Fleiri fréttir

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald hefur verið framlangt til 27. september, yfir konunni sem grunuð er um að hafa ráðið dóttur sinni bana, á Hagamel í lok maí. Konan er vistuð á réttargeðdeildinni að Sogni. Játning liggur ekki fyrir, en lögreglan segir að rannsókn sé á lokastigi.

Ræða varnarmál í Washington

Þungavigtarmenn í Bandaríkjastjórn verða á fundi þeirra Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, og George Bush, forseta Bandaríkjanna, síðdegis. Þar munu þeir ræða framtíð varnarsamstarfs.

Kannar hvort frumvarp sé þinglegt

Halldór Blöndal, þingforseti, hefur fallist á að kanna hvort nýja fjölmiðlafrumvarpið sé þinglegt, eða ekki. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórninni, á þingi í gær. Afturköllun gamla fjölmiðlafrumvarpsins og framlagning hins nýja, var fordæmd og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna spurði hvort frumvarpið væri þinglegt.

Sýslumannsembættið í þrot

Sýslumannsembættið á Sauðárkróki stefnir í fjárhagslegt þrot, ef mótshaldarar Landsmóts ungmennafélaganna vilja ekki greiða löggæslukostnað við mótið, eins og þeir hafa hótað. Framkvæmdastjóri mótsins hefur látið hafa það eftir sér á opinberum vettvangi að fyrr muni hann sitja sekt af sér í fangelsi, en að greiða löggæslukostnað.

Staðan nú allt önnur

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að staðan nú sé allt önnur, en þegar hann sagði það vera brellu að afturkalla fjölmiðlalögin. Eftir að ljóst varð að ekki yrði af þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp, hefur mikið verið vitnað í orð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, sem hann skrifaði á heimasíðu sína þriðja júní síðastliðinn.

Flugumferð að aukast

Greinileg aukning er að verða á flugumferð um Norður-Atlantshaf, eftir samdrátt síðustu ára vegna hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 og bráðalungnabólgu-faraldursins á árunum 2002 - 2003, segir í fréttatilkynningu frá Flugmálastjórn Íslands.

Slæm tíðindi fyrir tölvuþjófa

Fartölvuþjófar munu ekki eiga sjö dagana sæla í framtíðinni. Tölvufyrirtækið Skýrr bíður nú fartölvueigindum upp á þjónustu sem staðsetur tölvur hvar sem er í heiminum. Ef einhver verður fyrir því að tölvunni hans er stolið getur sá hinn sami tilkynnt þjófnaðinn til lögreglu.

Bragi hlýtur Jules Verne verðlaun

Alþjóðleg samtök um vetnisorku, International association for hydrogen energy (IAHE), veittu nýlega Braga Árnasyni prófessor hin eftirsóttu Jules Verne verðlaun. Bragi veitti verðlaunum viðtöku á heimsráðstefnu um vetnisorku sem fram fór í Yokohama í Japan 30. júní síðastliðinn.

Strangt eftirlit með skipum

Norðmenn passa vel upp á íslensk skip sem eru á síldveiðum við Svalbarða, að sögn forráðamanna Samherja hf. Vilhelm Þorsteinsson EA11 hefur verið við síldveiðar í lögsögu Svalbarða undanfarinn hálfa mánuð eða frá mánudagskvöldinu 21. júní síðastliðinn.

Davíð ítrekar stuðning við innrás

Nýlokið er fundi þeirra George Bush, forseta Bandaríkjanna, og Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, í Hvíta húsinu í Washington. Á fréttamannafundi fyrir stundu kom fram að engin niðurstaða hefði fengist í málið í viðræðum þjóðarleiðtoganna, en Bush tók fram að Davíð hefði sótt mál sitt af krafti.

Banaslys í Skutulsfirði

Níu ára stúlka beið bana þegar hún hrapaði í fjallinu Kubbanum ofan Holtahverfis á Ísafirði á þriðja tímanum í dag. Fjallið Kubbi er í botni Skutulsfjarðar og gnæfir yfir byggðinni í botni fjarðarins. Stúlkan, sem var til heimilis á höfuðborgarsvæðinu og gestkomandi á Ísafirði, hafði ásamt frænda sínum á sama aldri farið í göngu upp í hlíðar fjallsins.

Vonir um samkomulag

Vonir eru bundnar við að á næstu dögum náist samkomulag um meginlínur í áframhaldandi viðræðum um alþjóðaviðskipti með landbúnaðarafurðir. Takist það hafa menn blásið lífi í viðræður sem stöðnuðu eftir að ráðherrafundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í september lauk án samkomulags.

