Fleiri fréttir

Frumvarp úrskurðað þinglegt

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, úrskurðaði í morgun að nýja fjölmiðlafrumvarpið væri þinglegt. Stjórnarandstaðan lýsti sig algerlega ósammála niðurstöðunni við upphaf þingfundar, bæði að efni og formi til. Harðar umræður urðu um úrskurðinn með hlátrasköllum.

SUF vill samráð um frumvarpið

Ungir framsóknarmenn telja að ekki eigi að samþykkja ný lög um fjölmiðla án samráðs við stjórnarandstöðu, hagsmunaaðila og fólkið í landinu. Mikið ríði á að frumvarpið fái vandaða meðferð en verulega hafi skort á það við afgreiðslu fyrri laganna.

Vilja minnka veiðiálag í Elliðaám

Samráðshópur um málefni Elliðaánna á vegum borgarráðs leggur til að þeim tilmælum verði beint til veiðimanna í sumar að þeir hlífi laxi sem mest með því að sleppa veiddum laxi.

Vatnsrennsli í Elliðaár handstýrt

Mælst er til þess að vatnrennsli í Elliðaár verði handstýrt og að enginn veiðimaður hafi með sér meira en einn lax í soðið úr ánum í sumar.

Neyðarlög gegn vígamönnum

Íraska bráðabirgðastjórnin hefur loks komið sér saman um neyðarlög sem veita henni víðtækar heimildir til að berjast gegn vígamönnum. Viðurkennt er að þau takmarki nokkuð réttindi fólks en slíkt er sagt nauðsynlegt. </font /></b />

Blóð fannst í bíl hins handtekna

Fjörtíu og fimm ára gamall maður var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í tengslum við hvarf á fyrrverandi sambýliskonu hans og barnsmóður.

Höfðu útilokað afturköllun

Sjálfstæðismenn höfðu skoðað þann möguleika að afturkalla fjölmiðlalögin - en útilokað hann. Fyrir fáeinum dögum töldu þeir það ekki standast stjórnarskrá. Dómsmálaráðherra hefur sagt að afturköllun laga væru brellibrögð.

Jón Baldvin sakaður um barnsrán

Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra hefur verið kærður fyrir aðild að barnsráni og því að hafa beitt áhrifum sínum sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum í því skyni. Það er fyrrum sambýlismaður og barnsfaðir Snæfríðar Baldvinsdóttur, Marco Brancaccia sem kærir. Jón Baldvin segir við DV í dag að hann hafa hótað sér og Bryndísi lífláti.   <font face="Helv"></font>

Vinnuálag í Latabæ

Vegna vinnulags hefur margoft þurft að breyta framleiðsluáætlunum sjónvarpsverkefnisins í Latabæ sem er það viðamesta og dýrasta á öllum Norðurlöndum þetta árið. </font />

Eldur í sófa

Vegfarandi sem átti leið eftir Miðholti í Mosfellsbæ í gærkvöldi, sá hvar eldur logaði inni í stofu á húsi við götuna. Hann hringdi þegar í neyðarlínuna og urðu lögreglumenn fyrstir á vettvang. Þeir höfðu snör handtök og báru logandi sófa út á götu svo að eldurinn næði ekki að dreifa sér, en hann logaði eingöngu í sófanum.

Kvótinn 220 þúsund tonnum minni

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn á sumar- og haustvertíðinni verði aðeins 335 þúsund tonn, sem er 220 þúsund tonnum minni upphafskvóti en í fyrra.

Veiðar á Hrefnu nánast óþarfar

Hafrannsóknastofnun ætlar síðsumars að gera tilraunir til að fylgjast með ferðum hrefna hér við land sem gæti orðið undanfari þess að veiðar yrðu nánast óþarfar til að fylgjast með lífsháttum stofnsins.

Davíð fundar með Bush

Davíð Oddsson, forsætisráðherra hittir nú skömmu eftir hádegi George Bush Bandaríkjaforseta á fundi í Hvíta húsinu. Þar hyggjast þeir ræða framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna. Vonir standa til að línurnar skýrist á fundinum og að framtíðarstefna Bandaríkjamanna liggi endanlega fyrir að honum loknum.

Sukarnoputri tapar kosningum

Talið er öruggt að Magawati Sukarnoputri, forseti Indónesíu, hafi tapað í forsetakosningum í gær. Þegar talið hefur verið í flestum kjördæmum er hún með aðeins 26 prósent, en meginkeppinautur hennar, Yudhoyono, fyrrverandi öryggismálaráðherra, er með 33,2 prósent.

Ólíklegt að Ísraelsmenn breyti

Alþjóða kjarnorkumálastofnunin vill að Ísraelsmenn gangist við því að þeir reki kjarnorkuvopnaáætlun eða séu í það minnsta færir um að smíða slík vopn. Ísraelsstjórn hefur hvorki játað né neitað því að eiga kjarnorkuvopn, þó að almennt sé talið að slík vopn séu til staðar.

Milli heims og helju

Líf forseta Austurríkis, Thomasar Klestils, hangir á bláþræði eftir að hann fékk tvö öflug hjartaáföll. Líffæri hans eru að gefa sig og ástandið er, að sögn lækna, mjög alvarlegt. Þeir telja næsta sólarhring leiða í ljós hvort að Klestil lifir af eður ei.

Olíuverð hækkar enn

Olíuverð hækkaði enn á ný í gær og er nú komið í 39 dollara og 14 sent, sem er hækkun um 1,95 prósent. Meginástæðan er sú að skemmdarverk voru unnin á olíuleiðslum í Írak sem gerði það að verkum að olíuframleiðslan þar minnkaði um helming.

Yukos fær lengri frest

Rússnesk yfirvöld létu í morgun í það skína, að til greina kæmi að veita olíufyrirtækinu Yukos lengri frest til að greiða skattaskuld sína. Í kjölfar fregnanna hækkaði gengi bréfa í Yukos á hlutabréfamarkaði.

Edwards varaforsetaefni Kerrys

John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, valdi fyrir stundu John Edwards varaforsetaefni sitt. Edwards keppti við Kerry um tilnefningu sem forsetaframbjóðandi. Undanfarið hefur hann gert sitt ítrasta til að styðja framboð Kerrys, stjórnað fjáröflunarsamkomum og á köflum þótt helst til ákafur.

Skortur á matvælum

Fjölskylduhjálp Íslands á í erfiðleikum vegna skorts á matvælum handa skjólstæðingum sínum. Það er lokað hjá Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkjunnar á þessum tíma árs, og því hafa fleiri leitað til fjölskylduhjálparinnar en hún getur sinnt.

Þjóðverjar þurfa að vinna meira

Þjóðverjar verða að taka sig á og vinna meira ætli þeir ekki að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um störf. Fimmtíu stunda vinnuvika er nauðsynleg, að mati sérfræðinga. Langt er um liðið síðan að viðskiptaundrið Þýskaland leið undir lok og ímynd hins vinnuglaða Þjóðverja varð að goðsögn án stoðar í raunveruleikanum.

Launamunur mestur á Vestfjörðum

<span class="frettatexti">Launamunur á milli kynja á Vestfjörðum, er lang mestur í veitustarfsemi, þar hafa konur aðeins rúm 38 prósent af launum karla og hetjur hafsins bera minna úr býtum en línumenn og vélstjórar í veitustarfseminni. </span>

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald hefur verið framlangt til 27. september, yfir konunni sem grunuð er um að hafa ráðið dóttur sinni bana, á Hagamel í lok maí. Konan er vistuð á réttargeðdeildinni að Sogni. Játning liggur ekki fyrir, en lögreglan segir að rannsókn sé á lokastigi.

Ræða varnarmál í Washington

Þungavigtarmenn í Bandaríkjastjórn verða á fundi þeirra Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, og George Bush, forseta Bandaríkjanna, síðdegis. Þar munu þeir ræða framtíð varnarsamstarfs.

Kannar hvort frumvarp sé þinglegt

Halldór Blöndal, þingforseti, hefur fallist á að kanna hvort nýja fjölmiðlafrumvarpið sé þinglegt, eða ekki. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórninni, á þingi í gær. Afturköllun gamla fjölmiðlafrumvarpsins og framlagning hins nýja, var fordæmd og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna spurði hvort frumvarpið væri þinglegt.

Sýslumannsembættið í þrot

Sýslumannsembættið á Sauðárkróki stefnir í fjárhagslegt þrot, ef mótshaldarar Landsmóts ungmennafélaganna vilja ekki greiða löggæslukostnað við mótið, eins og þeir hafa hótað. Framkvæmdastjóri mótsins hefur látið hafa það eftir sér á opinberum vettvangi að fyrr muni hann sitja sekt af sér í fangelsi, en að greiða löggæslukostnað.

Staðan nú allt önnur

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að staðan nú sé allt önnur, en þegar hann sagði það vera brellu að afturkalla fjölmiðlalögin. Eftir að ljóst varð að ekki yrði af þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp, hefur mikið verið vitnað í orð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, sem hann skrifaði á heimasíðu sína þriðja júní síðastliðinn.

Flugumferð að aukast

Greinileg aukning er að verða á flugumferð um Norður-Atlantshaf, eftir samdrátt síðustu ára vegna hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 og bráðalungnabólgu-faraldursins á árunum 2002 - 2003, segir í fréttatilkynningu frá Flugmálastjórn Íslands.

Slæm tíðindi fyrir tölvuþjófa

Fartölvuþjófar munu ekki eiga sjö dagana sæla í framtíðinni. Tölvufyrirtækið Skýrr bíður nú fartölvueigindum upp á þjónustu sem staðsetur tölvur hvar sem er í heiminum. Ef einhver verður fyrir því að tölvunni hans er stolið getur sá hinn sami tilkynnt þjófnaðinn til lögreglu.

Bragi hlýtur Jules Verne verðlaun

Alþjóðleg samtök um vetnisorku, International association for hydrogen energy (IAHE), veittu nýlega Braga Árnasyni prófessor hin eftirsóttu Jules Verne verðlaun. Bragi veitti verðlaunum viðtöku á heimsráðstefnu um vetnisorku sem fram fór í Yokohama í Japan 30. júní síðastliðinn.

Strangt eftirlit með skipum

Norðmenn passa vel upp á íslensk skip sem eru á síldveiðum við Svalbarða, að sögn forráðamanna Samherja hf. Vilhelm Þorsteinsson EA11 hefur verið við síldveiðar í lögsögu Svalbarða undanfarinn hálfa mánuð eða frá mánudagskvöldinu 21. júní síðastliðinn.

Davíð ítrekar stuðning við innrás

Nýlokið er fundi þeirra George Bush, forseta Bandaríkjanna, og Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, í Hvíta húsinu í Washington. Á fréttamannafundi fyrir stundu kom fram að engin niðurstaða hefði fengist í málið í viðræðum þjóðarleiðtoganna, en Bush tók fram að Davíð hefði sótt mál sitt af krafti.

Banaslys í Skutulsfirði

Níu ára stúlka beið bana þegar hún hrapaði í fjallinu Kubbanum ofan Holtahverfis á Ísafirði á þriðja tímanum í dag. Fjallið Kubbi er í botni Skutulsfjarðar og gnæfir yfir byggðinni í botni fjarðarins. Stúlkan, sem var til heimilis á höfuðborgarsvæðinu og gestkomandi á Ísafirði, hafði ásamt frænda sínum á sama aldri farið í göngu upp í hlíðar fjallsins.

Vonir um samkomulag

Vonir eru bundnar við að á næstu dögum náist samkomulag um meginlínur í áframhaldandi viðræðum um alþjóðaviðskipti með landbúnaðarafurðir. Takist það hafa menn blásið lífi í viðræður sem stöðnuðu eftir að ráðherrafundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í september lauk án samkomulags.

Reiðubúnir fyrir aðild

"Evrópusambandið myndi vilja sjá Búlgaríu skrifa undir aðildarsamninga sem fyrst," sagði Pat Cox, fráfarandi forseti þings Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Cox hafði þá fundað með Ognian Gerdjikov, forseta búlgarska þingsins.

Þrettán létust í sprengjuárás

Þrettán manns létu lífið og tugir særðust þegar bílasprengja sprakk í bænum Khalis, norðaustur af Bagdad. Fórnarlömb árásarinnar voru viðstödd minningarathöfn um tvo einstaklinga sem létu lífið í skotárás vígamanna á sunnudag. Þá var ráðist á heimili embættismanns, tveir skotnir til bana og tveir særðir skotsárum.

Prestur flýði af slysstað

Pólskur prestur hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Presturinn var fundinn sekur um að hafa keyrt á ellefu ára stúlku og stungið svo af. Nokkrum mínútum síðar lést stúlkan af sárum sínum.

Húsið að veði í kosningabaráttunni

Viktor Yushchenko, óháður frambjóðandi til embættis forseta Úkraínu, hefur hafnað öllum fjárframlögum stjórnmálaflokka og hyggst fjármagna baráttu sína sjálfur. Til þess hefur hann tekið lán og lagt húsið sitt að veði. Með þessu er hann talinn vilja sýna að hann sé hafinn yfir spillingu sem er landlæg í Úkraínu.

Hungursneyð í 23 ríkjum

Svo kann að fara að hungursneyð setji mark sitt á 23 Afríkuríki, sunnan Saharaeyðimerkurinnar, í sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að þrátt fyrir að ekki sé þörf fyrir jafn mikla matvælaaðstoð og í fyrra líði milljónir samt sem áður skort.

Grunaður um að hafa banað konu

Karlmaður um fertugt er í haldi lögreglunnar í Reykjavík vegna gruns um að hafa ráðið fyrrverandi sambýliskonu sinni bana. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum í dag.

Jón Baldvin kærði ekki

Jón Baldvin Hannibalsson sagði í DV í gær að Marco Brancaccio hefði hótað að drepa bæði hann og Bryndísi Schram ef hann fengi ekki barn Snæfríðar, dóttur Jón Baldvins, afhent. Jón Baldvin segist ekki hafa kært hótanir Marcos. </font />

Rauður úrgangur í Elliðaá

Elliðaárnar við Geirsnef urðu heldur óhugnanlegar á að líta í dag. Bilun í setþróm steypustöðvarinnar BM-Vallár olli því að torkennilegur rauður vökvi barst í árnar. Efnið reyndist skaðlaust en ýmsum brá við þessa sjón.

Örn óheppileg fyrirmynd

Mér finnst þetta afar óheppilegt," segir Þorgrímur Þráinsson, sviðsstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, um það að Örn Arnarson sundkappi hefur opinberlega viðurkennt að hafa notað munntóbak nokkur ár þrátt fyrir að hafa komið fram í tóbaksvarnarauglýsingum. 

Sjá næstu 50 fréttir