Innlent

Örn óheppileg fyrirmynd

"Mér finnst þetta afar óheppilegt," segir Þorgrímur Þráinsson, sviðsstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð. Örn Arnarson sundkappi hefur opinberlega viðurkennt að hafa notað munntóbak nokkur ár. Á sama tíma var hann á plakötum á vegum tóbaksvarnarnefndar. Þorgrímur segir að þeir íþróttamenn sem komu fram á auglýsingunum hafi gert það á þeim forsendum að þeir reyktu ekki. "Ég hafði ekki hugmynd um að hann notaði tóbak," segir Þorgrímur Þráinsson. "Ef hann hefur þurft að leyna okkur einhverju er það hans vandamál."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×