Þriðji sigur Chelsea í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chelsea vann góðan sigur í dag.
Chelsea vann góðan sigur í dag. Císir/Getty

Chelsea vann góðan 0-2 sigur er liðið heimsótti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Chelsea hefur verið á góðri siglingu undanfarið og hafði liðið unnið tvo deildarleiki í röð fyrir landsleikjahléið.

Sigurganga liðsins hélt áfram í dag með mörkum frá Pedro Neto á 37. mínútu og Enzo Fernandez á 88. mínútu tryggðu Chelsea 0-2 sigur.

Chelsea situr nú í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 11 leiki, en liðin í kring eiga þó öll eftir að spila um helgina.

Burnley situr hins vegar í 17. sæti með tíu stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira