Innlent

Fylgdu hrefnu að flæmska hattinum

Fjögur af sjö staðsetningamerkjum sem náðist að festa í bak hrefna, í vísindarannsóknum Hafrannsóknastofnunarinnar á vetursetu skíðishvala, hafa gefið frá sér upplýsingar. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur segir einn hvalanna hafa yfirgefið landhelgina. Hinir séu væntanlega enn við landið: "Einni hrefnu höfum við getað fylgt suðvestur eftir Reykjaneshrygg. Hún stefndi að Flæmska hattinum þó allsendis óvíst sé hvort þar leynist vetrarstöðvarnar." Gísli segir að fyrir rannsóknina hafi brottfarartími einnar hrefnu þekkst. Hún hafi lagt af stað mánuði síðar en nú hafi sést. Gísli segir menn út um allan heim reyna fyrir sér við rannsóknir á vetursetu hvala. "Þeir leita að réttu tækninni til að fylgja dýrunum eftir. Árangurinn af rannsóknunum nú er því vel yfir meðallagi á heimsvísu." Ekki fleiri merki verði sett út í ár. Rannsóknunum verði fram haldið á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×