Fleiri fréttir Volvo S40 valinn besti bíllinn Volvo S40 er bíll ársins á Íslandi að mati nýstofnaðs Bandalags íslenskra bílablaðamanna. 15.10.2004 00:01 Nítján undanþágubeiðnum hafnað Aðeins ein undanþágubeiðni var samþykkt á fundi undanþágunefndar kennara og sveitarfélaga í gærkvöldi. Nítján var hafnað og afgreiðslu á einni var frestað vegna skorts á upplýsingum. 14.10.2004 00:01 Snúið við vegna sprengjuhótunar Farþegaflugvél Virgin-flugfélagsins var snúið aftur til Standsted-flugvallar fyrr í morgun vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leiðinni til Hong Kong frá Heathrow-flugvellinum í London og voru 233 um borð í vélinni. 14.10.2004 00:01 Hótaði lögreglu með hníf Innbrotsþjófur í bíla dró upp hníf og hótaði lögreglumönnum þegar hann var kominn í sjálfheldu lögreglunnar í Bústaðahverfi í nótt. Ekki kom þó til þess að hann beitti hnífnum því þegar lögreglumenn dróu upp kylfur, og skipuðu honum að leggja frá sér hnífinn, gerði hann það. 14.10.2004 00:01 Tókust á af hörku Tekist var á af hörku um innanríkismál og velferðakerfið í síðustu kappræðum forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna í nótt. Milljónir manna fylgdust með kappræðunum sem voru fyrirfram taldar geta haft talsverð áhrif á fylgi frambjóðendanna. Hvorugur var þó sigurvegari samkvæmt skyndikönnunum að kappræðunum loknum og margir eru enn óákveðnir. 14.10.2004 00:01 Engin hreyfing á skipunum Engin hreyfing var á rússnesku herskipunum sjö út af Þistilfirði í nótt svo vitað sé. Talsmenn flotans segjast ætla að halda á brott á sunnudag en frekari skýringar hafa þeir ekki gefið á ferðum sínum hér við land. 14.10.2004 00:01 Geimskot í Kasakstan Allt gekk að óskum þegar Rússar skutu geimflaug á loft frá Baikonur í Kasakstan í morgun. Um borð eru rússneskir og bandarískir geimfarar og er förinni heitið að alþjóðlegu geimstöðinni. 14.10.2004 00:01 Veturinn minnir á sig Veturinn minnti á sig á heiðum á Vestfjörðum í gærkvöldi með snjókomu og ófærð. Fólk sem átti leið um Hrafnseyrarheiði festi bíl sinn og var kallað á hjálparsveit frá Flateyri til að hjálpa fólkinu til byggða og gekk það vel. Slabb og krapi er á vegum á láglendi en þæfingur kann að vera sumstaðar á heiðum. 14.10.2004 00:01 Norsk stúlka lést af ofneyslu Íbúar í Bergen í Noregi eru slegnir vegna fréttar um að þrettán ára stúlka hafi látist vegna ofneyslu lyfja sem hún og vinkona hennar komust yfir hjá fíkniefnasölum um helgina. Lyfin voru í töfluformi og tóku stúlkurnar ótæpilega inn af þeim með þessum hörmulegu afleiðingum. 14.10.2004 00:01 ASÍ ósamkvæmt sjálfu sér Óskari Stefánssyni, formanni Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, finnst sérkennilegt að Alþýðusambandið beiti sér gegn samningum Sólbaksmanna fyrst að sambandið aðhafðist ekki þegar samið var framhjá Sleipni á sínum tíma. 14.10.2004 00:01 Hagnaður ríkissjóðs 1 milljarður Óvæntur hagnaður ríkissjóðs af eldsneytishækkunum á heimsmarkaði á þessu ári gæti orðið allt að einn milljarður króna vegna innheimtu virðisaukaskatts af hverjum eldsneytislítra. Frá áramótum hefur bensínlítrinn hækkað um rúmar þrettán krónur og gasolíulítrinn um um það bil ellefu krónur. 14.10.2004 00:01 Öflugar sprengingar í Bagdad Átta manns féllu og minnst fjórir særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu í miðborg Bagdad í Írak fyrir stundu. Að sögn sjónarvotta er þykkur reykmökkur yfir svæðinu. 