Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 21:49 Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur bindur vonir við að fólk vakni loksins til vitundar um skaðsemi þess að borða mikið af gjörunninni fæðu. Vísir/Sigurjón Gjörunnin matvæli skaða öll helstu líffærakerfi mannslíkamans og eru gríðarleg ógn við heilsu manna á heimsvísu samkvæmt viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á unnum matvælum til þessa. Næringarfræðingur segir þessi tímamót sýna að það sé kominn tími til að vakna. Dæmi um gjörunnin matvæli sem margir telja hollustusamleg og heilnæm eru morgunkorn og próteinstykki. Þetta sýnir ný og viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið á gjörunnum matvælum en gert er grein fyrir niðurstöðunum í þremur greinum í tímaritinu Lancet og stærstu fjölmiðlarnir fjalla um. „Ég er búin að tala um þetta í mörg, mörg ár hvað gjörunninn matur getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu almennings. Lífsstílssjúkdómar eru 60-80% af sjúkdómum sem hrjá okkur hér í vestrænum löndum. Þetta er gríðarlega alvarlegt vandamál og það að sé komin núna risa rannsókn sem staðfestir hversu alvarlegt þetta er, það kannski kemur okkur til að vakna,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Fréttastofa fjallaði í vor um rannsókn sem sýndi að tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga samanstandi af gjörunninni fæðu. Hlutfallið er jafnvel hærra í Bandaríkjunum og Bretlandi en hæst hjá fátækari hópum. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til. Hann er með alls konar aukaefnum, það eru gerviefni og ýruefni þannig að maturinn er farinn úr sínu náttúrulega formi.“ Þetta sé afar heilsuspillandi. Fólk geti borðað mikið af gjörunninni fæðu, verið í yfirþyngd en samt í næringarskorti. „Fólk segir gjarnan þegar það er aðeins búið að þyngjast „ja, ég er greinilega ekki illa haldinn,“ en jú við getum verið í gríðarlegum næringarskorti þótt við séum í ofþyngd.“ Í rannsókninni eru gjörunnin matvæli tengd við offitu, sykursýki 2, hjartasjúkdóma og þunglyndi. Elísabet segir einkennin mörg og afleiðingarnar alvarlegar. „Heilaþoka, orkuleysi, það er magnleysi, depurð og bólgur. Það myndast gríðarlegar bólgur í líkamanum af mat sem er ekki heilnæmur. Ef hann er gjörunninn þá myndar líkaminn bólgur með tíð og tíma og þetta getur sligað fólk og heilsuleysið verður algjört.“ Stjórnvöld hætti að bjóða út skólamáltíðir Stemma þurfi stigu við markaðssetningu á gjörunninni fæðu. Yfirvöld þurfi að sjá til þess að börn og gamalmenni fái hreina fæðu í mötuneytum. „Það á ekki að vera hagnaðardrifið, það á ekki að fara í útboð. Þessi matur á bara að kosta eitthvað ákveðið. Hvað kostar ákveðinn diskur af heilnæmum mat?“ Matur Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Þetta sýnir ný og viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið á gjörunnum matvælum en gert er grein fyrir niðurstöðunum í þremur greinum í tímaritinu Lancet og stærstu fjölmiðlarnir fjalla um. „Ég er búin að tala um þetta í mörg, mörg ár hvað gjörunninn matur getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu almennings. Lífsstílssjúkdómar eru 60-80% af sjúkdómum sem hrjá okkur hér í vestrænum löndum. Þetta er gríðarlega alvarlegt vandamál og það að sé komin núna risa rannsókn sem staðfestir hversu alvarlegt þetta er, það kannski kemur okkur til að vakna,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Fréttastofa fjallaði í vor um rannsókn sem sýndi að tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga samanstandi af gjörunninni fæðu. Hlutfallið er jafnvel hærra í Bandaríkjunum og Bretlandi en hæst hjá fátækari hópum. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til. Hann er með alls konar aukaefnum, það eru gerviefni og ýruefni þannig að maturinn er farinn úr sínu náttúrulega formi.“ Þetta sé afar heilsuspillandi. Fólk geti borðað mikið af gjörunninni fæðu, verið í yfirþyngd en samt í næringarskorti. „Fólk segir gjarnan þegar það er aðeins búið að þyngjast „ja, ég er greinilega ekki illa haldinn,“ en jú við getum verið í gríðarlegum næringarskorti þótt við séum í ofþyngd.“ Í rannsókninni eru gjörunnin matvæli tengd við offitu, sykursýki 2, hjartasjúkdóma og þunglyndi. Elísabet segir einkennin mörg og afleiðingarnar alvarlegar. „Heilaþoka, orkuleysi, það er magnleysi, depurð og bólgur. Það myndast gríðarlegar bólgur í líkamanum af mat sem er ekki heilnæmur. Ef hann er gjörunninn þá myndar líkaminn bólgur með tíð og tíma og þetta getur sligað fólk og heilsuleysið verður algjört.“ Stjórnvöld hætti að bjóða út skólamáltíðir Stemma þurfi stigu við markaðssetningu á gjörunninni fæðu. Yfirvöld þurfi að sjá til þess að börn og gamalmenni fái hreina fæðu í mötuneytum. „Það á ekki að vera hagnaðardrifið, það á ekki að fara í útboð. Þessi matur á bara að kosta eitthvað ákveðið. Hvað kostar ákveðinn diskur af heilnæmum mat?“
Matur Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15