur eftirlit með sálarheill þeirra manna sem hljóta þunga dóma og hefja ekki afplánun strax, þótt mikil hætta sé á sjálfsvígi eftir að dómur er kveðinn upp. Fangelsismálastofnun, dómstólar og lögregla segja öll að það sé ekki hlutverk þeirra að sinna slíkri sálgæslu.

Áfram í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhald yfir 48 ára manni, sem skar leigubílstjóra á háls í lok júlí, hefur verið framlengt til áttunda desember.

Fastir á hálendinu

Bandarískir ferðamenn sem ferðuðust um Jökuldali á jeppa sátu fastir í bílnum í nokkuð langan tíma í fyrradag. Einn ferðalanganna gekk í nokkra klukkutíma inn í Landmannalaugar þar sem hann komst í talstöð og náði að kalla á hjálp.

Glerhált fyrir austan

Glerhált var í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum í gær og mikið var um útafakstur sem hafi þó í flestum tilfellum verið minniháttar og ekki komið beint við sögu lögreglunnar.

Fartölvu stolið

Fartölvu var stolið úr bíl sem stóð við sundlaugina við Glerárskóla á Akureyri.

Psóríasis veldur miklum óþægindum

Langflestir psóríasissjúklingar verða fyrir verulegum óþægindum af völdum sjúkdómsins og haga daglegu lífi sínu eftir dyntum hans. Þetta sýna nýjar rannsóknir sem kynntar voru í dag.

Harma ásakanir á embættismenn

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og byggingarnefnd fengu ekki að leggja fram bókun í nefndinni í gær, þar sem ásakanir R-listans á einstaka embættismenn borgarinnar í fjölmiðlum voru harmaðar.

Koizumi lætur ekki undan þrýstingi

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ætlar ekki að láta undan þrýstingi íraskra mannræningja sem hafa hótað að taka 24 ára gamlan Japana af lífi ef japanskir friðargæsluliðar fara ekki úr landinu.

Spánverjar vilja Gíbraltar

Utanríkisráðherrar Spánar og Bretlands munu ræða framtíð Gíbraltar á fundi sínum í Madríd í fyrsta skiptið síðan árið 2002. Löndin hafa deilt um yfirráð yfir Gíbraltar í 300 ár.

Fundu nýja tegund fornmanna

Vísindamenn telja sig hafa fundið nýja tegund manna á Indónesísku eyjunni Flores. Talið er að tegundin hafi verið uppi á sama tíma og homo sapiens en dáið út fyrir um 12 þúsund árum. Nýja tegundin hefur hlotið nafnið homo floresiensis.

Hefur hvarf sprengiefnanna áhrif

Hvarf hátt í fjögur hundruð tonna af mjög öflugu sprengiefni úr vopnageymslu í Írak, sem meðal annars má nota til að koma af stað kjarnasprengju, er að verða hitamál í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. John Kerry sakar Bush forseta um að stefna hernámsliðinu í hættu með því að hafa ekki látið hafa gætur á geymslunni.

Voru efnin horfin fyrir löngu?

Fréttalið frá NBC fréttastofunni greindi í morgun frá því að sprengiefnin, sem geymd voru í al-Qaqaa vopnageymslunni í Írak og eru horfin, hafi verið horfin þaðan þegar hópurinn kom þangað í fylgd með bandarískum hermönnum daginn eftir að Bagdad féll í hendur innrásarliðsins.

Fundur á eftir

Deilendur í kennaradeilunni hafa verið boðaðir til fundar hjá Ríkissáttasemjara í dag, meira en viku fyrr en ætlað var. Samninganefnd grunnskólakennara, stjórn Kennarasambandsins og formenn svæðafélaga áttu með sér fjögurra klukkustunda fund í gær og ætlar samninganefndin að halda undirbúningsfund fyrir hádegi.

Kolmunnaveiðin á uppleið

Kolmunnaveiðin fyrir austan land hefur glæðst á ný, svo um munar, og hafa að minnsta kosti sex skip landað afla á Seyðisfirði og í Neskaupsstað síðustu þrjá sólarhringana. Landað hefur verið víðar og segja sjómenn að mokveiði sé á miðunum. Um tíma virtist botninn dottinn úr veiðunum og fundu skipin ekkert, þrátt fyrir mikla leit, en nú hefur ræst úr á ný.

Í hungurverkfalli í dómkirkju

Þrettán flóttamenn frá Eþíópíu, sem hafa dvalið í búðum fyrir flóttamenn í Noregi í þrjú ár, án þess að fá landvistarleyfi, settust að í dómkirkjunni í Oslo í gærkvöldi og hófu þar hugurverkfall. Fólkinu hefur verið gert að yfirgefa Noreg en það berst fyrir landvist sinni með þessum hætti.

Arafat fær leyfi til flutnings

Ísraelar hafa gefið Yasser Arafat leyfi til að yfirgefa Vesturbakkann til að gangast undir læknisaðgerð. Þessar fregnir gefa til kynna að veikindi Arafats séu alvarleg. Palestínskir embættismenn segja hins vegar að Arafat sé að jafna sig eftir flensu og að hann muni ekki þiggja boð Ísraelsmanna.

Lækkaði um 3%

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni lækkaði um tæp 3% í gær, sem er með því mesta sem gerist á einum degi. Þetta jafngildir því að markaðsvirði fyrirtækja í úrvalsvísitölunni hafi lækkað um tuttugu og níu milljarða króna.

Sluppu ómeiddir úr eldi

Þrír skipverjar á hraðfiskibátnum Ósk KE sluppu ómeiddir þegar eldur kom upp í stýrishúsi bátsins í gærkvöldi þegar hann var staddur um tólf sjómílur vestur af Garðskaga. Við það drapst á vél bátsins og stýrisbúnaður varð óvirkur, en skipverjum tókst að slökkva eldinn. Fiskibáturinn Happadís tók Ósk í tog, en vél hennar bilaði áður en til lands var komið.

Björn Ingi ráðinn Sparisjóðsstjóri

Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar hefur ráðið Björn Inga Sveinsson byggingaverkfræðing sparisjóðsstjóra frá næstu áramótum. Hann hefur meðal annars starfað sem verkfræðilegur ráðgjafi í Kaliforníu og verið forstjóri vélafarmleiðslufyrirtækisins Silfurtúns i Garðabæ. Þá hefur Björn Ingi verið borgarverkfærðingur fá því í ágúst í fyrra.

Brunum út frá sjónvarpi fjölgar

Brunum vegna sjónvarpstækja fjölgar ört og eru þeir að verða álíka margir og brunar út frá eldavélum, sem hafa verið algengasti brunavaldur á heimilum í mörg ár. Þetta kemur fram í samantekt Löggildingarstofu, sem byggð er á rannsóknum á 80 brunum í fyrra.

Vísitalan lækkaði um 3 prósent

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni lækkaði um tæp þrjú prósent í gær, sem er með því mesta á einum degi og hefur hún ekki lækkað meira á einum degi síðan í maí árið 2001. Þessa mikla lækkun jafngildir því að markaðsvirði fyrirtækja í úrvalsvísitölunni hafi lækkað um tuttugu og níu milljarða króna á einum degi.

Sálfræðingar segja velferð í hættu

Fulltrúar deilenda í kennaradeilunni hafa verið boðaðir til viðræðna við ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag og samninganefndirnar hafa svo verið boðaðar til fundar í framhaldinu. Svartsýni er í búðum beggja. Félag sálfræðinga segir velferð barna í hættu.

Ísraelar leyfa flutning Arafats

Heilsufar Jassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, hefur enn og aftur dregið athyglina að aðstæðum Arafats sem hefur setið í nokkurs konar sjálfsskipuðu stofufangelsi í hálft þriðja ár.

Göngunum lokað í 20 mínútur

Hvalfjarðargöngunum var lokað í um það bil tuttugu mínútur um níuleytið í morgun vegna áreksturs tveggja bíla þar. Annar hafði orðið bensínlaus nálægt norðurenda ganganna, en hinn ók aftan á hann. Engan sem í bílunum voru sakaði.

Chirac og Schröder ræða um Tyrki

Jacques Chirac, frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýsklands hitta í dag Tayyp Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands til þess að ræða hugsanlega aðild Tyrkja að Evrópusambandinu. Báðir eru þeir Chirac og Schröder mjög hlynntir aðild Tyrkja að sambandinu og Erdogan veit sem er að álit þeirra mun vega þungt þegar aðild Tyrkja verður tekin fyrir í desember.

Aðstoðarmaður Zarqawis drepinn

Náinn aðstoðarmaður Jórdanska skæruliðans Abu Musabs Al-Zarqawi var drepinn í árásum Bandaríkjamanna á Fallujah í gær. Bandaríkjamenn skutu á hús í eigu Zarqawis, þar sem aðstoðarmaðurinn hélt til með fyrrgreindum afleiðingum. Þeir beita nú öllum tiltækum ráðum til þess að ráða Zarqawi af dögum og hafa sett 25 milljónir bandaríkjadala til höfuðs honum.

Clinton á fullt skrið

„Ef þetta er ekki gott fyrir hjartað, þá er það varla neitt," sagði Bill Clinton um kosningafund sem hann tók þátt í með John Kerry í Philadelphiu í gær. Forsetinn fyrrverandi kom í gær fram opinberlega í fyrsta sinn síðan hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir rúmum tveim mánuðum og gagnrýndi George Bush harðlega við það tækifæri.

Barosso óttast höfnun

Jose Manuel Barosso, tilvonandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir sambandið komið í uppnám ef Evrópuþingið hafnar 24 manna framkvæmdastjórn hans, eins og töluverðar líkur eru á. Sérstaklega er það tilnefning Ítalans Rocco Buttiglione sem yfirmanns dómsmála, sem fer fyrir brjóstið á þingmönnum Evrópu

Tæplega 80 létust

Tæplega áttatíu manns tróðust til bana í mótmælum sem brutust út í Suður Taílandi í gær. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan lögreglustöð í borginni Pattani til að krefjast þess að sex fangar sem sakaðir eru um samstarf við skæruliða múslima yrðu látnir lausir.

Ætla að hætta með dollara

Kúbanar hyggjast hætta viðskiptum með bandaríkjadali frá og með 8. nóvember, vegna ákvörðunar Bandaríkjamanna að herða enn á viðskiptabanni við Kúbu. Bandaríkjadalir hafa verið notaðir á Kúbu síðan 1993, en nú verður hætt að taka við þeim, auk þess sem Kúbanar sem ætla erlendis þurfa að borga 10% skatt af dollurum.

Ættmenni vilja hann ekki

Sjö frændur og frænkur George Bush hafa sett á fót heimasíðu þar sem fólk er hvatt til þess að kjósa hann ekki. Ættingjarnir, sem skildir eru forsetanum í þriðja ættlið, en hafa aldrei hitt hann, segja nausynlegt að lækna Bandaríkin af veikindunum sem þau hafi þjáðst af síðan Bush tók við völdum árið 2000.

Sjá næstu 50 fréttir