Fleiri fréttir

Aukin eignamyndun af hinu góða

Hugmyndin er mjög góð því hún leiðréttir þá mismunun sem námsmenn hafa búið við og felur í sér aukna eignamyndun hjá ungu fólki," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, um þá hugmynd að ungt fólk muni geti nýtt lífeyrissparnað sinn við 25 ára aldur til íbúðakaupa.

Sendiráð ESB til Íslands

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um að utanríkisráðherra verði falið að óska eftir við Evrópusambandið að "sendiráð" þess verði flutt til Íslands.

Fagnar nýhugsun

Ég sé ekki betur en það sé verið að leggja til að dregið verði úr opinberum stuðningi með þessu móti en menn látnir styðja sjálfa sig þess í stað," segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna um þær hugmyndir að ungt fólk geti notað lífeyrissparnað til húsnæðiskaupa og vaxtabótakerfið verði aflagt.

11 milljarðar af barnafólki

Hart var tekist á í umræðum á Alþingi í gær um barnabætur og frammistöðu Framsóknarflokksins í þeim málaflokki. Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni sagði að frá því Framsóknarflokkurinn settist í ríkisstjórn og til 2003 hefðu ellefu milljarðar verið "plokkaðir af

Geðdeildum fyrir hundruð lokað

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar sagði í utandagskrárumræðum um stöðu geðfatlaðra á Alþingi í gær að geðdeildum með á annað hundrað rúmum hefði verið lokað á Landspítalanum á síðustu átta árum: "Ekkert hefur komið í staðinn til þess að mæta umönnunar- og þjónustuþörf mikið veikra sjúklinga."

Viljum aftur í skólann

Sex börn úr Lækjarskóla tóku sér stöðu við Alþingishúsið í gær með einfalda kröfu að vopni: "Við viljum aftur í skólann".

330 milljónir greiddar úr sjóðnum

Greitt verður öðru sinni úr verkfallssjóði kennara á morgun. Þá verður búið að greiða rúmar 330 milljónir króna úr sjóðnum. Formaður vinnudeilusjóðsins segir sjóðinn þola átta vikna verkfall grunnskólakennara og átta vikna verkfall leikskólakennara en trúir því varla að deilan dragist svo á langinn.

Samskráning í virðisaukaskattsskrá

Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Frumvarpið heimilar skattstjóra að samskrá tvö eða fleiri skráningarskyld hlutafélög og einkahlutafélög á virðisaukaskattsskrá.

Nýtt ráðuneyti

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem gerir ráð fyrir að stofna nýtt atvinnumálaráðuneyti sem komi í stað þriggja annara, það er sjávarútvegs landbúnaðar-, sjávarútvegs-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta.

Skattur úr 10 í 19%

Ögmundur Jónasson, vinstri-grænum mælti í fyrradag fyrir frumvarpi til laga sem gerir ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur hækki úr tíu í átján prósent.

Útsvar hækki um 1%

Þingflokkur vinstri-grænna hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér heimild til sveitarfélaga til að hækka útsvar um eitt prósentustig úr 13,03% í 14,03%.

Ekki slys eða bilun

Grunsemdir um að slys eða bilun hafi orðið um borð í einhverju rússnesku herskipanna sem eru norðaustur af landinu eru ekki á rökum reistar, samkvæmt upplýsingum frá rússneskum hermálayfirvöldum.

Ætluðu að vera í mánuð við æfingar

Rússnesku herskipin sem haldið hafa til hér við land síðustu daga eru hluti af skipum Norðurflotans sem héldu til æfinga undir stjórn Vladimírs Dobroskotsjenko, varaflotaforingja og aðstoðaraðmíráls í rússneska flotanum, að því er rússneska fréttastofan Itar-Tass greindi frá undir lok september.

Írar fram úr Íslendingum

Hve mikilvægt er að banna reykingar á veitingahúsum? Mjög, segir Jeffrey Wigand, pófessor og lífefnafræðingur. Wigand segir Íslendinga hafa staðið sig best í tóbaksvörnum undanfarin ár en ekki megi slá slöku við.

Agaleysi og eltingaleikur

Börn eru í reiðuleysi og sýna agaleysi í verkfalli kennara, segir Hjörleifur Helgason, vaktstjóri í Egilsshöll. Hann segir aðsóknina að íþróttamiðstöðinni hafi aukist mikið.

Dregið úr samkeppnishæfni Íslands

Dregið hefur úr samkeppnishæfni Íslands. Landið er nú í tíunda sæti yfir samkeppnishæfustu ríki heims og hefur fallið um tvö sæti síðan í fyrra. Þetta kemur fram í árlegu yfirliti <em>World Economic Forum</em> um samkeppnishæfi rúmlega 100 ríkja í heiminum.

