Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. október 2025 10:05 Kvennalið Fram er án þjálfara og meistaraflokksráðs. Fram Stjórn knattspyrnudeildar Fram sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu í gærkvöldi sem gengur algjörlega gegn orðum þjálfara og meistaraflokksráðs kvennaliðsins, sem hættu störfum og sökuðu félagið um metnaðarleysi. Í yfirlýsingunni segir að stjórn knattspyrnudeildar muni „halda áfram að styðja liðið af fullum krafti“ og „halda áfram að leggja mikinn metnað í uppbyggingu beggja meistaraflokka.“ Stjórnarformaðurinn Guðmundur Torfason vildi ekki tjá sig um málið að öðru leiti þegar Vísir leitaði viðbragða og vísaði einungis í yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er í algjörri andstæðu við það sem þjálfarinn og formaður meistaraflokksráðs hafa sagt. Óskar Smári Haraldsson og þjálfarateymi hans hættu störfum í vikunni. Hann hafði verið þjálfari liðsins í fjögur ár og sagði í samtali við Fótbolta.net að „metnaður hans liggi ekki á sama stað og Fram.“ Þorgrímur Haraldsson og aðrir aðilar meistaraflokksráðs kvenna hættu líka störfum. Þorgrímur hafði verið formaður ráðsins í fimm ár og sagði á Facebook síðu sinni: „Mig langaði ekkert til að hætta. Ég tel hinsvegar viðhorf og metnað stjórnar knattspyrnudeildar Fram gagnvart kvennaliðinu sínu ekki samræmast mínum eigin viðhorfum og metnaði. Þeirri skoðun deili ég með meistaraflokksráði og þjálfara liðsins svo við teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu.“ Í yfirlýsingu Fram segir einnig að fundað verði til að ákveða næstu skref og hefja leitina að nýju þjálfarateymi. Yfirlýsing Fram í heild sinni: Stjórn knattspyrnudeildar Fram vill færa fráfarandi þjálfarateymi og aðilum meistaraflokksráðs kvenna, sem nú láta af störfum, innilegar þakkir fyrir þeirra framlag og störf í þágu félagsins.Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega og mun stjórn knattspyrnudeildar halda áfram að styðja við liðið af fullum krafti. Á næstunni verður fundað til að ákveða næstu skref, og hefst þá jafnframt vinna við að ráða nýtt þjálfarateymi.Knattspyrnudeild Fram heldur áfram að leggja mikinn metnað í uppbyggingu beggja meistaraflokka, karla og kvenna, og styðja við leikmenn og þjálfara í átt að áframhaldandi framförum.Við höfum þegar fengið fjölda fyrirspurna og hlökkum til að kynna framhaldið fljótlega.Stjórn knattspyrnudeildar Fram. Besta deild kvenna Fram Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að stjórn knattspyrnudeildar muni „halda áfram að styðja liðið af fullum krafti“ og „halda áfram að leggja mikinn metnað í uppbyggingu beggja meistaraflokka.“ Stjórnarformaðurinn Guðmundur Torfason vildi ekki tjá sig um málið að öðru leiti þegar Vísir leitaði viðbragða og vísaði einungis í yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er í algjörri andstæðu við það sem þjálfarinn og formaður meistaraflokksráðs hafa sagt. Óskar Smári Haraldsson og þjálfarateymi hans hættu störfum í vikunni. Hann hafði verið þjálfari liðsins í fjögur ár og sagði í samtali við Fótbolta.net að „metnaður hans liggi ekki á sama stað og Fram.“ Þorgrímur Haraldsson og aðrir aðilar meistaraflokksráðs kvenna hættu líka störfum. Þorgrímur hafði verið formaður ráðsins í fimm ár og sagði á Facebook síðu sinni: „Mig langaði ekkert til að hætta. Ég tel hinsvegar viðhorf og metnað stjórnar knattspyrnudeildar Fram gagnvart kvennaliðinu sínu ekki samræmast mínum eigin viðhorfum og metnaði. Þeirri skoðun deili ég með meistaraflokksráði og þjálfara liðsins svo við teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu.“ Í yfirlýsingu Fram segir einnig að fundað verði til að ákveða næstu skref og hefja leitina að nýju þjálfarateymi. Yfirlýsing Fram í heild sinni: Stjórn knattspyrnudeildar Fram vill færa fráfarandi þjálfarateymi og aðilum meistaraflokksráðs kvenna, sem nú láta af störfum, innilegar þakkir fyrir þeirra framlag og störf í þágu félagsins.Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega og mun stjórn knattspyrnudeildar halda áfram að styðja við liðið af fullum krafti. Á næstunni verður fundað til að ákveða næstu skref, og hefst þá jafnframt vinna við að ráða nýtt þjálfarateymi.Knattspyrnudeild Fram heldur áfram að leggja mikinn metnað í uppbyggingu beggja meistaraflokka, karla og kvenna, og styðja við leikmenn og þjálfara í átt að áframhaldandi framförum.Við höfum þegar fengið fjölda fyrirspurna og hlökkum til að kynna framhaldið fljótlega.Stjórn knattspyrnudeildar Fram.
Besta deild kvenna Fram Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira