Erlent

Þrettán létust í sprengjuárás

Þrettán manns létu lífið og tugir særðust þegar bílasprengja sprakk í bænum Khalis, norðaustur af Bagdad. Fórnarlömb árásarinnar voru viðstödd minningarathöfn um tvo einstaklinga sem létu lífið í skotárás vígamanna á sunnudag. Þá var ráðist á heimili embættismanns, tveir skotnir til bana og tveir særðir skotsárum. Fjölmenni var við minningarathöfnina um mennina. Í það minnsta 35 einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús svo hægt væri að gera að sárum þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×