Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2025 07:03 Samantha Smith hefur möguelga leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik. vísir / diego Óhætt er að segja að Bandaríkjakonan Sammie Smith hafi átt góðu gengi að fagna sem leikmaður Breiðabliks. Vera má að ótrúlegur sigur á Danmerkurmeisturum Hjörring í vikunni hafi verið hennar síðasti leikur fyrir liðið. Það var sannarlega ótrúlegur leikur á Jótlandi þar sem Blikakonur unnu samanlagðan 4-3 sigur eftir að hafa lent 3-0 undir. „Guð minn góður. Þegar við lentum 1-0 undir hugsaði ég bara: „Guð minn góður, við þurfum að skora þrjú mörk“ og svo komast þær í 2-0 og þá hugsaði ég: „Guð minn góður, nú þurfum við að skora fjögur.“ En við mættum miklu betur til leiks í seinni hálfleik og þegar Karitas kom inn á þá kom hún með aðra orku inn í liðið og hún breytti leiknum.“ „Svo þegar við skorum fyrsta markið þá fundum við að við gætum mögulega náð þessu og við héldum bara áfram. Svo endum við á að vinna og það var algjörlega sturlað.“ Hún skoraði annað mark Blika áður en liðið fékk aukaspyrnu á sjöundu mínútu uppbótartíma, marki undir. „Nokkrum mínútum áður hafði ég skotið hornspyrnu í hliðarnetið og ég hugsaði: „Skjóttu þessu á rammann. Ekki klúðra þessu.“ Mjög jákvæð hugsun. En mér tókst að koma boltanum inn í svæði þar sem við gátum gert eitthvað. Það var heppnisstimpill á snertingunni og boltinn fór á réttan stað. Ég er hæstánægð með það.“ Smith hefur farið mikinn hér á landi síðustu tvö sumur. Hún vann bæði Lengjudeildina með FHL og Bestu deildina með Breiðabliki í fyrra og vann tvöfalt með Blikum í ár. Samningur hennar í Kópavogi er runninn út og vera má að hún flytji sig um set, annað hvort á meginland Evrópu eða heim til Bandaríkjanna. „Mögulega,“ sagði Smith er hún var spurð út í hvort þetta hafi verið hennar síðasti leikur fyrir Breiðablik. „Ég er ekki alveg búin að ákveða mig. Miklar tilfinningar hafa byggst upp á þessari leiktíð og þetta er magnaður hópur af stelpum. Við erum svo nátengdar innan vallar sem utan og það er sjaldgæft. Að ná svona góðum árangri á leiktíðinni og ég fann fyrir svo miklum létti og við gáfum tilfinningunum lausan tauminn. Ég elska allar þessar stelpur og ég vona að ég sjái þær aftur. Við sjáum til.“ Á meðan hún finnur út úr næstu skrefum ætlar hún að njóta með fjölskyldunni en Smith flýgur vestur um haf í dag. „Við ætlum að halda upp á Þakkargjörðarhátíðina og borða góðan mat. Þetta er fullkominn tími til að fara heim, halda hátíð og verja tíma með fjölskyldu og vinum. Ég get ekki beðið.“ Viðtalið við Sammie Smith í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sammie Smith um ótrúlegan sigur Blika og framtíðina Breiðablik Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Það var sannarlega ótrúlegur leikur á Jótlandi þar sem Blikakonur unnu samanlagðan 4-3 sigur eftir að hafa lent 3-0 undir. „Guð minn góður. Þegar við lentum 1-0 undir hugsaði ég bara: „Guð minn góður, við þurfum að skora þrjú mörk“ og svo komast þær í 2-0 og þá hugsaði ég: „Guð minn góður, nú þurfum við að skora fjögur.“ En við mættum miklu betur til leiks í seinni hálfleik og þegar Karitas kom inn á þá kom hún með aðra orku inn í liðið og hún breytti leiknum.“ „Svo þegar við skorum fyrsta markið þá fundum við að við gætum mögulega náð þessu og við héldum bara áfram. Svo endum við á að vinna og það var algjörlega sturlað.“ Hún skoraði annað mark Blika áður en liðið fékk aukaspyrnu á sjöundu mínútu uppbótartíma, marki undir. „Nokkrum mínútum áður hafði ég skotið hornspyrnu í hliðarnetið og ég hugsaði: „Skjóttu þessu á rammann. Ekki klúðra þessu.“ Mjög jákvæð hugsun. En mér tókst að koma boltanum inn í svæði þar sem við gátum gert eitthvað. Það var heppnisstimpill á snertingunni og boltinn fór á réttan stað. Ég er hæstánægð með það.“ Smith hefur farið mikinn hér á landi síðustu tvö sumur. Hún vann bæði Lengjudeildina með FHL og Bestu deildina með Breiðabliki í fyrra og vann tvöfalt með Blikum í ár. Samningur hennar í Kópavogi er runninn út og vera má að hún flytji sig um set, annað hvort á meginland Evrópu eða heim til Bandaríkjanna. „Mögulega,“ sagði Smith er hún var spurð út í hvort þetta hafi verið hennar síðasti leikur fyrir Breiðablik. „Ég er ekki alveg búin að ákveða mig. Miklar tilfinningar hafa byggst upp á þessari leiktíð og þetta er magnaður hópur af stelpum. Við erum svo nátengdar innan vallar sem utan og það er sjaldgæft. Að ná svona góðum árangri á leiktíðinni og ég fann fyrir svo miklum létti og við gáfum tilfinningunum lausan tauminn. Ég elska allar þessar stelpur og ég vona að ég sjái þær aftur. Við sjáum til.“ Á meðan hún finnur út úr næstu skrefum ætlar hún að njóta með fjölskyldunni en Smith flýgur vestur um haf í dag. „Við ætlum að halda upp á Þakkargjörðarhátíðina og borða góðan mat. Þetta er fullkominn tími til að fara heim, halda hátíð og verja tíma með fjölskyldu og vinum. Ég get ekki beðið.“ Viðtalið við Sammie Smith í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sammie Smith um ótrúlegan sigur Blika og framtíðina
Breiðablik Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira