Erlent

Viktor og Viktor í framboði

Rúmlega 40.000 manns kom saman í gær í Kiev, höfuðborg Úkraínu, til að sýna stuðning í verki við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Viktor Júshtsjenko þegar hann tilkynnti um framboð sitt til forsetaembættis í kosningunum sem verða 31. október. Forsætisráðherra landsins, Viktor Janukovitsj, helsti andstæðingur Júshtsjenko og val núverandi forseta, Leoníds Kútsjma, tilkynnti einnig í gær um framboð sitt í embætti forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að auk forsetans muni kola- og stáliðnaðurinn styðja Janukovitsj, auk þess sem hann muni fá mun meiri umfjöllun í sjónvarpi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×