„Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 16. október 2025 21:28 Frank Aaron Booker var öflugur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valur vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Bónusdeild karla þetta tímabilið þegar þeir lögðu nýliða Ármann að velli með níu stiga mun 94-83. Frank Aron Booker var að vonum ánægður með sigurinn sem Valsmenn þurftu svo sannarlega að hafa fyrir. „Svona er körfuboltinn stundum. Maður þarf stundum að hafa smá fyrir þessu,“ sagði Frank Aron Booker eftir leikinn í kvöld. „Í endann þá fengum við sigurinn og það er það eina sem skiptir máli. Við þurfum bara að læra af þessu og horfa á video-ið og verða betri. Það er bara október.“ Staðan var jöfn eftir þriðja leikhluta en Valsliðið sigldi svo fram úr í fjórða og hafði á endanum níu stiga sigur. „Það er 100% vörnin. Það er það eina sem kom okkur í gang þarna í endann og þeir náðu ekki að setja eins mikið af auðveldum skotum og við náðum að frákasta vel þarna í endann og ég held að það hafi verið það eina sem kemur úr þessu frá mér.“ Frank Aron Booker átti virkilega góðan leik og var með tvöfalda tvennu í kvöld, 24 stig og 12 fráköst. Hann finnur þó ekki endilega fyrir meiri ábyrgð á sér í sóknarleiknum. „Já kannski, ég er samt bara sami leikmaður og ég er búin að vera en núna þá tek ég bara opin skot og reyni að taka eins mörg fráköst og spila vörn.“ „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur í endann“ Embed: Leik lokið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana - Vísir https://www.visir.is/g/20252790331d/i-beinni-valur-ar-mann-lid-i-leit-ad-fyrsta-sigri Valur tapaði fyrstu tveim leikjum sínum í deildinni og er því kærkomið að ná í sigurinn í kvöld. „Það er mjög gott fyrir sálina. Við erum ekki 0-3 heldur 1-2 og það er allt í lagi, við tökum þetta bara með okkur í bankann og höldum bara áfram að læra frá svona leikjum og harka bara í gegnum þetta“ Valsliðið í ár er aðeins öðruvísi en við höfum séð síðustu ár en hverju má búast við frá Valsliðinu í ár? „Vonandi fleiri sigrar og miklu betri vörn. Hraði þegar við fáum góð stopp. Ég vona að við komum frá þessu hérna, lærum af þessu og höldum áfram. Síðustu leikir voru mjög erfiðir en mjög góðir og við tökum bara allt sem við getum tekið frá þessu og lærum,“ sagði Frank Aron Booker að lokum. Valur Körfuboltakvöld Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
„Svona er körfuboltinn stundum. Maður þarf stundum að hafa smá fyrir þessu,“ sagði Frank Aron Booker eftir leikinn í kvöld. „Í endann þá fengum við sigurinn og það er það eina sem skiptir máli. Við þurfum bara að læra af þessu og horfa á video-ið og verða betri. Það er bara október.“ Staðan var jöfn eftir þriðja leikhluta en Valsliðið sigldi svo fram úr í fjórða og hafði á endanum níu stiga sigur. „Það er 100% vörnin. Það er það eina sem kom okkur í gang þarna í endann og þeir náðu ekki að setja eins mikið af auðveldum skotum og við náðum að frákasta vel þarna í endann og ég held að það hafi verið það eina sem kemur úr þessu frá mér.“ Frank Aron Booker átti virkilega góðan leik og var með tvöfalda tvennu í kvöld, 24 stig og 12 fráköst. Hann finnur þó ekki endilega fyrir meiri ábyrgð á sér í sóknarleiknum. „Já kannski, ég er samt bara sami leikmaður og ég er búin að vera en núna þá tek ég bara opin skot og reyni að taka eins mörg fráköst og spila vörn.“ „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur í endann“ Embed: Leik lokið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana - Vísir https://www.visir.is/g/20252790331d/i-beinni-valur-ar-mann-lid-i-leit-ad-fyrsta-sigri Valur tapaði fyrstu tveim leikjum sínum í deildinni og er því kærkomið að ná í sigurinn í kvöld. „Það er mjög gott fyrir sálina. Við erum ekki 0-3 heldur 1-2 og það er allt í lagi, við tökum þetta bara með okkur í bankann og höldum bara áfram að læra frá svona leikjum og harka bara í gegnum þetta“ Valsliðið í ár er aðeins öðruvísi en við höfum séð síðustu ár en hverju má búast við frá Valsliðinu í ár? „Vonandi fleiri sigrar og miklu betri vörn. Hraði þegar við fáum góð stopp. Ég vona að við komum frá þessu hérna, lærum af þessu og höldum áfram. Síðustu leikir voru mjög erfiðir en mjög góðir og við tökum bara allt sem við getum tekið frá þessu og lærum,“ sagði Frank Aron Booker að lokum.
Valur Körfuboltakvöld Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira