Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. október 2025 11:02 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Vísir/Ívar Fannar Mögulega þarf að skera niður í starfsteymum landsliða Íslands í handbolta fyrir komandi stórmót vegna slæmrar fjárhagsstöðu HSÍ. Allt kapp er lagt á að svo sé ekki samkvæmt framkvæmdastjóra sambandsins. Töluvert hefur verið fjallað um slæma fjárhagsstöðu HSÍ undanfarin misseri en sambandið var rekið með um 130 milljóna króna halla undanfarin tvö ár. Landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann færi með skert teymi til Þýskalands þar sem strákarnir okkar skíttöpuðu fyrir heimamönnum í gærkvöld. Þangað út fóru ekki leikgreinandi og læknir sem venjulega yrðu með í för. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur,“ sagði Snorri Steinn við Vísi fyrir um tveimur vikum síðan. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fjárhagsstöðuna vissulega slæma. „Staðan hefur oft verið betri. Það sem er að hrjá okkur núna er árangur. Við erum með sjö stórmót á þessu ári, tvö hjá A-landsliðum og fimm hjá yngri landsliðum. Árangri fylgir kostnaður. Meðan við sjáum ekki aukið fjármagn frá ríki í gegnum Afrekssjóð þá er þetta bara bagalegt ástand,“ segir Róbert Geir. „Við þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir eins og við gerðum núna þegar við sendum aðeins færri út með karlalandsliðinu til Þýskalands og munum þurfa að gera áfram í framhaldinu,“ bætir hann við. Vilja vernda stórmótin Kvennalandsliðið fer á HM í næsta mánuði og karlanir á EM í janúar. Þarf að skera niður starfsteymið þar, einnig? „Stelpurnar munu byrja á því að fara í æfingaleiki til Færeyja fyrir HM. Það er ljóst að við förum með færra starfsfólk þangað. Við erum að reyna að vernda stórmótin – það eru okkar stóru augnablik – að reyna að fara með jafnmikinn fjölda og áður þangað. En það er ljóst að það verður ekki fjölgun,“ segir Róbert Geir. Sama sé uppi á teningunum með karlalandsliðið sem fer til Svíþjóðar í janúar. Reynt verði að fara með fullt teymi þangað út, en ekki fyrir mót. „Á mótið sjálft, já. En í aðdragandanum má gera ráð fyrir að við verðum eitthvað færri. Miðað við hvernig staðan er í dag.“ Stórmót yngri landsliða í uppnámi? Aðspurður hvort von sé á frekari niðurskurði segir Róbert það til skoðunar innan stjórnar. Erfitt sé fyrir sambandið að fjármagna stórmót yngri landsliða eins og í stakk er búið sem stendur. „Ný stjórn er að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Við þurfum að skoða alvarlega hvað við gerum á næsta ári með yngri landslið og fleira. Hversu mikla útgerð við ætlum að vera með. Árangur er dýr, að fara á þessi mót er dýrt og við getum ekki velt fjárhagsstöðunni á undan okkur og taprekstri undanfarinna ára til lengdar. Það sjá það allir,“ segir Róbert Geir. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um slæma fjárhagsstöðu HSÍ undanfarin misseri en sambandið var rekið með um 130 milljóna króna halla undanfarin tvö ár. Landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann færi með skert teymi til Þýskalands þar sem strákarnir okkar skíttöpuðu fyrir heimamönnum í gærkvöld. Þangað út fóru ekki leikgreinandi og læknir sem venjulega yrðu með í för. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur,“ sagði Snorri Steinn við Vísi fyrir um tveimur vikum síðan. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fjárhagsstöðuna vissulega slæma. „Staðan hefur oft verið betri. Það sem er að hrjá okkur núna er árangur. Við erum með sjö stórmót á þessu ári, tvö hjá A-landsliðum og fimm hjá yngri landsliðum. Árangri fylgir kostnaður. Meðan við sjáum ekki aukið fjármagn frá ríki í gegnum Afrekssjóð þá er þetta bara bagalegt ástand,“ segir Róbert Geir. „Við þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir eins og við gerðum núna þegar við sendum aðeins færri út með karlalandsliðinu til Þýskalands og munum þurfa að gera áfram í framhaldinu,“ bætir hann við. Vilja vernda stórmótin Kvennalandsliðið fer á HM í næsta mánuði og karlanir á EM í janúar. Þarf að skera niður starfsteymið þar, einnig? „Stelpurnar munu byrja á því að fara í æfingaleiki til Færeyja fyrir HM. Það er ljóst að við förum með færra starfsfólk þangað. Við erum að reyna að vernda stórmótin – það eru okkar stóru augnablik – að reyna að fara með jafnmikinn fjölda og áður þangað. En það er ljóst að það verður ekki fjölgun,“ segir Róbert Geir. Sama sé uppi á teningunum með karlalandsliðið sem fer til Svíþjóðar í janúar. Reynt verði að fara með fullt teymi þangað út, en ekki fyrir mót. „Á mótið sjálft, já. En í aðdragandanum má gera ráð fyrir að við verðum eitthvað færri. Miðað við hvernig staðan er í dag.“ Stórmót yngri landsliða í uppnámi? Aðspurður hvort von sé á frekari niðurskurði segir Róbert það til skoðunar innan stjórnar. Erfitt sé fyrir sambandið að fjármagna stórmót yngri landsliða eins og í stakk er búið sem stendur. „Ný stjórn er að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Við þurfum að skoða alvarlega hvað við gerum á næsta ári með yngri landslið og fleira. Hversu mikla útgerð við ætlum að vera með. Árangur er dýr, að fara á þessi mót er dýrt og við getum ekki velt fjárhagsstöðunni á undan okkur og taprekstri undanfarinna ára til lengdar. Það sjá það allir,“ segir Róbert Geir. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira