Fleiri fréttir Fjölgar mest á Austurlandi Örlítil hækkun var á gistinóttum í maí á milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í ár voru gistinætur í maí 80.100 en voru 79.739 árið 2003 (0,45%). Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem þeim fækkaði um rúmlega 6 % og tæplega 3% á Norðurlandi. 5.7.2004 00:01 Barroso segir af sér Forsætisráðherra Portúgals, Jose Manuel Durao Barroso, mun líklega segja af sér í dag enda tekur hann bráðlega við forsetaembætti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Næstu þingkosningar eru ekki fyrr en árið 2006 og því er nú leitað eftir nýjum forsætisráðherra. Talið er líklegt að Pedro Santana Lopes, borgarstjóri Lissabon, muni verða fyrir valinu. 5.7.2004 00:01 Rétti frestað vegna veikinda Fresta varð réttarhaldi yfir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í morgun þar sem Milosevic er veikur. Saksóknarar vilja að honum verði skipaður verjandi og málinu haldið áfram. 5.7.2004 00:01 Farþegum Ryanair fjölgar enn Farþegum lágfargjaldaflugfélagsins Ryanair fjölgar sífellt. Miðað við sama tíma fyrir ári hefur þeim fjölgað um 24 prósent. Sætanýting var 79 prósent fyrir ári, en er nú 87 prósent. Félagið hefur lækkað miðaverð til að fylla vélar sínar, og segja forsvarsmenn Ryanair þann hátt hafa skilað tilætluðum árangri. 5.7.2004 00:01 Liggur þungt haldinn Forseti Austurríkis liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti skyndilega að slá í morgun. Læknum tókst að blása lífi í Thomas Klestil og bjarga þannig lífi hans. Klestil hefur verið forseti Austurríkis í tvö ár og á að láta af því embætti innan nokkurra daga. 5.7.2004 00:01 Stærri innritunarsalur í Leifsstöð Nýr innritunarsalur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. var formlega tekinn í notkun síðastliðinn föstudag klukkan 15. 5.7.2004 00:01 Miklum verðmætum stolið Ungur maður hefur verið úrskurðaður í allt að viku gæsluvarðhald, grunaður um innbrot í íbúðarhús í Hafnarfirði á föstudagskvöld, þar sem miklum verðmætum var stolið. Þýfið er ekki komið i leitirnar og lögregla telur ekki útilokað að fleiri hafi verið í vitorði með honum, og því var krafist gæsluvarðhalds vegna rannsóknarhagsmuna. 5.7.2004 00:01 Auðkífingur veiðir lunda Dularfullur rússneskur auðkýfingur, sem hér er á ferð, sparaði sér klifrið upp í Bjarnarey, þegar hann hélt þangað til lundaveiða í fyrradag, og lét þyrlu flytja sig og fylgdarlið sitt út í eyna. Þar náði hann að veiða nokkra lunda í soðið áður en þyrlan sótti þá aftur, og lenti við Höfðaból í Eyjum. Þar var lundinn matreiddur og snæddur að hætti Eyjamanna. 5.7.2004 00:01 Hefði getað farið illa Fjórir voru fluttir á Slysadeild Landsspítalans eftir að hafa hnigið í öngvit af súrefnisskorti á tónleikum Metallicu í Egilshöll í gærkvöldi og björgunarsveitarmenn þurftu að bjarga tugum manna út úr húsinu, sem komnir voru í andnauð. <strong></strong> 5.7.2004 00:01 Börn í herfangelsum Bandaríkjamenn eru sakaðir um að halda allt að hundrað börnum og ungmennum í herfangelsum í Írak. Hermenn eru sagðir hafa misnotað börnin og beitt þau ofbeldi. Þýskur fréttaskýringaþáttur svipti hulunni af þessu, og byggir frétt sína á frásögn ónafngreinds starfsmanns bandarísku herleyniþjónustunnar. 5.7.2004 00:01 Óvíst um þinghald í dag Óvíst er um þinghald í dag og á morgun. Samkvæmt þingsköpum þarf að leita afbrigða svo hægt sé að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjölmiðla í dag. Allt stefnir í að þingfundur klukkan þrjú verði eingöngu útbýtingarfundur og umræða um frumvarpið verði ekki fyrr en á miðvikudag. 5.7.2004 00:01 Harkaleg viðbrögð andstöðunnar Stjórnarandstaðan og hagsmunaaðilar hafa brugðist harkalega við þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afturkalla fjölmiðlalögin, og leggja fram nýtt frumvarp með nokkrum breytingum. Talsverð átök hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. 5.7.2004 00:01 Á ekki von á miklum umræðum Davíð Oddsson forsætisráðherra, á ekki von á miklum umræðum um nýja frumvarpið, eins og urðu um það fyrra, þar sem þingmenn séu nú þegar búnir að ræða efnisatriðin í þaula. 5.7.2004 00:01 Umferðaröryggi fyrir ferðamenn Gefinn hefur verið út bæklingur fyrir erlenda ferðamenn um umferðaröryggi. Að útgáfunni standa Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðastofa, Umhverfisstofnun og Vegagerðin, en hingað til hafa upplýsingar um akstur á Íslandi hafa ekki verið til nægilegar aðgengilegar fyrir ferðamenn. 5.7.2004 00:01 Kann að leiða til þráteflis Sigurður Líndal, lagaprófessor, sem varð fyrstur manna til að stinga upp á því að taka fjölmiðlalögin aftur, óttast að eins og að því er staðið, kunni það að leiða til þráteflis á milli forseta og Alþingis. 5.7.2004 00:01 Vill ná sáttum Össur Skarphéðinsson, segir að enn sé hægt að ná sáttum um fjölmiðlafrumvarpið, þótt framkoma ríkisstjórnarinnar í málinu sé með eindæmum. Össur hefur verið í fremstu víglínu þeirra sem berjast gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og hann er ekki hrifinn af þessum nýjasta gjörningi ríkisstjórnarinna. 5.7.2004 00:01 Myrti tugi ferðamanna Dómari í Nepal frestaði því að kveða upp dóm yfir Charles Sobhraj, tæplega sextugum karlmanni sem hefur viðurkennt að hafa myrt fjölda vestrænna ferðamanna í Asíu og Mið-Austurlöndum á áttunda áratugnum. Dómarinn vill fá fleiri skjöl í hendurnar áður en hann kveður upp dóminn. 5.7.2004 00:01 Nýtt tilfelli kúariðu Ítölsk stjórnvöld hafa staðfest að ein kýr á býli á Mið-Ítalíu hafi greinst með kúariðu. Þetta er fjórða tilfelli kúariðu sem hefur greinst á Ítalíu á árinu og það 121. frá því að prófanir hófust árið 2001. Leitað er að kúariðu í nautgripum sem orðnir eru tveggja og hálfs árs og eru ætlaðir til slátrunar og manneldis. 5.7.2004 00:01 Mun fara dómstólaleiðina Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir ljóst að fyrirtækið muni fara dómstólaleiðina til þess að fá hinu nýja fjölmiðlafrumvarpi hnekkt, ef það þá verður samþykkt. Hann segir viðbrögð sín svipuð og þegar fyrra frumvarpið var sett fram enda sé útgáfan nú ekki skárri. 5.7.2004 00:01 Sumarþing hafið Fundir Alþingis hófust á ný klukkan þrjú í dag. Til stóð að dreifa tveimur frumvörpum, annars vegar stjórnarfrumvarpi um afnám nýsettra fjölmiðlalaga og ný og breytt fjölmiðlalög. Hins vegar frumvarpi formanna stjórnarandstöðunnar um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um hin fyrri fjölmiðlalög. 5.7.2004 00:01 Saddam verði líflátinn Þúsundir Kúrda tóku þátt í kröfugöngu í bænum Halabja til að krefjast þess að Saddam Hussein verði tekinn af lífi fyrir að beita efnavopnum gegn íbúum bæjarins. 5.000 manns létu lífið í árás stjórnvalda 1988. 5.7.2004 00:01 Brotist inn í sjö flutningabíla Brotist var inn í sjö stóra flutningabíla, við Klettagarða, í fyrrinótt, og stolið úr þeim hljómtækjum og öðrum verðmætum. Í öllum tilfellum var brotin hliðarrúða í bílunum. Kannski hafa þjófarnir ekki verið mjög vanir, því í einhverjum tilfellum höfðu þeir skriðið inn um brotna rúðuna, í stað þess að teygja sig inn og taka hurðina úr lás. 5.7.2004 00:01 Þingfundi lauk með hvelli Það fór allt í háaloft á Alþingi í dag þegar Halldór Blöndal sleit þingi þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðu sem vildi halda fundinum áfram. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórninni, á stuttum þingfundi sem hófst klukkan þrjú, í dag, og lauk klukkan hálf fjögur. 5.7.2004 00:01 Sprengjur í skólatöskum Ísraelskir hermenn fundu í dag tvær sjö kílóa sprengjur í skólatöskum, í grennd við þorp á Vesturbakkanum. Ísraelar segja að þess séu mörg dæmi að börn hafi verið notuð til þess að flytja sprengjur frá herteknu svæðunum, yfir til Ísraels. Palestínumenn neita þessu. 5.7.2004 00:01 Hlaðmenn boða verkfall Hlaðmenn á breskum flugvöllum hafa samþykkt verkfallsboðun, með yfirgnæfandi meirihluta. Ekki er búið að ákveða hvenær verkfallið á að hefjast, en ef af því verður má búast við miklu öngþveiti og töfum á öllum helstu flugvöllum landsins. 5.7.2004 00:01 Áhyggjur af réttarhöldum Saddams Amnesty International hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa áhyggjum sínum af réttarhöldunum yfir Saddam Hussein fyrrverandi forseta Íraks. Áhyggjuefni sé að honum og öðrum ákærðum hafi ekki verið boðin lögfræðiaðstoð á fyrsta degi yfirheyrslna. 5.7.2004 00:01 Sveiflaði eggvopnum í Breiðholti Maður, vopnaður tveim eggvopnum, var handtekinn í Breiðholti í dag, eftir að hafa reynt þar innbrot og veifað vopnum sínum að nálægu fólki. Íbúi í Fellahverfi, sem fréttastofan ræddi við, sagði að lögreglumenn hefðu verið eldsnöggir á vettvang og fundið manninn eftir skamma leit, en hann var þá kominn inn í íbúð í hverfinu, þar sem hann mun eiga sér afdrep. 5.7.2004 00:01 Gefinn hundum að éta Þýsk kona hefur verið ákærð fyrir að hjálpa tveim dætrum sínum að myrða föður þeirra og leikur grunur á að líkið hafi verið bútað niður og gefið sjö Doberman hundum fjölskyldunnar, að éta. Fjölskyldan tilkynnti í október árið 2001, að heimilisfaðirinn væri horfinn. 5.7.2004 00:01 Enn leitað að al-Zarkawi Fimm manns létu lífið þegar bandarísk flugvél skaut eldflaug að húsi í bænum Fallujah, í Írak, í dag. Undanfarna daga hafa Bandaríkjamenn gert loftárásir á nokkur hús sem þeir telja að tengist jórdanska hryðjuverkamanninum Abu Musab al-Zarkawi. 5.7.2004 00:01 LSH vill skoða tillögur um stokk Fulltrúar stjórnarnefndar Landspítalans háskólasjúkrahúss segja mikilvægt að skoða allar tillögur um færslu Hringbrautar, þótt framkvæmdir séu þegar hafnar. Stjórnarnefndin hitti í dag fulltrúa Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð, sem telja bestu lausnina að setja Hringbraut í 600 metra opinn stokk. 5.7.2004 00:01 Vandi framhaldsskóla leystur Vandi framhaldsskólanna hefur verið leystur með fjárveitingu úr fjáraukalögum, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Gagnrýnt hefur verið að fjárveitingu vanti fyrir allt að 700 nemendur, sem sótt hafa um framhaldsskólanám næsta haust, en skólastjórnendur segja þennan vanda hafa verið fyrirsjáanlegan, en lítið hafi verið að gert. 5.7.2004 00:01 Fara ekki fram á opinbera rannsókn Félag heyrnarlausra ætlar ekki, að svo stöddu, að fara fram á opinbera rannsókn á því hversu mörg heyrnarlaus börn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Talskona Stígamóta segir að nýlegur dómur í máli gegn heyrnarlausum manni, feli í sér alvarleg skilaboð út í samfélagið. 5.7.2004 00:01 Syrtir í álinn hjá Yukos Enn syrtir í álinn hjá rússneska olíurisanum Yukos. Lánveitendur fyrirtækisins segja það í vanskilum með lán upp á marga milljarða og gengi bréfa hríðlækkar. Yukos-olíufélagið er í eigu Mikhails Khodorkovsky, sem nú er fyrir rétti sakaður um ýmis fjármálabrot. 5.7.2004 00:01 Skortir á heiðarleika stjórnvalda Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, segir skorta á heiðarleika stjórnvalda og segir nýjasta útspil þeirra undanbrögð. Ólafur var meðal þeirra sem hvöttu forseta Íslands til að skjóta fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu en í kjölfarið urðu til samtökin Þjóðarhreyfingin með lýðræði. 5.7.2004 00:01 Breytir engu fyrir Norðurljós Stjórnarformaður Norðurljósa kallar nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar skrípaleik. Verið sé að gera sýndarbreytingar á fjölmiðlafrumvarpinu, sem hafi engin efnisleg áhrif. Ekki var um það deilt að fjölmiðlalögin myndu harðast bitna á fyrirtækinu Norðurljósum og forystumenn í stjórnarflokkunum leyndu ekki þeirri skoðun sinni að brjóta þyrfti upp það fyrirtæki. 5.7.2004 00:01 Brella eða ekki brella Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kallaði það brellu fyrir mánuði að afturkalla fjölmiðlalögin og sagði að sú skylda hvíldi á ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystumenn Framsóknarflokksins aftóku einnig fyrir helgi að hætt yrði við atkvæðagreiðsluna. 5.7.2004 00:01 Stenst enn ekki stjórnarskrá Þrátt fyrir nýjustu breytingar telja lögfræðingarnir Sigurður Líndal og Jakob Möller enn verulega hættu á að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána.Það var raunar Sigurður Líndal sem varpaði fyrstur fram þeirri hugmynd að ríkisstjórnin afturkallaði fjölmiðlalögin og kæmi þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. 5.7.2004 00:01 Ekki frestað til haustsins Davíð Oddsson forsætisráðherra segir ekki koma til greina að fresta samþykkt nýrra fjölmiðlalaga til haustsins eins og stjórnarandstaðan vill. Í sama streng tekur Halldór Ásgrímsson. Stjórnarandstöðunni býðst að skipa fulltrúa í fjölmiðlanefnd sem tekur til starfa með haustinu. 5.7.2004 00:01 Loftlaust á tónleikum Fjórir gestir á tónleikum Metallicu voru fluttir á slysadeild eftir að þeir féllu í öngvit og tugir áttu erfitt með andardrátt, vegna loftleysis í Egilshöll í gærkvöld. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þó að allt hafi farið vel fram og gefur tónleikagestum bestu einkunn. 5.7.2004 00:01 Stjórnin sökuð um svik og pretti Stjórnarandstaðan segir stefna í stórstyrjöld á vettvangi stjórnmálanna með nýju frumvarpi stjórnarinnar um fjölmiðla. Hafa eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna af þjóðinni með svikum. Uppnám varð á Alþingi þegar Halldór Blöndal frestaði sumarþinginu til miðvikudags þrátt fyrir að stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta. 5.7.2004 00:01 Gjaldþrot ef UMFÍ greiðir ekki Ríkarður Másson sýslumaður á Sauðárkróki, segir sýslumannsembætti hans verða galdþrota greiði Landsmótsnefnd UMFÍ ekki 2,4 milljóna króna kostnað við aukna löggæslu á tveimur mótum félagsins. 5.7.2004 00:01 Greina nýtt tilfelli kúariðu Ítölsk stjórnvöld hafa staðfest að ein kýr á býli á Mið-Ítalíu hafi greinst með kúariðu. Þetta er fjórða tilfelli kúariðu sem hefur greinst á Ítalíu á árinu og það 121. 5.7.2004 00:01 Fjögurra akreina Vesturlandsvegur Útboð vegna framkvæmda við Vesturlandsveg stendur til 13. júlí. Akreinar til beggja átta verða tvíbreiðar, ásamt því að tvö ný hringtorg verða byggð, tvær vegbrý og göngubrú yfir Úlfarsá. 5.7.2004 00:01 Tvö sjúkraflug til Grænlands Tveir sjúklingar komu með sjúkraflugi frá Grænlandi í gær. Flugfélag Íslands sinnti þremur sjúkraflugum í einu. 5.7.2004 00:01 Enn deilt um Austurbæjarbíó Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og borgarráðsmaður Sjálfstæðisflokks, segir ágreining innan Reykjavíkurlistans um hvort rífa eigi Austurbæjarbíó. 5.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fjölgar mest á Austurlandi Örlítil hækkun var á gistinóttum í maí á milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í ár voru gistinætur í maí 80.100 en voru 79.739 árið 2003 (0,45%). Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem þeim fækkaði um rúmlega 6 % og tæplega 3% á Norðurlandi. 5.7.2004 00:01
Barroso segir af sér Forsætisráðherra Portúgals, Jose Manuel Durao Barroso, mun líklega segja af sér í dag enda tekur hann bráðlega við forsetaembætti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Næstu þingkosningar eru ekki fyrr en árið 2006 og því er nú leitað eftir nýjum forsætisráðherra. Talið er líklegt að Pedro Santana Lopes, borgarstjóri Lissabon, muni verða fyrir valinu. 5.7.2004 00:01
Rétti frestað vegna veikinda Fresta varð réttarhaldi yfir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í morgun þar sem Milosevic er veikur. Saksóknarar vilja að honum verði skipaður verjandi og málinu haldið áfram. 5.7.2004 00:01
Farþegum Ryanair fjölgar enn Farþegum lágfargjaldaflugfélagsins Ryanair fjölgar sífellt. Miðað við sama tíma fyrir ári hefur þeim fjölgað um 24 prósent. Sætanýting var 79 prósent fyrir ári, en er nú 87 prósent. Félagið hefur lækkað miðaverð til að fylla vélar sínar, og segja forsvarsmenn Ryanair þann hátt hafa skilað tilætluðum árangri. 5.7.2004 00:01
Liggur þungt haldinn Forseti Austurríkis liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti skyndilega að slá í morgun. Læknum tókst að blása lífi í Thomas Klestil og bjarga þannig lífi hans. Klestil hefur verið forseti Austurríkis í tvö ár og á að láta af því embætti innan nokkurra daga. 5.7.2004 00:01
Stærri innritunarsalur í Leifsstöð Nýr innritunarsalur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. var formlega tekinn í notkun síðastliðinn föstudag klukkan 15. 5.7.2004 00:01
Miklum verðmætum stolið Ungur maður hefur verið úrskurðaður í allt að viku gæsluvarðhald, grunaður um innbrot í íbúðarhús í Hafnarfirði á föstudagskvöld, þar sem miklum verðmætum var stolið. Þýfið er ekki komið i leitirnar og lögregla telur ekki útilokað að fleiri hafi verið í vitorði með honum, og því var krafist gæsluvarðhalds vegna rannsóknarhagsmuna. 5.7.2004 00:01
Auðkífingur veiðir lunda Dularfullur rússneskur auðkýfingur, sem hér er á ferð, sparaði sér klifrið upp í Bjarnarey, þegar hann hélt þangað til lundaveiða í fyrradag, og lét þyrlu flytja sig og fylgdarlið sitt út í eyna. Þar náði hann að veiða nokkra lunda í soðið áður en þyrlan sótti þá aftur, og lenti við Höfðaból í Eyjum. Þar var lundinn matreiddur og snæddur að hætti Eyjamanna. 5.7.2004 00:01
Hefði getað farið illa Fjórir voru fluttir á Slysadeild Landsspítalans eftir að hafa hnigið í öngvit af súrefnisskorti á tónleikum Metallicu í Egilshöll í gærkvöldi og björgunarsveitarmenn þurftu að bjarga tugum manna út úr húsinu, sem komnir voru í andnauð. <strong></strong> 5.7.2004 00:01
Börn í herfangelsum Bandaríkjamenn eru sakaðir um að halda allt að hundrað börnum og ungmennum í herfangelsum í Írak. Hermenn eru sagðir hafa misnotað börnin og beitt þau ofbeldi. Þýskur fréttaskýringaþáttur svipti hulunni af þessu, og byggir frétt sína á frásögn ónafngreinds starfsmanns bandarísku herleyniþjónustunnar. 5.7.2004 00:01
Óvíst um þinghald í dag Óvíst er um þinghald í dag og á morgun. Samkvæmt þingsköpum þarf að leita afbrigða svo hægt sé að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjölmiðla í dag. Allt stefnir í að þingfundur klukkan þrjú verði eingöngu útbýtingarfundur og umræða um frumvarpið verði ekki fyrr en á miðvikudag. 5.7.2004 00:01
Harkaleg viðbrögð andstöðunnar Stjórnarandstaðan og hagsmunaaðilar hafa brugðist harkalega við þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afturkalla fjölmiðlalögin, og leggja fram nýtt frumvarp með nokkrum breytingum. Talsverð átök hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. 5.7.2004 00:01
Á ekki von á miklum umræðum Davíð Oddsson forsætisráðherra, á ekki von á miklum umræðum um nýja frumvarpið, eins og urðu um það fyrra, þar sem þingmenn séu nú þegar búnir að ræða efnisatriðin í þaula. 5.7.2004 00:01
Umferðaröryggi fyrir ferðamenn Gefinn hefur verið út bæklingur fyrir erlenda ferðamenn um umferðaröryggi. Að útgáfunni standa Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðastofa, Umhverfisstofnun og Vegagerðin, en hingað til hafa upplýsingar um akstur á Íslandi hafa ekki verið til nægilegar aðgengilegar fyrir ferðamenn. 5.7.2004 00:01
Kann að leiða til þráteflis Sigurður Líndal, lagaprófessor, sem varð fyrstur manna til að stinga upp á því að taka fjölmiðlalögin aftur, óttast að eins og að því er staðið, kunni það að leiða til þráteflis á milli forseta og Alþingis. 5.7.2004 00:01
Vill ná sáttum Össur Skarphéðinsson, segir að enn sé hægt að ná sáttum um fjölmiðlafrumvarpið, þótt framkoma ríkisstjórnarinnar í málinu sé með eindæmum. Össur hefur verið í fremstu víglínu þeirra sem berjast gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og hann er ekki hrifinn af þessum nýjasta gjörningi ríkisstjórnarinna. 5.7.2004 00:01
Myrti tugi ferðamanna Dómari í Nepal frestaði því að kveða upp dóm yfir Charles Sobhraj, tæplega sextugum karlmanni sem hefur viðurkennt að hafa myrt fjölda vestrænna ferðamanna í Asíu og Mið-Austurlöndum á áttunda áratugnum. Dómarinn vill fá fleiri skjöl í hendurnar áður en hann kveður upp dóminn. 5.7.2004 00:01
Nýtt tilfelli kúariðu Ítölsk stjórnvöld hafa staðfest að ein kýr á býli á Mið-Ítalíu hafi greinst með kúariðu. Þetta er fjórða tilfelli kúariðu sem hefur greinst á Ítalíu á árinu og það 121. frá því að prófanir hófust árið 2001. Leitað er að kúariðu í nautgripum sem orðnir eru tveggja og hálfs árs og eru ætlaðir til slátrunar og manneldis. 5.7.2004 00:01
Mun fara dómstólaleiðina Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir ljóst að fyrirtækið muni fara dómstólaleiðina til þess að fá hinu nýja fjölmiðlafrumvarpi hnekkt, ef það þá verður samþykkt. Hann segir viðbrögð sín svipuð og þegar fyrra frumvarpið var sett fram enda sé útgáfan nú ekki skárri. 5.7.2004 00:01
Sumarþing hafið Fundir Alþingis hófust á ný klukkan þrjú í dag. Til stóð að dreifa tveimur frumvörpum, annars vegar stjórnarfrumvarpi um afnám nýsettra fjölmiðlalaga og ný og breytt fjölmiðlalög. Hins vegar frumvarpi formanna stjórnarandstöðunnar um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um hin fyrri fjölmiðlalög. 5.7.2004 00:01
Saddam verði líflátinn Þúsundir Kúrda tóku þátt í kröfugöngu í bænum Halabja til að krefjast þess að Saddam Hussein verði tekinn af lífi fyrir að beita efnavopnum gegn íbúum bæjarins. 5.000 manns létu lífið í árás stjórnvalda 1988. 5.7.2004 00:01
Brotist inn í sjö flutningabíla Brotist var inn í sjö stóra flutningabíla, við Klettagarða, í fyrrinótt, og stolið úr þeim hljómtækjum og öðrum verðmætum. Í öllum tilfellum var brotin hliðarrúða í bílunum. Kannski hafa þjófarnir ekki verið mjög vanir, því í einhverjum tilfellum höfðu þeir skriðið inn um brotna rúðuna, í stað þess að teygja sig inn og taka hurðina úr lás. 5.7.2004 00:01
Þingfundi lauk með hvelli Það fór allt í háaloft á Alþingi í dag þegar Halldór Blöndal sleit þingi þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðu sem vildi halda fundinum áfram. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórninni, á stuttum þingfundi sem hófst klukkan þrjú, í dag, og lauk klukkan hálf fjögur. 5.7.2004 00:01
Sprengjur í skólatöskum Ísraelskir hermenn fundu í dag tvær sjö kílóa sprengjur í skólatöskum, í grennd við þorp á Vesturbakkanum. Ísraelar segja að þess séu mörg dæmi að börn hafi verið notuð til þess að flytja sprengjur frá herteknu svæðunum, yfir til Ísraels. Palestínumenn neita þessu. 5.7.2004 00:01
Hlaðmenn boða verkfall Hlaðmenn á breskum flugvöllum hafa samþykkt verkfallsboðun, með yfirgnæfandi meirihluta. Ekki er búið að ákveða hvenær verkfallið á að hefjast, en ef af því verður má búast við miklu öngþveiti og töfum á öllum helstu flugvöllum landsins. 5.7.2004 00:01
Áhyggjur af réttarhöldum Saddams Amnesty International hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa áhyggjum sínum af réttarhöldunum yfir Saddam Hussein fyrrverandi forseta Íraks. Áhyggjuefni sé að honum og öðrum ákærðum hafi ekki verið boðin lögfræðiaðstoð á fyrsta degi yfirheyrslna. 5.7.2004 00:01
Sveiflaði eggvopnum í Breiðholti Maður, vopnaður tveim eggvopnum, var handtekinn í Breiðholti í dag, eftir að hafa reynt þar innbrot og veifað vopnum sínum að nálægu fólki. Íbúi í Fellahverfi, sem fréttastofan ræddi við, sagði að lögreglumenn hefðu verið eldsnöggir á vettvang og fundið manninn eftir skamma leit, en hann var þá kominn inn í íbúð í hverfinu, þar sem hann mun eiga sér afdrep. 5.7.2004 00:01
Gefinn hundum að éta Þýsk kona hefur verið ákærð fyrir að hjálpa tveim dætrum sínum að myrða föður þeirra og leikur grunur á að líkið hafi verið bútað niður og gefið sjö Doberman hundum fjölskyldunnar, að éta. Fjölskyldan tilkynnti í október árið 2001, að heimilisfaðirinn væri horfinn. 5.7.2004 00:01
Enn leitað að al-Zarkawi Fimm manns létu lífið þegar bandarísk flugvél skaut eldflaug að húsi í bænum Fallujah, í Írak, í dag. Undanfarna daga hafa Bandaríkjamenn gert loftárásir á nokkur hús sem þeir telja að tengist jórdanska hryðjuverkamanninum Abu Musab al-Zarkawi. 5.7.2004 00:01
LSH vill skoða tillögur um stokk Fulltrúar stjórnarnefndar Landspítalans háskólasjúkrahúss segja mikilvægt að skoða allar tillögur um færslu Hringbrautar, þótt framkvæmdir séu þegar hafnar. Stjórnarnefndin hitti í dag fulltrúa Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð, sem telja bestu lausnina að setja Hringbraut í 600 metra opinn stokk. 5.7.2004 00:01
Vandi framhaldsskóla leystur Vandi framhaldsskólanna hefur verið leystur með fjárveitingu úr fjáraukalögum, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Gagnrýnt hefur verið að fjárveitingu vanti fyrir allt að 700 nemendur, sem sótt hafa um framhaldsskólanám næsta haust, en skólastjórnendur segja þennan vanda hafa verið fyrirsjáanlegan, en lítið hafi verið að gert. 5.7.2004 00:01
Fara ekki fram á opinbera rannsókn Félag heyrnarlausra ætlar ekki, að svo stöddu, að fara fram á opinbera rannsókn á því hversu mörg heyrnarlaus börn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Talskona Stígamóta segir að nýlegur dómur í máli gegn heyrnarlausum manni, feli í sér alvarleg skilaboð út í samfélagið. 5.7.2004 00:01
Syrtir í álinn hjá Yukos Enn syrtir í álinn hjá rússneska olíurisanum Yukos. Lánveitendur fyrirtækisins segja það í vanskilum með lán upp á marga milljarða og gengi bréfa hríðlækkar. Yukos-olíufélagið er í eigu Mikhails Khodorkovsky, sem nú er fyrir rétti sakaður um ýmis fjármálabrot. 5.7.2004 00:01
