Erlent

Kafbátur í óskilum

Ómannaður kafbátur sem fannst undan ströndum Svíþjóðar í síðasta mánuði tilheyrir breska sjóhernum að sögn sænskra flotayfirvalda. Bretar hafa þó litlar tilraunir gert til að nálgast þennan kafbát sinn. Hann er hlaðinn myndavélum og sónar og er rúmlega 70 milljóna króna virði. Bretar viðurkenndu eftir flotaæfingar í maí að þeir hefðu týnt dvergkafbáti sem notaður er til að leita að tundurduflum. Bretar voru ekki þeir einu sem týndu slíkum smákafbáti. Norðmaður gekk fram á einn slíkan frá Bandaríkjamönnum sem hafði rekið á land í Vestur-Noregi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×