Reiðubúnir fyrir aðild

"Evrópusambandið myndi vilja sjá Búlgaríu skrifa undir aðildarsamninga sem fyrst," sagði Pat Cox, fráfarandi forseti þings Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Cox hafði þá fundað með Ognian Gerdjikov, forseta búlgarska þingsins.

Þrettán létust í sprengjuárás

Þrettán manns létu lífið og tugir særðust þegar bílasprengja sprakk í bænum Khalis, norðaustur af Bagdad. Fórnarlömb árásarinnar voru viðstödd minningarathöfn um tvo einstaklinga sem létu lífið í skotárás vígamanna á sunnudag. Þá var ráðist á heimili embættismanns, tveir skotnir til bana og tveir særðir skotsárum.

Prestur flýði af slysstað

Pólskur prestur hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Presturinn var fundinn sekur um að hafa keyrt á ellefu ára stúlku og stungið svo af. Nokkrum mínútum síðar lést stúlkan af sárum sínum.

Húsið að veði í kosningabaráttunni

Viktor Yushchenko, óháður frambjóðandi til embættis forseta Úkraínu, hefur hafnað öllum fjárframlögum stjórnmálaflokka og hyggst fjármagna baráttu sína sjálfur. Til þess hefur hann tekið lán og lagt húsið sitt að veði. Með þessu er hann talinn vilja sýna að hann sé hafinn yfir spillingu sem er landlæg í Úkraínu.

Hungursneyð í 23 ríkjum

Svo kann að fara að hungursneyð setji mark sitt á 23 Afríkuríki, sunnan Saharaeyðimerkurinnar, í sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að þrátt fyrir að ekki sé þörf fyrir jafn mikla matvælaaðstoð og í fyrra líði milljónir samt sem áður skort.

Grunaður um að hafa banað konu

Karlmaður um fertugt er í haldi lögreglunnar í Reykjavík vegna gruns um að hafa ráðið fyrrverandi sambýliskonu sinni bana. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum í dag.

Jón Baldvin kærði ekki

Jón Baldvin Hannibalsson sagði í DV í gær að Marco Brancaccio hefði hótað að drepa bæði hann og Bryndísi Schram ef hann fengi ekki barn Snæfríðar, dóttur Jón Baldvins, afhent. Jón Baldvin segist ekki hafa kært hótanir Marcos. </font />

Rauður úrgangur í Elliðaá

Elliðaárnar við Geirsnef urðu heldur óhugnanlegar á að líta í dag. Bilun í setþróm steypustöðvarinnar BM-Vallár olli því að torkennilegur rauður vökvi barst í árnar. Efnið reyndist skaðlaust en ýmsum brá við þessa sjón.

Örn óheppileg fyrirmynd

Mér finnst þetta afar óheppilegt," segir Þorgrímur Þráinsson, sviðsstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, um það að Örn Arnarson sundkappi hefur opinberlega viðurkennt að hafa notað munntóbak nokkur ár þrátt fyrir að hafa komið fram í tóbaksvarnarauglýsingum. 

Telja gagnrýni ósanngjarna

Gagnrýni höfuðborgarsamtakanna á færslu Hringbrautar, er ósanngjörn og tillögur þeirra ganga ekki upp, segir formaður borgarráðs. Sjálfstæðismenn telja núverandi forsendur framkvæmdanna óskynsamlegar og vilja að málið verði skoðað betur.

Gamalt ákvæði í nýju frumvarpi

Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað leyfi til útvarpsrekstrar áður en útvarpsleyfi falla úr gildi, verði skilyrðum um eignarhald ekki mætt innan þriggja ára, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta ákvæði var fellt úr fyrra frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Formaður Framsóknarflokksins sagði þá, að hann væri öruggari með að frumvarpið stæðist stjórnarskrá.

Eitthvað annað vaki fyrir forseta

Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef forsetinn neiti að staðfesta ný fjölmiðlalög sé ljóst að fyrir honum vaki annað en það sem hann hélt fram í upphafi. Hann verði þá kominn enn meira á kaf í stjórnmáladeilur samtímans, en áður.

Vilja eigið frumvarp á dagskrá

Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að frumvarp hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu verði tekið á dagskrá Alþingis á morgun. Forseti þingsins hefur fallist á það. Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina sýna forsetanum og þjóðinni allri óvirðingu með því að hafa af henni stjórnarskrárbundinn rétt með brellum.

Ólíklegt að Bush breyti ákvörðun

Afar ólíklegt er að Bush Bandaríkjaforseti breyti ákvörðun Bandaríkjahers um breytingar á Keflavíkurstöðinni. Íslendingar geti í besta falli vonast eftir einhvers konar frestun í kurteisisskyni, til að bjarga andliti íslenskra stjórnvalda, segir bandarískur sérfræðingur í varnarmálum.

Engin niðurstaða

Engin niðurstaða fékkst á fundi Bush Bandaríkjaforseta og Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, í dag um framtíð Keflavíkurstöðvarinnarr. Bush vill að Íslendingar taki aukin þátt í kostnaði við Keflavíkurflugvöll.

Íslensk stjórnvöld gegn norskum

Íslensk stjórnvöld afhentu norska sendiráðinu formleg mótmæli á reglugerð um síldveiðar á Svalbarðasvæðinu í gær. Norsk stjórnvöld settu reglugerðina 14. júní. Þar er þeim fimm ríkjum sem eiga ásamt Noregi norsk-íslenska síldarstofninn veitt leyfi til að veiða samtals 80 þúsund tonn á afmörkuðum hluta Svalbarðasvæðisins.

Viðbragðstími styttur

Tilkynningarskyldan hefur stytt viðbragðstíma um helming gefi sjálfvirki tilkynningabúnaður í bátum ekki frá sér merki.

Sýndarbreytingar

Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir að breytingarnar á fjölmiðlalögum sem kynntar voru af ríkisstjórninni í gær breyti engu. Hann segir að Norðurljós muni halda áfram að undirbúa málshöfðun vegna laganna.

Getur leitt til þráteflis

Sigurður Líndal lagaprófessor segist ekki geta sagt til um það hvort breytingar á lögum um fjölmiðla geri það að verkum að lögin séu líklegri en áður til að standast stjórnarskrá.

Þrjár breytingar í frumvarpinu

Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið.

Vill sjá sátt

"Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla.

Engar forsendur til að hafna

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að."

Hápunktur sumarsins

Um tvö hundruð manns voru á fyrstu sumarhátíð hjúkrunar- og endurhæfingaheimilisins Rjóðurs sem haldin var á laugardaginn. Til fagnaðarins var fjölskyldum barnanna sem þar dvelja boðið auk velunnurum Rjóðurs.

Næstu þingkosningar ráða úrslitum

"Tillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykktar samhljóða," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem lauk upp úr átta í gærkvöld.

Fötluð börn í áhættuhópi

Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, telur fagnaðarefni ef farið verður ofan í saumana á málefnum heyrnarlausra barna.

Klókur leikur

"Ég myndi halda að þetta væri klókur leikur," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afturkalla fjölmiðlalögin. 

Niðurlæging fyrir Davíð

"Þetta er ekki kosningamál," segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur um ákvæði í nýju fjölmiðlafrumvarpi að það taki ekki gildi fyrr en eftir kosningar 2007.

Lagalega umdeilanlegt

"Þetta er lausn sem er upphaflega komin frá Sigurði Líndal en þá var gert ráð fyrir að lögin yrðu dregin til baka," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði.

25 fikniefnamál á landsmótinu

Tuttugu og fimm fíkniefnamál komu upp á Landsmóti hestamanna á Hellu um helgina. Töluvert magn fannst af hvítu efni, smjörsýru, hassblöndu og sljóvgunarefnum auk þess sem nokkrar E-pillur fundust.

Vel heppnuð humarhátíð

Gestir á Humarhátíð á Höfn um helgina voru í kringum þrjú þúsund og heppnaðist hátíðin vel.

Viktor og Viktor í framboði

Rúmlega 40.000 manns kom saman í gær í Kiev, höfuðborg Úkraínu, til að sýna stuðning í verki við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Viktor Júshtsjenko þegar hann tilkynnti um framboð sitt til forsetaembættis í kosningunum sem verða 31. október.

Kom skemmtilega á óvart

"Þessi lausn kom skemmtilega á óvart," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla og ákvörðun þess efnis að fella þau gömlu úr gildi.

Alger sátt

Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, segir algera sátt vera innan þingflokksins um breytt fjölmiðlalög. "Það tjáðu sig mjög margir og allir voru mjög ánægðir og sáttir við niðurstöðuna."

Sjá næstu 50 fréttir