14.10.2004 00:01 Sorpfjallið of hátt Óðum styttist í að Sorpstöð Suðurlands verði lokað, eins og staðan er í dag. 14.10.2004 00:01 Grásleppuskúrarnir standi Unnið er varðveislu gömlu grásleppuskúranna við Ægisíðu sem þar hafa staðið í áratugi. Sagnfræðingar og embættismenn borgarinnar eru sammála um gildi skúranna fyrir menningarsögu borgarinnar. Hætt var að róa frá Ægisíðunni fyrir fimm árum. </font /></b /> 14.10.2004 00:01 Sjöundi maðurinn handtekinn Sjöundi maðurinn var handtekinn í gær vegna rannsóknar á umfangsmiklu smygli á kókaíni, amfetamíni og LSD með Dettifossi. Tveimur hefur verið sleppt úr haldi. 14.10.2004 00:01 Hissa á fjárfestingum Símans Landssíminn ræður nú rúmum helmingshlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Allt er enn óljóst um hvort Síminn verður seldur á næstunni. Þingflokksformaður Framsóknar segist enn sem fyrr hissa á fjárfestingum Símans. Formaður Samfylkingar segir Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína til að ná undirtökunum á fjölmiðlamarkaði. 14.10.2004 00:01 ÍBR á móti sameiningunni Stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur og forysta íþróttafélaganna í Reykjavík leggjast gegn því að málaflokkurinn íþrótta- og tómstundamál verði sameinaður menningarmálum í tengslum við stjórnkerfisbreytingar hjá Reykjavíkurborg. 14.10.2004 00:01 Misskildi stjórnin kjarasamninga? Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins segir að ríkisstjórnin hafi annaðhvort misskilið kjarasamninga eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Hann óttast að núgildandi kjarasamningum verði sagt upp í lok næsta árs eða í byrjun árs 2006. 14.10.2004 00:01 Auglýsingar verðlaunaðar Lyfjafyrirtækið Actavis og auglýsingastofan Hvíta húsið hafa unnið til viðurkenningar frá The Global Awards fyrir auglýsingaherferðina Creating Value in Pharmaceauticals. 14.10.2004 00:01 Ráðherra getur ekki setið hjá Foreldrasamtök undirbúa nú umfangsmiklar aðgerðir vegna kennaraverkfallsins. Heimili og skóli eru að undirbúa auglýsingaherferð í blöðum og útvarpi þar sem foreldrar eru hvattir til að grípa til aðgerða. María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla, segir menntamálaráðherra ekki getað setið hjá lengur. 14.10.2004 00:01 Kalla eftir aðgerðum SÞ Frjálsu félagasamtökin í Palestínu (PNGO) hafa sent frá sér ákall til Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um að skerast í leikinn og stöðva árásir Ísraelshers á palestínsku þjóðina. Árásir hafa staðið á norðanverðu Gaza-svæðinu síðan 28. september síðastliðinn. 14.10.2004 00:01 Stefnumótun í áfengismálum Norrænu forsætisráðherrarnir hafa beint því verkefni til félags- og heilbrigðisráðherranna, að þeir undirbúi vettvang þar sem þeir geti unnið sameiginlega, meðal annars innan ESB og WHO, þegar um stefnumótun í áfengismálum er að ræða. 14.10.2004 00:01 Búbót af álaveiðum Kjartan Halldórsson, fiskverkandi og fisksali í fiskbúðinni Sægreifanum í Reykjavík auglýsir eftir bændum til að veiða fyrir sig ál, að því er frá greinir í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. 14.10.2004 00:01 Atvinnulausum fækkar 2,6 prósent landsmanna voru atvinnulaus í september og hefur ekki lækkað meira milli mánaða mjög lengi. Atvinnulausir eru nú færri en á sama tíma fyrir ári. 14.10.2004 00:01 Sjö fórust í Kanada Flutningavél með sjö manna áhöfn fórst í Halifax í Nova Scotia í morgun. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak og hafnaði í skóglendi skammt frá borginni þar sem kviknaði í henni. Vélin var skráð í Ghana en talsmaður flugfélagsins segir enn of snemmt að segja til um orsök slyssins. 14.10.2004 00:01 Lögreglan afhendir ekki myndband Barnaverndarstofa hefur óskað eftir umsögn Persónuverndar vegna tregðu Lögreglustjórans í Reykjavík við að afhenda myndbandsupptökur af skýrslutökum í kynferðisafbrotamálum. 14.10.2004 00:01 Kínverji gekk berserksgang Karlmaður gekk berserksgang eftir að hafa tapað hundruð milljónum í spilavíti í Kína, stakk eiginkonu sína til bana og kveikti í íbúð sinni. Eldurinn breiddist út til nærliggjandi íbúða en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga þremur sem festust í brennandi húsinu. 14.10.2004 00:01 Endurkjör Bush þýðir klofning Franski blaðamaðurinn og stjórnmálaskýrandinn Jacques Julliard segir að mikið sé í húfi fyrir framtíðarsamskipti Evrópu og Bandaríkjanna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann segist ekki hafa séð aðrar eins vinsældir og hjá John Kerry frá því Kennedy var og hét. </font /></b /> 14.10.2004 00:01 Borgarstjóri kannar mengun Þórólfur Árnason, borgarstjóri, hefur falið Umhverfis- og heilbrigðisstofu borgarinnar að fjalla um opið bréf Odds Benediktssonar, prófessors, þar sem kemur fram að losun brennisteinstvíildis á höfuðborgarsvæðinu muni nær tvöfaldast á næstu árum. 14.10.2004 00:01 Framsókn norður vill úr R-listanum Félagar í Framsóknarflokknum í Reykjavík virðast í auknum mæli vilja framboð B-lista í næstu borgarstjórnarkosningum. Forystumaður vill ekki framboð undir merkjum Reykjavíkurlista. 14.10.2004 00:01 Ábendingar um barnaklám hér Fjórtán ábendingar um barnaklám, sem vistað er í tölvum á Íslandi, bárust Barnaheill á fyrstu sex mánuðum ársins. Tíu slíkar bárust á sama tíma í fyrra. 14.10.2004 00:01 Sviðið seiðar Börn fylltu Samkomuhúsið á Akureyri í gær þegar skráð var í áheyrnarprufur fyrir söngleikinn um Óliver Tvist sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir um jólin. 14.10.2004 00:01 Íslendingar vinna hjá flugfélaginu Átta til níu íslenskir flugvirkjar vinna hjá flugfélagi vélarinnar sem fórst í Halifax í Kanada í morgun. Georg Þorkelsson, yfirmaður flugfélagsins í Lúxemborg, staðfestir við vefrit Morgunblaðsins að enginn Íslendingur hefði verið um borð. 14.10.2004 00:01 Orkan ætlar fyrir dómstóla Orkan ætlar að leita réttar síns fyrir dómstólum, að sögn Gunnars Skaptasonar forstjóra, ef samkeppnisyfirvöld halda því til streitu að fyrirtækið hætti að auglýsa með þeim hætti sem það hefur gert. 14.10.2004 00:01 Grænt ljós á rafskautaverksmiðju Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugaða byggingu rafskautaverksmiðju í Hvalfirði með skilyrðum. Kapla hf. sótti um að reisa verksmiðjuna á Katanesi, austan við álver Norðuráls. Hún verður rúmir 17.000 fermetrar og um 50 metra há þar sem hún rís hæst. 14.10.2004 00:01 Höfum verið illilega plataðir Stjórnarformaður Sorpstöðvar Suðurlands segir stjórnina hafa verið allillilega plataða þegar hún var fengin til að draga til baka kæru vegna milljóna króna dagsekta á hendur stöðinni. Sveitarstjórn Ölfuss hefur hótað að segja sig úr Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. 14.10.2004 00:01 Stálu fjölda DVD mynda Brotist var inn í Bónusvideo við Geislagötu á Akureyri í fyrrinótt og þaðan stolið fjölda dvd mynda auk einhverra smámuna. 14.10.2004 00:01 Tekjur ríkis af bensíni aukast Tekjur ríkissjóðs hafa hækkað í réttu samhengi við tíðar bensínverðshækkanir á árinu. Greiddur er virðisaukaskattur af bensíni og dísílolíu og nemur hann 24,5 prósentum. Verð á bensínlítra hefur hækkað um 13 krónur frá áramótum og á dísílolíu um 11 krónur. 14.10.2004 00:01 Einangrunarmúrinn rofinn Þess eru dæmi að fólk hafi útskrifast úr háskóla með aðstoð samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Geðhjálpar. Einn nemenda segir að námið sé sér svo mikils virði, að án þess væri hann kominn "sjö fet ofan í jörðina." </font /></b /> 14.10.2004 00:01 Aflinn minni en í fyrra Íslensk skip veiddu 62.800 tonn í september sem er um þrjátíu og tveimur þúsundum minna en á sama tíma í fyrra. Verðmæti fiskaflans dróst saman um 8,8 prósent. Heildarverðmæti fiskafla það sem af er árinu hefur dregist saman um 1,1 prósent frá áramótum miðað við sama tímabil í fyrra. 14.10.2004 00:01 Hörð átök um 65 fatlaða nemendur Hörð átök hafa verið um undanþágubeiðir vegna 65 mikið fatlaðra barna, sem hefur verið synjað í kennaraverkfalli. Fulltrúi launanefndar sveitarfélaganna í undanþágunefnd segir að þar séu "einsleit mál afgreidd með mismunandi hætti á sérkennilegum forsendum." </font /></b /> 14.10.2004 00:01 Teymisvinna getur verið tímasóun Teymisvinna í heilbrigðiskerfinu getur auðveldlega verið tímasóun, ef slíkar aðstæður eru fyrir hendi, segir Lárus Steinþór Guðmundsson, formaður Samtaka heilbrigðisstétta. </font /> 14.10.2004 00:01 Veikir ekki reknir á sjó "Við höfum aldrei rekið mann út á sjó sem er með vottorð upp á veikindi og held við förum ekki að taka upp á því núna," segir Andrés Guðmundsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni-Fiskanesi. 14.10.2004 00:01 Risastafur á Miklatúni Settur verður upp 10 metra hár hvítur stafur á Miklatúni í Reykjavík í dag í tilefni af degi hvíta stafsins, alþjóðlegum baráttudegi blindra og sjónskertra, en hann er haldinn hátíðlegur 15. október ár hvert. 14.10.2004 00:01 Vínveitingar leyfðar í Egilshöll Borgarráð samþykkti í dag að veita Sportbitanum í Egilshöll vínveitingaleyfi til reynslu í eitt ár. Þrír borgarráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. 14.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Volvo S40 valinn besti bíllinn Volvo S40 er bíll ársins á Íslandi að mati nýstofnaðs Bandalags íslenskra bílablaðamanna. 15.10.2004 00:01
Nítján undanþágubeiðnum hafnað Aðeins ein undanþágubeiðni var samþykkt á fundi undanþágunefndar kennara og sveitarfélaga í gærkvöldi. Nítján var hafnað og afgreiðslu á einni var frestað vegna skorts á upplýsingum. 14.10.2004 00:01
Snúið við vegna sprengjuhótunar Farþegaflugvél Virgin-flugfélagsins var snúið aftur til Standsted-flugvallar fyrr í morgun vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leiðinni til Hong Kong frá Heathrow-flugvellinum í London og voru 233 um borð í vélinni. 14.10.2004 00:01
Hótaði lögreglu með hníf Innbrotsþjófur í bíla dró upp hníf og hótaði lögreglumönnum þegar hann var kominn í sjálfheldu lögreglunnar í Bústaðahverfi í nótt. Ekki kom þó til þess að hann beitti hnífnum því þegar lögreglumenn dróu upp kylfur, og skipuðu honum að leggja frá sér hnífinn, gerði hann það. 14.10.2004 00:01
Tókust á af hörku Tekist var á af hörku um innanríkismál og velferðakerfið í síðustu kappræðum forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna í nótt. Milljónir manna fylgdust með kappræðunum sem voru fyrirfram taldar geta haft talsverð áhrif á fylgi frambjóðendanna. Hvorugur var þó sigurvegari samkvæmt skyndikönnunum að kappræðunum loknum og margir eru enn óákveðnir. 14.10.2004 00:01
Engin hreyfing á skipunum Engin hreyfing var á rússnesku herskipunum sjö út af Þistilfirði í nótt svo vitað sé. Talsmenn flotans segjast ætla að halda á brott á sunnudag en frekari skýringar hafa þeir ekki gefið á ferðum sínum hér við land. 14.10.2004 00:01
Geimskot í Kasakstan Allt gekk að óskum þegar Rússar skutu geimflaug á loft frá Baikonur í Kasakstan í morgun. Um borð eru rússneskir og bandarískir geimfarar og er förinni heitið að alþjóðlegu geimstöðinni. 14.10.2004 00:01
Veturinn minnir á sig Veturinn minnti á sig á heiðum á Vestfjörðum í gærkvöldi með snjókomu og ófærð. Fólk sem átti leið um Hrafnseyrarheiði festi bíl sinn og var kallað á hjálparsveit frá Flateyri til að hjálpa fólkinu til byggða og gekk það vel. Slabb og krapi er á vegum á láglendi en þæfingur kann að vera sumstaðar á heiðum. 14.10.2004 00:01
Norsk stúlka lést af ofneyslu Íbúar í Bergen í Noregi eru slegnir vegna fréttar um að þrettán ára stúlka hafi látist vegna ofneyslu lyfja sem hún og vinkona hennar komust yfir hjá fíkniefnasölum um helgina. Lyfin voru í töfluformi og tóku stúlkurnar ótæpilega inn af þeim með þessum hörmulegu afleiðingum. 14.10.2004 00:01
ASÍ ósamkvæmt sjálfu sér Óskari Stefánssyni, formanni Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, finnst sérkennilegt að Alþýðusambandið beiti sér gegn samningum Sólbaksmanna fyrst að sambandið aðhafðist ekki þegar samið var framhjá Sleipni á sínum tíma. 14.10.2004 00:01
Hagnaður ríkissjóðs 1 milljarður Óvæntur hagnaður ríkissjóðs af eldsneytishækkunum á heimsmarkaði á þessu ári gæti orðið allt að einn milljarður króna vegna innheimtu virðisaukaskatts af hverjum eldsneytislítra. Frá áramótum hefur bensínlítrinn hækkað um rúmar þrettán krónur og gasolíulítrinn um um það bil ellefu krónur. 14.10.2004 00:01
Öflugar sprengingar í Bagdad Átta manns féllu og minnst fjórir særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu í miðborg Bagdad í Írak fyrir stundu. Að sögn sjónarvotta er þykkur reykmökkur yfir svæðinu. 14.10.2004 00:01
Sorpfjallið of hátt Óðum styttist í að Sorpstöð Suðurlands verði lokað, eins og staðan er í dag. 14.10.2004 00:01
Grásleppuskúrarnir standi Unnið er varðveislu gömlu grásleppuskúranna við Ægisíðu sem þar hafa staðið í áratugi. Sagnfræðingar og embættismenn borgarinnar eru sammála um gildi skúranna fyrir menningarsögu borgarinnar. Hætt var að róa frá Ægisíðunni fyrir fimm árum. </font /></b /> 14.10.2004 00:01
Sjöundi maðurinn handtekinn Sjöundi maðurinn var handtekinn í gær vegna rannsóknar á umfangsmiklu smygli á kókaíni, amfetamíni og LSD með Dettifossi. Tveimur hefur verið sleppt úr haldi. 14.10.2004 00:01
Hissa á fjárfestingum Símans Landssíminn ræður nú rúmum helmingshlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Allt er enn óljóst um hvort Síminn verður seldur á næstunni. Þingflokksformaður Framsóknar segist enn sem fyrr hissa á fjárfestingum Símans. Formaður Samfylkingar segir Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína til að ná undirtökunum á fjölmiðlamarkaði. 14.10.2004 00:01
ÍBR á móti sameiningunni Stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur og forysta íþróttafélaganna í Reykjavík leggjast gegn því að málaflokkurinn íþrótta- og tómstundamál verði sameinaður menningarmálum í tengslum við stjórnkerfisbreytingar hjá Reykjavíkurborg. 14.10.2004 00:01
Misskildi stjórnin kjarasamninga? Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins segir að ríkisstjórnin hafi annaðhvort misskilið kjarasamninga eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Hann óttast að núgildandi kjarasamningum verði sagt upp í lok næsta árs eða í byrjun árs 2006. 14.10.2004 00:01
Auglýsingar verðlaunaðar Lyfjafyrirtækið Actavis og auglýsingastofan Hvíta húsið hafa unnið til viðurkenningar frá The Global Awards fyrir auglýsingaherferðina Creating Value in Pharmaceauticals. 14.10.2004 00:01
Ráðherra getur ekki setið hjá Foreldrasamtök undirbúa nú umfangsmiklar aðgerðir vegna kennaraverkfallsins. Heimili og skóli eru að undirbúa auglýsingaherferð í blöðum og útvarpi þar sem foreldrar eru hvattir til að grípa til aðgerða. María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla, segir menntamálaráðherra ekki getað setið hjá lengur. 14.10.2004 00:01
Kalla eftir aðgerðum SÞ Frjálsu félagasamtökin í Palestínu (PNGO) hafa sent frá sér ákall til Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um að skerast í leikinn og stöðva árásir Ísraelshers á palestínsku þjóðina. Árásir hafa staðið á norðanverðu Gaza-svæðinu síðan 28. september síðastliðinn. 14.10.2004 00:01
Stefnumótun í áfengismálum Norrænu forsætisráðherrarnir hafa beint því verkefni til félags- og heilbrigðisráðherranna, að þeir undirbúi vettvang þar sem þeir geti unnið sameiginlega, meðal annars innan ESB og WHO, þegar um stefnumótun í áfengismálum er að ræða. 14.10.2004 00:01
Búbót af álaveiðum Kjartan Halldórsson, fiskverkandi og fisksali í fiskbúðinni Sægreifanum í Reykjavík auglýsir eftir bændum til að veiða fyrir sig ál, að því er frá greinir í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. 14.10.2004 00:01
Atvinnulausum fækkar 2,6 prósent landsmanna voru atvinnulaus í september og hefur ekki lækkað meira milli mánaða mjög lengi. Atvinnulausir eru nú færri en á sama tíma fyrir ári. 14.10.2004 00:01
Sjö fórust í Kanada Flutningavél með sjö manna áhöfn fórst í Halifax í Nova Scotia í morgun. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak og hafnaði í skóglendi skammt frá borginni þar sem kviknaði í henni. Vélin var skráð í Ghana en talsmaður flugfélagsins segir enn of snemmt að segja til um orsök slyssins. 14.10.2004 00:01
Lögreglan afhendir ekki myndband Barnaverndarstofa hefur óskað eftir umsögn Persónuverndar vegna tregðu Lögreglustjórans í Reykjavík við að afhenda myndbandsupptökur af skýrslutökum í kynferðisafbrotamálum. 14.10.2004 00:01
Kínverji gekk berserksgang Karlmaður gekk berserksgang eftir að hafa tapað hundruð milljónum í spilavíti í Kína, stakk eiginkonu sína til bana og kveikti í íbúð sinni. Eldurinn breiddist út til nærliggjandi íbúða en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga þremur sem festust í brennandi húsinu. 14.10.2004 00:01
Endurkjör Bush þýðir klofning Franski blaðamaðurinn og stjórnmálaskýrandinn Jacques Julliard segir að mikið sé í húfi fyrir framtíðarsamskipti Evrópu og Bandaríkjanna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann segist ekki hafa séð aðrar eins vinsældir og hjá John Kerry frá því Kennedy var og hét. </font /></b /> 14.10.2004 00:01
Borgarstjóri kannar mengun Þórólfur Árnason, borgarstjóri, hefur falið Umhverfis- og heilbrigðisstofu borgarinnar að fjalla um opið bréf Odds Benediktssonar, prófessors, þar sem kemur fram að losun brennisteinstvíildis á höfuðborgarsvæðinu muni nær tvöfaldast á næstu árum. 14.10.2004 00:01
Framsókn norður vill úr R-listanum Félagar í Framsóknarflokknum í Reykjavík virðast í auknum mæli vilja framboð B-lista í næstu borgarstjórnarkosningum. Forystumaður vill ekki framboð undir merkjum Reykjavíkurlista. 14.10.2004 00:01
Ábendingar um barnaklám hér Fjórtán ábendingar um barnaklám, sem vistað er í tölvum á Íslandi, bárust Barnaheill á fyrstu sex mánuðum ársins. Tíu slíkar bárust á sama tíma í fyrra. 14.10.2004 00:01
Sviðið seiðar Börn fylltu Samkomuhúsið á Akureyri í gær þegar skráð var í áheyrnarprufur fyrir söngleikinn um Óliver Tvist sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir um jólin. 14.10.2004 00:01
Íslendingar vinna hjá flugfélaginu Átta til níu íslenskir flugvirkjar vinna hjá flugfélagi vélarinnar sem fórst í Halifax í Kanada í morgun. Georg Þorkelsson, yfirmaður flugfélagsins í Lúxemborg, staðfestir við vefrit Morgunblaðsins að enginn Íslendingur hefði verið um borð. 14.10.2004 00:01
Orkan ætlar fyrir dómstóla Orkan ætlar að leita réttar síns fyrir dómstólum, að sögn Gunnars Skaptasonar forstjóra, ef samkeppnisyfirvöld halda því til streitu að fyrirtækið hætti að auglýsa með þeim hætti sem það hefur gert. 14.10.2004 00:01
Grænt ljós á rafskautaverksmiðju Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugaða byggingu rafskautaverksmiðju í Hvalfirði með skilyrðum. Kapla hf. sótti um að reisa verksmiðjuna á Katanesi, austan við álver Norðuráls. Hún verður rúmir 17.000 fermetrar og um 50 metra há þar sem hún rís hæst. 14.10.2004 00:01
Höfum verið illilega plataðir Stjórnarformaður Sorpstöðvar Suðurlands segir stjórnina hafa verið allillilega plataða þegar hún var fengin til að draga til baka kæru vegna milljóna króna dagsekta á hendur stöðinni. Sveitarstjórn Ölfuss hefur hótað að segja sig úr Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. 14.10.2004 00:01
Stálu fjölda DVD mynda Brotist var inn í Bónusvideo við Geislagötu á Akureyri í fyrrinótt og þaðan stolið fjölda dvd mynda auk einhverra smámuna. 14.10.2004 00:01
Tekjur ríkis af bensíni aukast Tekjur ríkissjóðs hafa hækkað í réttu samhengi við tíðar bensínverðshækkanir á árinu. Greiddur er virðisaukaskattur af bensíni og dísílolíu og nemur hann 24,5 prósentum. Verð á bensínlítra hefur hækkað um 13 krónur frá áramótum og á dísílolíu um 11 krónur. 14.10.2004 00:01
Einangrunarmúrinn rofinn Þess eru dæmi að fólk hafi útskrifast úr háskóla með aðstoð samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Geðhjálpar. Einn nemenda segir að námið sé sér svo mikils virði, að án þess væri hann kominn "sjö fet ofan í jörðina." </font /></b /> 14.10.2004 00:01
Aflinn minni en í fyrra Íslensk skip veiddu 62.800 tonn í september sem er um þrjátíu og tveimur þúsundum minna en á sama tíma í fyrra. Verðmæti fiskaflans dróst saman um 8,8 prósent. Heildarverðmæti fiskafla það sem af er árinu hefur dregist saman um 1,1 prósent frá áramótum miðað við sama tímabil í fyrra. 14.10.2004 00:01
Hörð átök um 65 fatlaða nemendur Hörð átök hafa verið um undanþágubeiðir vegna 65 mikið fatlaðra barna, sem hefur verið synjað í kennaraverkfalli. Fulltrúi launanefndar sveitarfélaganna í undanþágunefnd segir að þar séu "einsleit mál afgreidd með mismunandi hætti á sérkennilegum forsendum." </font /></b /> 14.10.2004 00:01
Teymisvinna getur verið tímasóun Teymisvinna í heilbrigðiskerfinu getur auðveldlega verið tímasóun, ef slíkar aðstæður eru fyrir hendi, segir Lárus Steinþór Guðmundsson, formaður Samtaka heilbrigðisstétta. </font /> 14.10.2004 00:01
Veikir ekki reknir á sjó "Við höfum aldrei rekið mann út á sjó sem er með vottorð upp á veikindi og held við förum ekki að taka upp á því núna," segir Andrés Guðmundsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni-Fiskanesi. 14.10.2004 00:01
Risastafur á Miklatúni Settur verður upp 10 metra hár hvítur stafur á Miklatúni í Reykjavík í dag í tilefni af degi hvíta stafsins, alþjóðlegum baráttudegi blindra og sjónskertra, en hann er haldinn hátíðlegur 15. október ár hvert. 14.10.2004 00:01
Vínveitingar leyfðar í Egilshöll Borgarráð samþykkti í dag að veita Sportbitanum í Egilshöll vínveitingaleyfi til reynslu í eitt ár. Þrír borgarráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. 14.10.2004 00:01