Lögreglan bendluð við dópsalalista

Annar tveggja lögreglumanna, sem nefndur er á vefsíðu þar sem talin eru upp nöfn dópsala, hefur óskað eftir að rannsakað verði af hverju hans nafn sé á síðunni. Ingimundur Einarsson, aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík segist ekki hress með að lögreglan sé bendluð við eitthvað misjafn og rannsókn muni hefjast eins fljótt og verða megi.

Barði annan með bjórflösku

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sex mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir manni sem sló annan mann með glerflösku í höfuðið.

Þarf að ákæra á ný

Hæstiréttur vísaði líkamsárásarmáli frá héraðsdómi þar sem talið var að ákæran í málinu væri ekki í samræmi við þau gögn sem lágu fyrir þegar hún var gefin út. Þarf því að hefja málsmeðferð að nýju með nýrri ákæru.

Dæmdur til greiðslu bóta

Hæstiréttur hefur dæmt mann til að greiða öðrum manni tíu milljónir króna í bætur vegna viðbótarúthlutunar til krókabáta sem hann fékk út á aflareynslu hins mannsins. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað manninn af skaðabótakröfum.

Alvarlegu slysi forðað

Litlu mátti muna að mjög alvarlegt umferðarslys yrði þegar ökumaður jeppabifreiðar tók fram úr bílaröð og lenti á fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt á móts við Ingólfshvol í Ölfusi um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld.

Ákærður fyrir heimilisofbeldi

Maður hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir að hafa beitt sambýliskonu sína miklu ofbeldi í þremur líkamsárásum á hana en hún hlaut varanlega áverka vegna einnar árásarinnar.

Úrskurðaður í síbrotagæslu

Maður um tvítugt, sem staðinn var að verki við innbrot í verslunarmiðstöð í Breiðholti aðfaranótt þriðjudags, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í fimm vikur, eða til sautjánda nóvember.

Fangar fela einelti

Breytingar hafa orðið á einelti á Litla-Hrauni, að sögn Atla Helgasonar, trúnaðarmanns fanga, eftir að forstjóri Fangelsismálastofnunar sendi bréf til allra fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerast sekir um slíkt eigi von á agaviðurlögum. Eineltið beinist helst gegn kynferðisafbrotamönnum.

Loforð ekki efnt

Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við loforð um að bæta stöðu útlendinga á vinnumarkaði, sem hún gaf við gerð síðustu kjarasamninga. Þetta sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambandsins, á ársfundi Starfsgreinasambandsins í gær.

Kristján formaður SGS

Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, var kjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands á ársfundi sambandsins í gær. Signý Jóhannesdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, bauð sig fram gegn honum, en meirihluti uppstillingarnefndar lagði til að Kristján yrði formaður.

Iðgjöldum stolið og rukkað um lán

Ástráður Hreiðarsson yfirlæknir stefnir Tryggingasjóði lækna fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og krefst niðurfellingar á láni sem sjóðurinn veitti honum. Ástráður er félagi í Tryggingasjóðnum og einn þeirra sem töpuðu öllum sínum lífeyri þegar sjóðurinn fór í þrot vegna 80 milljóna króna fjárdráttar Lárusar Halldórssonar fyrrverandi sjóðsstjóra.

Landað úr Sólbaki

Landað var úr Sólbaki á Akureyri í gær. Sæmundur Friðriksson, útgerðarstjóri Brims, segir að löndunin hafi gengið vel. "Það sást ekki nokkur einasti maður frá sjómannahreyfingunni."

Kennarar læri af verkafólki

"Þeir sem standa þessa dagana í samningaviðræðum og heyja kjarabaráttu sem um margt minnir á fyrri tíma gætu lært af mönnum eins og Halldóri Björnssyni, fráfarandi formanni Starfsgreinasambandsins." Þetta sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra á ársfundi Starfsgreinasambandsins.

Actavis sakað um kúgun

Actavis er sakað um að hafa kúgað verkamenn í Búlgaríu og brotið á þeim samninga. Starfsgreinasambandinu hefur borist fyrirspurn vegna meintra brota fyrirtækisins þar. Lögmaður Actavis segir verkalýðsfélög í Búlgaríu ekki hafa gert athugasemdir við starfsemi fyrirtækisins. 

Samningar virðast ekki halda

Erfiðar samningaviðræður við ýmsa hópa opinberra starfsmanna og fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar benda til þess að forsendur kjarasamninga haldi ekki og þeim verði sagt upp í lok komandi árs.