Skortir á heiðarleika stjórnvalda Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, segir skorta á heiðarleika stjórnvalda og segir nýjasta útspil þeirra undanbrögð. Ólafur var meðal þeirra sem hvöttu forseta Íslands til að skjóta fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu en í kjölfarið urðu til samtökin Þjóðarhreyfingin með lýðræði. 5.7.2004 00:01
Breytir engu fyrir Norðurljós Stjórnarformaður Norðurljósa kallar nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar skrípaleik. Verið sé að gera sýndarbreytingar á fjölmiðlafrumvarpinu, sem hafi engin efnisleg áhrif. Ekki var um það deilt að fjölmiðlalögin myndu harðast bitna á fyrirtækinu Norðurljósum og forystumenn í stjórnarflokkunum leyndu ekki þeirri skoðun sinni að brjóta þyrfti upp það fyrirtæki. 5.7.2004 00:01
Brella eða ekki brella Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kallaði það brellu fyrir mánuði að afturkalla fjölmiðlalögin og sagði að sú skylda hvíldi á ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystumenn Framsóknarflokksins aftóku einnig fyrir helgi að hætt yrði við atkvæðagreiðsluna. 5.7.2004 00:01
Stenst enn ekki stjórnarskrá Þrátt fyrir nýjustu breytingar telja lögfræðingarnir Sigurður Líndal og Jakob Möller enn verulega hættu á að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána.Það var raunar Sigurður Líndal sem varpaði fyrstur fram þeirri hugmynd að ríkisstjórnin afturkallaði fjölmiðlalögin og kæmi þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. 5.7.2004 00:01
Ekki frestað til haustsins Davíð Oddsson forsætisráðherra segir ekki koma til greina að fresta samþykkt nýrra fjölmiðlalaga til haustsins eins og stjórnarandstaðan vill. Í sama streng tekur Halldór Ásgrímsson. Stjórnarandstöðunni býðst að skipa fulltrúa í fjölmiðlanefnd sem tekur til starfa með haustinu. 5.7.2004 00:01
Loftlaust á tónleikum Fjórir gestir á tónleikum Metallicu voru fluttir á slysadeild eftir að þeir féllu í öngvit og tugir áttu erfitt með andardrátt, vegna loftleysis í Egilshöll í gærkvöld. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þó að allt hafi farið vel fram og gefur tónleikagestum bestu einkunn. 5.7.2004 00:01
Stjórnin sökuð um svik og pretti Stjórnarandstaðan segir stefna í stórstyrjöld á vettvangi stjórnmálanna með nýju frumvarpi stjórnarinnar um fjölmiðla. Hafa eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna af þjóðinni með svikum. Uppnám varð á Alþingi þegar Halldór Blöndal frestaði sumarþinginu til miðvikudags þrátt fyrir að stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta. 5.7.2004 00:01
Gjaldþrot ef UMFÍ greiðir ekki Ríkarður Másson sýslumaður á Sauðárkróki, segir sýslumannsembætti hans verða galdþrota greiði Landsmótsnefnd UMFÍ ekki 2,4 milljóna króna kostnað við aukna löggæslu á tveimur mótum félagsins. 5.7.2004 00:01
Greina nýtt tilfelli kúariðu Ítölsk stjórnvöld hafa staðfest að ein kýr á býli á Mið-Ítalíu hafi greinst með kúariðu. Þetta er fjórða tilfelli kúariðu sem hefur greinst á Ítalíu á árinu og það 121. 5.7.2004 00:01
Fjögurra akreina Vesturlandsvegur Útboð vegna framkvæmda við Vesturlandsveg stendur til 13. júlí. Akreinar til beggja átta verða tvíbreiðar, ásamt því að tvö ný hringtorg verða byggð, tvær vegbrý og göngubrú yfir Úlfarsá. 5.7.2004 00:01
Tvö sjúkraflug til Grænlands Tveir sjúklingar komu með sjúkraflugi frá Grænlandi í gær. Flugfélag Íslands sinnti þremur sjúkraflugum í einu. 5.7.2004 00:01
Enn deilt um Austurbæjarbíó Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og borgarráðsmaður Sjálfstæðisflokks, segir ágreining innan Reykjavíkurlistans um hvort rífa eigi Austurbæjarbíó. 5.7.2004 00:01