Fótbolti

„Pirraður því við áttum meira skilið“

Sindri Sverrisson skrifar
Eduardo Camavinga er ekkert lamb að leika sér við en hann og liðsfélagar hans í franska landsliðinu fengu bara eitt stig með sér heim frá Reykjavík.
Eduardo Camavinga er ekkert lamb að leika sér við en hann og liðsfélagar hans í franska landsliðinu fengu bara eitt stig með sér heim frá Reykjavík. vísir/Anton

Eduardo Camavinga, stjörnuleikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, fór svekktur af Laugardalsvelli í kvöld og sagði Frakka hafa verðskuldað sigur gegn Íslandi.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir að Kristian Hlynsson náði að refsa fyrir mistök Frakka í seinni hálfleik, rétt eftir að þeir höfðu komist yfir. Mistök sem Camavinga sagði óásættanleg í undankeppni HM.

„Ég er frekar argur því mér fannst við eiga skilið að vinna. Við gerðum ein mistök, þegar við fengum annað markið á okkur,“ sagði Camavinga í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik.

Frakkar höfðu unnið alla þrjá leiki sína fram að leiknum í kvöld og eru enn efstir í riðlinum, nú með tíu stig, og líklegir til að komast beint á HM.

„Við verðum að vera áfram jákvæðir. Við skoruðum tvö mörk og fengum fullt af færum en þetta var svolítið svekkjandi í kvöld.

Mér fannst við eiga skilið að vinna. Það er ekki í lagi á þessu stigi að fá á sig mark mínútu eftir að við náðum að skora. Þess vegna er ég frekar pirraður því við áttum skilið meira en jafntefli í dag,“ sagði Camavinga.


Tengdar fréttir

Sjáðu mörk Íslands og Frakklands

Ísland og Frakkland áttust við í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli, í undankeppni HM karla í fótbolta sem lauk með 2-2 jafntefli.

„Ég vildi bara reyna að setja annað“

„Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×