Kerry er ekki góður maður

"Ég fékk annað tækifæri til að meta John Kerry og það eina sem ég get sagt er þetta: Þetta er ekki góður maður," sagði Lynne Cheney, eiginkona Dick Cheney varaforseta, þegar hún kynnti eiginmann sinn á kosningafundi. Hún er ósátt Kerry fyrir að hafa blandað samkynhneigðri dóttur Cheney-hjónanna inn í kappræður forsetaefnanna í fyrrinótt.

Sýna okkur ekki hvað þeir bjóða

Tvennt kemur í veg fyrir að kennarar geti gengið að tilboði samninganefndar sveitarfélaganna frá í síðustu viku, segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Annað er að samninganefnd sveitarfélaganna hafi ekki enn sýnt hvað nákvæmlega sé verið að bjóða kennurum, en hitt er að vinnutímalækkun komi ekki fram fyrr en seint og síðar meir.

Byrjað að telja atkvæði

Talning er loks hafin á atkvæðum sem greidd voru í afgönsku forsetakosningunum um síðustu helgi. Talningin hefst fimm dögum eftir kosningar og fjórum dögum eftir að talning atkvæða átti að hefjast, en fresta þurfti henni vegna þess að erfiðlega gekk að safna kjörkössum saman.

Ætterni konungs vafa orpið

Ætterni Haralds Noregskonungs er í vafa eftir að virtur norskur fræðimaður greindi frá því að faðir hans, Ólafur V Noregskonungur, sem tók við embætti af Hákoni, fyrsta konungi Noregs, hefði hugsanlega ekki verið sonur Hákonar.

Töluverð kennsla á Vestfjörðum

Það eru ekki allir grunnskólanemendur án kennslu því stundakennarar eru ekki í verkfalli og kenna því enn. Í sumum skólum fá nemendur töluverða kennslu, eins og til dæmis á Suðureyri.

Tíu ára bið á enda

Kúrdíski mannréttindafrömuðurinn Leyla Zana veitti í gær viðtöku mannréttindaverðlaunum þings Evrópusambandsins. Þetta gerði hún tíu árum eftir að þingið heiðraði hana en mestallan þann tíma hefur hún setið í fangelsi í Tyrklandi fyrir baráttu sína fyrir auknum réttindum Kúrda í Tyrklandi.

Kerry hafði betur en Bush

John Kerry, forsetaefni demókrata, virðist hafa komist heldur betur frá þriðju og síðustu kappræðum forsetaefna stóru flokkanna en George W. Bush Bandaríkjaforseti. Hann hafði mun betur í tveimur könnunum sem birtar voru eftir kappræðurnar og sjónarmun betur í þeirri þriðju.

Flugbátur í hnattferð á Íslandi

Flugbátur sem er á leið umhverfis jörðina lenti á Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis. Hann er þriggja hreyfla af gerðinni Dornier DO 24. Flugbátar af þessari tegund flugu fyrst árið 1939 og voru einkum notaðir til leitar og björgunar.

Vígahundar bannaðir í borginni

Atvik eins og það sem átti sér stað í Breiðholti síðasta föstudag þegar tveir stórir hundar, Rottweiler og Doberman, rifu kött í sig geta væntanlega ekki átt sér stað í framtíðinni ef hugmyndir sem nú eru uppi innan borgarkerfisins verða að veruleika

Hættara við krabbameini

Fólk sem notar farsíma í tíu ár eða lengur á frekar á hættu en aðrir að þjást af góðkynja krabbameini þeim megin á höfðinu sem það heldur á símanum. Þetta kemur fram í nýrri sænskri rannsókn.

Á uppboð þrátt fyrir samkomulag

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að tollstjórinn í Reykjavík hafi gert mistök þegar hann auglýsti uppboð á eign vegna vangoldinna fasteignagjalda.

Heimili rýmd vegna skógarelda

Tæplega áttatíu heimili hafa verið rýmd í Napa- og Yolosýslu í Kaliforníu vegna skógarelda sem hafa geysað á um 15 þúsund hektara svæði norðaustur af San Francisco.

Kjalnesingar átelja seinagang

Íbúasamtök Kjalarness átelja þann seinagang sem orðið hefur í lagningu Sundabrautar. Til að flýta fyrir framkvæmdum leggja íbúasamtökin til að byrjað verði á framkvæmdum á Kjalarnesi.

Barnabætur breytast ekki

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ekki sé gert ráð fyrir að barnabætur verði hækkaðar á næsta ári. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, segir að forsætisráðherrann hafi síðast í fyrradag boðað slíka hækkun 2005. Alþýðusambandið segist undrandi á afstöðu Halldórs.

Sjá næstu 50 fréttir