Lífið

Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni

UE skrifar
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er barnabarnabarn Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er barnabarnabarn Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.
Í dag fer Kvennablaðið í loftið. Það er nýr fjölmiðill, sem mætti þó segja að væri gamall, því hugmyndin er að tengja nýju útgáfuna við Kvennablaðið sem gefið var út frá árinu 1895.

Vísir hafði samband við Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, ritstjóra blaðsins, í tilefni af þessari nýju útgáfu.

„Við erum að endurvekja Kvennablaðið sem var gefið út af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, langömmu minni, og kom fyrst út árið 1895. Núna kemur blaðið út sem veffjölmiðill.

Við erum að vonast til þess að þetta verði vettvangur til skoðanaskipta um allt milli himins og jarðar. Umfjöllunarefnin spanna allt frá barnauppeldi, matreiðslu, bókmenntum og listum, fjármálum og viðskiptum yfir í íþróttir og hannyrðir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×