Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. október 2025 10:05 Kvennalið Fram er án þjálfara og meistaraflokksráðs. Fram Stjórn knattspyrnudeildar Fram sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu í gærkvöldi sem gengur algjörlega gegn orðum þjálfara og meistaraflokksráðs kvennaliðsins, sem hættu störfum og sökuðu félagið um metnaðarleysi. Í yfirlýsingunni segir að stjórn knattspyrnudeildar muni „halda áfram að styðja liðið af fullum krafti“ og „halda áfram að leggja mikinn metnað í uppbyggingu beggja meistaraflokka.“ Stjórnarformaðurinn Guðmundur Torfason vildi ekki tjá sig um málið að öðru leiti þegar Vísir leitaði viðbragða og vísaði einungis í yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er í algjörri andstæðu við það sem þjálfarinn og formaður meistaraflokksráðs hafa sagt. Óskar Smári Haraldsson og þjálfarateymi hans hættu störfum í vikunni. Hann hafði verið þjálfari liðsins í fjögur ár og sagði í samtali við Fótbolta.net að „metnaður hans liggi ekki á sama stað og Fram.“ Þorgrímur Haraldsson og aðrir aðilar meistaraflokksráðs kvenna hættu líka störfum. Þorgrímur hafði verið formaður ráðsins í fimm ár og sagði á Facebook síðu sinni: „Mig langaði ekkert til að hætta. Ég tel hinsvegar viðhorf og metnað stjórnar knattspyrnudeildar Fram gagnvart kvennaliðinu sínu ekki samræmast mínum eigin viðhorfum og metnaði. Þeirri skoðun deili ég með meistaraflokksráði og þjálfara liðsins svo við teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu.“ Í yfirlýsingu Fram segir einnig að fundað verði til að ákveða næstu skref og hefja leitina að nýju þjálfarateymi. Yfirlýsing Fram í heild sinni: Stjórn knattspyrnudeildar Fram vill færa fráfarandi þjálfarateymi og aðilum meistaraflokksráðs kvenna, sem nú láta af störfum, innilegar þakkir fyrir þeirra framlag og störf í þágu félagsins.Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega og mun stjórn knattspyrnudeildar halda áfram að styðja við liðið af fullum krafti. Á næstunni verður fundað til að ákveða næstu skref, og hefst þá jafnframt vinna við að ráða nýtt þjálfarateymi.Knattspyrnudeild Fram heldur áfram að leggja mikinn metnað í uppbyggingu beggja meistaraflokka, karla og kvenna, og styðja við leikmenn og þjálfara í átt að áframhaldandi framförum.Við höfum þegar fengið fjölda fyrirspurna og hlökkum til að kynna framhaldið fljótlega.Stjórn knattspyrnudeildar Fram. Besta deild kvenna Fram Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að stjórn knattspyrnudeildar muni „halda áfram að styðja liðið af fullum krafti“ og „halda áfram að leggja mikinn metnað í uppbyggingu beggja meistaraflokka.“ Stjórnarformaðurinn Guðmundur Torfason vildi ekki tjá sig um málið að öðru leiti þegar Vísir leitaði viðbragða og vísaði einungis í yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er í algjörri andstæðu við það sem þjálfarinn og formaður meistaraflokksráðs hafa sagt. Óskar Smári Haraldsson og þjálfarateymi hans hættu störfum í vikunni. Hann hafði verið þjálfari liðsins í fjögur ár og sagði í samtali við Fótbolta.net að „metnaður hans liggi ekki á sama stað og Fram.“ Þorgrímur Haraldsson og aðrir aðilar meistaraflokksráðs kvenna hættu líka störfum. Þorgrímur hafði verið formaður ráðsins í fimm ár og sagði á Facebook síðu sinni: „Mig langaði ekkert til að hætta. Ég tel hinsvegar viðhorf og metnað stjórnar knattspyrnudeildar Fram gagnvart kvennaliðinu sínu ekki samræmast mínum eigin viðhorfum og metnaði. Þeirri skoðun deili ég með meistaraflokksráði og þjálfara liðsins svo við teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu.“ Í yfirlýsingu Fram segir einnig að fundað verði til að ákveða næstu skref og hefja leitina að nýju þjálfarateymi. Yfirlýsing Fram í heild sinni: Stjórn knattspyrnudeildar Fram vill færa fráfarandi þjálfarateymi og aðilum meistaraflokksráðs kvenna, sem nú láta af störfum, innilegar þakkir fyrir þeirra framlag og störf í þágu félagsins.Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega og mun stjórn knattspyrnudeildar halda áfram að styðja við liðið af fullum krafti. Á næstunni verður fundað til að ákveða næstu skref, og hefst þá jafnframt vinna við að ráða nýtt þjálfarateymi.Knattspyrnudeild Fram heldur áfram að leggja mikinn metnað í uppbyggingu beggja meistaraflokka, karla og kvenna, og styðja við leikmenn og þjálfara í átt að áframhaldandi framförum.Við höfum þegar fengið fjölda fyrirspurna og hlökkum til að kynna framhaldið fljótlega.Stjórn knattspyrnudeildar Fram.
Besta deild kvenna Fram Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira