Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. október 2025 06:00 Seljavallalaug er líklega meðal þekktari lauga landsins. Vísir/Friðrik Þór Í enn eitt skiptið eru búningsklefar við Seljavallalaug fullir af rusli, gömlum sundfötum og matarumbúðum. Vegfarandi segist sjaldan hafa séð laugina í svo slæmu ásigkomulagi. Staðarhaldari segist langþreyttur á ástandinu, laugin hafi aldrei verið ætluð almennum sundgestum. „Búningsklefarnir eru þannig að maður fer einfaldlega ekki inn í þá. Þeir eru fullir af drullu, rusli og skít, gömlum sundfötum og matarumbúðum,“ segir Einar Pálsson vegfarandi sem átti leið um laugina í síðustu viku. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lauginni en faðir hans Páll Andrésson er brottfluttur Eyfellingur og kom lengi vel að viðhaldi og uppbyggingu Seljavallalaugar. Miðað við myndband sem Einar sendi fréttastofu úr klefanum mætti ganga svo langt að fullyrða að búningsklefinn minni frekar á fatagám en búningsklefa. Laugin er ein elsta sundlaug á Íslandi og var fyrst hlaðin með grjóti árið 1923 og svo steypt ári seinna. Klippa: Slæm umgengni í búningsklefa Seljavallalaugar Sambærilegar fréttir um árabil Fréttir hafa um árabil borist af slæmri umgengni í lauginni sem árið 2013 var valin ein af bestu sundlaugum veraldar af lesendum Guardian. Árið 2017 greindi Vísir meðal annars frá því að umgengnin væri „enn vandamál“ við Seljavallalaug, enda voru skrifaðar sambærilegar fréttir árið 2013, 2015 og svo af stóðlífi í lauginni árið 2016. Ármann Fannar Magnússon hefur verið formaður félagsins um árabil og áður svarað fyrir umgengnina. Hann var á leið upp eftir að hreinsa til þegar Vísir náði af honum tali. „Þetta er afar leiðinlegt, það er ekki ætlast til þess að fólk skilji neitt eftir en það er alltaf fullt af fólki sem virðir ekki náttúruna. Það ætlar seint að breytast og mun kannski aldrei gera.“ Ekki opinber sundlaug Ármann segir ekki hafa komið til tals að ungmennafélagið afhendi öðrum, til dæmis sveitarfélaginu, umsjón með lauginni. Laugin sé ekki opinber sundlaug. „Og það á enginn að vera í sundi þarna. Þetta er gömul, falleg laug og það á enginn að skilja drasl eftir sig og sóða út svæðið. Þetta er ekki opinber sundstaður, þannig ég skil ekki hvað fólk er að gera þarna.“ Er sundlaugin kannski fórnarlamb eigin vinsælda á samfélagsmiðlum? „Ja, þetta er þekktur staður, það er alveg rétt.“ En þetta breytist aldrei? „Þetta er búið að vera svona ansi lengi og þetta mun aldrei breytast, því miður.“ Sundlaugar og baðlón Rangárþing eystra Tengdar fréttir Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45 Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26 Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
„Búningsklefarnir eru þannig að maður fer einfaldlega ekki inn í þá. Þeir eru fullir af drullu, rusli og skít, gömlum sundfötum og matarumbúðum,“ segir Einar Pálsson vegfarandi sem átti leið um laugina í síðustu viku. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lauginni en faðir hans Páll Andrésson er brottfluttur Eyfellingur og kom lengi vel að viðhaldi og uppbyggingu Seljavallalaugar. Miðað við myndband sem Einar sendi fréttastofu úr klefanum mætti ganga svo langt að fullyrða að búningsklefinn minni frekar á fatagám en búningsklefa. Laugin er ein elsta sundlaug á Íslandi og var fyrst hlaðin með grjóti árið 1923 og svo steypt ári seinna. Klippa: Slæm umgengni í búningsklefa Seljavallalaugar Sambærilegar fréttir um árabil Fréttir hafa um árabil borist af slæmri umgengni í lauginni sem árið 2013 var valin ein af bestu sundlaugum veraldar af lesendum Guardian. Árið 2017 greindi Vísir meðal annars frá því að umgengnin væri „enn vandamál“ við Seljavallalaug, enda voru skrifaðar sambærilegar fréttir árið 2013, 2015 og svo af stóðlífi í lauginni árið 2016. Ármann Fannar Magnússon hefur verið formaður félagsins um árabil og áður svarað fyrir umgengnina. Hann var á leið upp eftir að hreinsa til þegar Vísir náði af honum tali. „Þetta er afar leiðinlegt, það er ekki ætlast til þess að fólk skilji neitt eftir en það er alltaf fullt af fólki sem virðir ekki náttúruna. Það ætlar seint að breytast og mun kannski aldrei gera.“ Ekki opinber sundlaug Ármann segir ekki hafa komið til tals að ungmennafélagið afhendi öðrum, til dæmis sveitarfélaginu, umsjón með lauginni. Laugin sé ekki opinber sundlaug. „Og það á enginn að vera í sundi þarna. Þetta er gömul, falleg laug og það á enginn að skilja drasl eftir sig og sóða út svæðið. Þetta er ekki opinber sundstaður, þannig ég skil ekki hvað fólk er að gera þarna.“ Er sundlaugin kannski fórnarlamb eigin vinsælda á samfélagsmiðlum? „Ja, þetta er þekktur staður, það er alveg rétt.“ En þetta breytist aldrei? „Þetta er búið að vera svona ansi lengi og þetta mun aldrei breytast, því miður.“
Sundlaugar og baðlón Rangárþing eystra Tengdar fréttir Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45 Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26 Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45
Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26
Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50