Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2025 16:32 Það er mikill stærðarmunur á þeim Anthony Joshua og Jake Paul eins og sást vel þegar þeir stilltu sér upp hvor á móti öðrum á blaðamannafundi. Getty/Jesus Olarte Eddie Hearn, umboðsmaður Anthony Joshua, er fullviss um að breski þungavigtarkappinn muni klára dæmið snemma í bardaganum sínum gegn Jake Paul. Tvöfaldi heimsmeistarinn Anthony Joshua mun mæta samfélagsmiðlastjörnunni Jake Paul í bardaga í Miami á Flórída 19. desember næstkomandi. Jake Paul hefur verið að skipuleggja bardaga síðustu ár og mesta athygli vakti bardagi hans við Mike Tyson. Bardagarnir hafa vakið mikla athygli og skilað þátttakendum miklum tekjum. Hearn skrifaði pistil um bardagann fyrir breska ríkisútvarpið. „Ég hef enga raunverulega vörn fyrir bardaga Anthony Joshua og Jake Paul. Það er galið að þetta sé að gerast og ég held að gagnrýnendur hafi hárrétt fyrir sér,“ skrifaði Eddie Hearn. „Við gátum einfaldlega ekki hafnað þessu. Enginn hnefaleikari með réttu ráði hefði sagt nei. Allir sem segjast hefðu gert það eru að ljúga blákalt. Við tókum bardaga sem við teljum að verði mjög einfaldur, muni gefa AJ gríðarlega mikla athygli í Ameríku og eina hæstu launaávísun ferilsins,“ skrifaði Hearn. „Jake og teymi hans vonast eftir mörgu. Þeir vona að AJ vanmeti hann, vona að AJ sé búinn á því, vona að óvirkni AJ muni koma honum í koll, vona að sjálfstraust AJ sé lítið, vona að hakan á AJ sé ekki eins og hún var einu sinni,“ skrifaði Hearn. „En, því miður fyrir þá, er AJ algjörlega á tánum. Hann er búinn að vera í æfingabúðum og æfir eins og hann sé að fara að berjast við Oleksandr Usyk eða í endurbardaga við Daniel Dubois,“ skrifaði Hearn. „Ég býst við því að minn maður vinni innan tveggja lota með hrikalegu rothöggi,“ skrifaði Hearn. „Hann gæti kýlt Jake í búkinn og rifbeinsbrotið hann þannig að hann kæmist ekki á fætur. Ef hann hittir hann hreint, þá mun hann rota hann, steinrota hann. Eða dómarinn gæti stokkið inn í,“ skrifaði Hearn. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Box Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Sjá meira
Tvöfaldi heimsmeistarinn Anthony Joshua mun mæta samfélagsmiðlastjörnunni Jake Paul í bardaga í Miami á Flórída 19. desember næstkomandi. Jake Paul hefur verið að skipuleggja bardaga síðustu ár og mesta athygli vakti bardagi hans við Mike Tyson. Bardagarnir hafa vakið mikla athygli og skilað þátttakendum miklum tekjum. Hearn skrifaði pistil um bardagann fyrir breska ríkisútvarpið. „Ég hef enga raunverulega vörn fyrir bardaga Anthony Joshua og Jake Paul. Það er galið að þetta sé að gerast og ég held að gagnrýnendur hafi hárrétt fyrir sér,“ skrifaði Eddie Hearn. „Við gátum einfaldlega ekki hafnað þessu. Enginn hnefaleikari með réttu ráði hefði sagt nei. Allir sem segjast hefðu gert það eru að ljúga blákalt. Við tókum bardaga sem við teljum að verði mjög einfaldur, muni gefa AJ gríðarlega mikla athygli í Ameríku og eina hæstu launaávísun ferilsins,“ skrifaði Hearn. „Jake og teymi hans vonast eftir mörgu. Þeir vona að AJ vanmeti hann, vona að AJ sé búinn á því, vona að óvirkni AJ muni koma honum í koll, vona að sjálfstraust AJ sé lítið, vona að hakan á AJ sé ekki eins og hún var einu sinni,“ skrifaði Hearn. „En, því miður fyrir þá, er AJ algjörlega á tánum. Hann er búinn að vera í æfingabúðum og æfir eins og hann sé að fara að berjast við Oleksandr Usyk eða í endurbardaga við Daniel Dubois,“ skrifaði Hearn. „Ég býst við því að minn maður vinni innan tveggja lota með hrikalegu rothöggi,“ skrifaði Hearn. „Hann gæti kýlt Jake í búkinn og rifbeinsbrotið hann þannig að hann kæmist ekki á fætur. Ef hann hittir hann hreint, þá mun hann rota hann, steinrota hann. Eða dómarinn gæti stokkið inn í,“ skrifaði Hearn. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Box Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Sjá meira