Innlent

Minni mjólkurframleiðsla

Mjólkurframleiðsla er um tveim milljónum lítra minni nú en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Þar segir að mjólkurframleiðsla þurfi að aukast töluvert til að greiðslumark yfirstandandi verðlagsárs nýtist til fulls. Í byrjun þessa mánaðar var ónotað greiðslumark 13,8 milljónir lítra, sem samsvarar því að tæp 87 prósent af greiðslumarki hafi verið framleidd. Verði framleiðsla í júlí og ágúst áþekk og í fyrra er gert ráð fyrir að umframframleiðsla verði um þrjár milljónir lítra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×