Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. október 2025 10:05 Kvennalið Fram er án þjálfara og meistaraflokksráðs. Fram Stjórn knattspyrnudeildar Fram sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu í gærkvöldi sem gengur algjörlega gegn orðum þjálfara og meistaraflokksráðs kvennaliðsins, sem hættu störfum og sökuðu félagið um metnaðarleysi. Í yfirlýsingunni segir að stjórn knattspyrnudeildar muni „halda áfram að styðja liðið af fullum krafti“ og „halda áfram að leggja mikinn metnað í uppbyggingu beggja meistaraflokka.“ Stjórnarformaðurinn Guðmundur Torfason vildi ekki tjá sig um málið að öðru leiti þegar Vísir leitaði viðbragða og vísaði einungis í yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er í algjörri andstæðu við það sem þjálfarinn og formaður meistaraflokksráðs hafa sagt. Óskar Smári Haraldsson og þjálfarateymi hans hættu störfum í vikunni. Hann hafði verið þjálfari liðsins í fjögur ár og sagði í samtali við Fótbolta.net að „metnaður hans liggi ekki á sama stað og Fram.“ Þorgrímur Haraldsson og aðrir aðilar meistaraflokksráðs kvenna hættu líka störfum. Þorgrímur hafði verið formaður ráðsins í fimm ár og sagði á Facebook síðu sinni: „Mig langaði ekkert til að hætta. Ég tel hinsvegar viðhorf og metnað stjórnar knattspyrnudeildar Fram gagnvart kvennaliðinu sínu ekki samræmast mínum eigin viðhorfum og metnaði. Þeirri skoðun deili ég með meistaraflokksráði og þjálfara liðsins svo við teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu.“ Í yfirlýsingu Fram segir einnig að fundað verði til að ákveða næstu skref og hefja leitina að nýju þjálfarateymi. Yfirlýsing Fram í heild sinni: Stjórn knattspyrnudeildar Fram vill færa fráfarandi þjálfarateymi og aðilum meistaraflokksráðs kvenna, sem nú láta af störfum, innilegar þakkir fyrir þeirra framlag og störf í þágu félagsins.Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega og mun stjórn knattspyrnudeildar halda áfram að styðja við liðið af fullum krafti. Á næstunni verður fundað til að ákveða næstu skref, og hefst þá jafnframt vinna við að ráða nýtt þjálfarateymi.Knattspyrnudeild Fram heldur áfram að leggja mikinn metnað í uppbyggingu beggja meistaraflokka, karla og kvenna, og styðja við leikmenn og þjálfara í átt að áframhaldandi framförum.Við höfum þegar fengið fjölda fyrirspurna og hlökkum til að kynna framhaldið fljótlega.Stjórn knattspyrnudeildar Fram. Besta deild kvenna Fram Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að stjórn knattspyrnudeildar muni „halda áfram að styðja liðið af fullum krafti“ og „halda áfram að leggja mikinn metnað í uppbyggingu beggja meistaraflokka.“ Stjórnarformaðurinn Guðmundur Torfason vildi ekki tjá sig um málið að öðru leiti þegar Vísir leitaði viðbragða og vísaði einungis í yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er í algjörri andstæðu við það sem þjálfarinn og formaður meistaraflokksráðs hafa sagt. Óskar Smári Haraldsson og þjálfarateymi hans hættu störfum í vikunni. Hann hafði verið þjálfari liðsins í fjögur ár og sagði í samtali við Fótbolta.net að „metnaður hans liggi ekki á sama stað og Fram.“ Þorgrímur Haraldsson og aðrir aðilar meistaraflokksráðs kvenna hættu líka störfum. Þorgrímur hafði verið formaður ráðsins í fimm ár og sagði á Facebook síðu sinni: „Mig langaði ekkert til að hætta. Ég tel hinsvegar viðhorf og metnað stjórnar knattspyrnudeildar Fram gagnvart kvennaliðinu sínu ekki samræmast mínum eigin viðhorfum og metnaði. Þeirri skoðun deili ég með meistaraflokksráði og þjálfara liðsins svo við teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu.“ Í yfirlýsingu Fram segir einnig að fundað verði til að ákveða næstu skref og hefja leitina að nýju þjálfarateymi. Yfirlýsing Fram í heild sinni: Stjórn knattspyrnudeildar Fram vill færa fráfarandi þjálfarateymi og aðilum meistaraflokksráðs kvenna, sem nú láta af störfum, innilegar þakkir fyrir þeirra framlag og störf í þágu félagsins.Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega og mun stjórn knattspyrnudeildar halda áfram að styðja við liðið af fullum krafti. Á næstunni verður fundað til að ákveða næstu skref, og hefst þá jafnframt vinna við að ráða nýtt þjálfarateymi.Knattspyrnudeild Fram heldur áfram að leggja mikinn metnað í uppbyggingu beggja meistaraflokka, karla og kvenna, og styðja við leikmenn og þjálfara í átt að áframhaldandi framförum.Við höfum þegar fengið fjölda fyrirspurna og hlökkum til að kynna framhaldið fljótlega.Stjórn knattspyrnudeildar Fram.
Besta deild kvenna Fram Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira