Erlent

Reiðubúnir fyrir aðild

"Evrópusambandið myndi vilja sjá Búlgaríu skrifa undir aðildarsamninga sem fyrst," sagði Pat Cox, fráfarandi forseti þings Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Cox hafði þá fundað með Ognian Gerdjikov, forseta búlgarska þingsins. Búlgarar luku aðildarviðræðum við Evrópusambandið í síðasta mánuði, hálfu ári á undan áætlun. Þær viðræður hafa snúið að því að Búlgaría gerðist aðili að Evrópusambandinu í næstu bylgju nýrra aðildarríkja, árið 2007.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×