Heimatilbúið „corny“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. október 2025 09:01 Guðrún Ásdís er fjögurra barna móðir búsett í Höfn á Hornarfirði og heldur úti Instagram-síðunni Heilshugarlífstíll. Guðrún Ásdís, sem heldur úti Instagram-síðunni Heilshugarlífstíll, deildi nýlega uppskrift að vinsælum hafrastykkjum eftir fjölda fyrirspurna frá fylgjendum sínum. Hún segir stykkin henta einstaklega vel sem nesti í skólann, í gönguferðir eða bara með kaffinu. „Þau eru mjög vinsæl hérna heima – krakkarnir elska þau og við líka. Þau eru geggjað nammi með kaffinu, en henta líka fullkomlega sem nesti eftir íþróttaæfingar eða í gönguferðir,“ segir Guðrún. Hún bætir við að stykkin séu bæði mjólkur- og hnetulaus og því fullkomin fyrir fjölskyldur með ofnæmi eða skóla sem banna hnetur. Guðrún er fjögurra barna móðir og eiginkona, búsett á Höfn í Hornafirði. Hún hefur fylgt plöntumiðuðu mataræði í mörg ár og segir markmið sitt að verða 100 ára – og geta staðið á höndum! Nú vinnur hún að því að byggja upp vettvang þar sem fólk getur sótt sér innblástur, fræðslu og samfélag um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl, ásamt því að vinna að samfélagsverkefnum á þessum sviðum. Á Instagram-síðu hennar má nálgast fleiri uppskriftir. Heimatilbúin hafrastykki – okkar útgáfa af „Corny“ Hráefni: ½ bolli sólblómafræsmjör (sólblómafræsmjör þarf að útbúa frá grunni, má nota annarsskonar hnetusmjör – en með sólblómafræjum er þetta hnetulaust) ½ bolli hlynsíróp 1 tsk vanilludropar 5 stk rískökur, muldar 1½ bolli gróft haframjöl 1 bolli blönduð fræ, hnetur eða rúsínur (sleppið hnetum til að halda hnetulausu) 1 plata suðusúkkulaði Aðferð: Ristið sólblómafræ á pönnu þar til gyllt. Setjið í blandara og blandið þar til verður að smjöri. Það þarf stundum að stoppa og skrapa úr hliðunum – krefst smá þolinmæði. Hitið fræsmjörið með hlynsírópi og vanilludropum við vægan hita. Blandið þurrefnunum saman í skál og blandið við blautefnið. Hrærið vel. Þrýstið í mót ofan á smjörpappír og frystið í nokkra tíma. Bræðið suðusúkkulaði og hellið yfir. Setjið aftur í frysti í hálftíma áður en þið skerið niður í bita. View this post on Instagram A post shared by Guðrún // Heilshugar lífsstíll (@heilshugarlifsstill) Matur Uppskriftir Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Þau eru mjög vinsæl hérna heima – krakkarnir elska þau og við líka. Þau eru geggjað nammi með kaffinu, en henta líka fullkomlega sem nesti eftir íþróttaæfingar eða í gönguferðir,“ segir Guðrún. Hún bætir við að stykkin séu bæði mjólkur- og hnetulaus og því fullkomin fyrir fjölskyldur með ofnæmi eða skóla sem banna hnetur. Guðrún er fjögurra barna móðir og eiginkona, búsett á Höfn í Hornafirði. Hún hefur fylgt plöntumiðuðu mataræði í mörg ár og segir markmið sitt að verða 100 ára – og geta staðið á höndum! Nú vinnur hún að því að byggja upp vettvang þar sem fólk getur sótt sér innblástur, fræðslu og samfélag um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl, ásamt því að vinna að samfélagsverkefnum á þessum sviðum. Á Instagram-síðu hennar má nálgast fleiri uppskriftir. Heimatilbúin hafrastykki – okkar útgáfa af „Corny“ Hráefni: ½ bolli sólblómafræsmjör (sólblómafræsmjör þarf að útbúa frá grunni, má nota annarsskonar hnetusmjör – en með sólblómafræjum er þetta hnetulaust) ½ bolli hlynsíróp 1 tsk vanilludropar 5 stk rískökur, muldar 1½ bolli gróft haframjöl 1 bolli blönduð fræ, hnetur eða rúsínur (sleppið hnetum til að halda hnetulausu) 1 plata suðusúkkulaði Aðferð: Ristið sólblómafræ á pönnu þar til gyllt. Setjið í blandara og blandið þar til verður að smjöri. Það þarf stundum að stoppa og skrapa úr hliðunum – krefst smá þolinmæði. Hitið fræsmjörið með hlynsírópi og vanilludropum við vægan hita. Blandið þurrefnunum saman í skál og blandið við blautefnið. Hrærið vel. Þrýstið í mót ofan á smjörpappír og frystið í nokkra tíma. Bræðið suðusúkkulaði og hellið yfir. Setjið aftur í frysti í hálftíma áður en þið skerið niður í bita. View this post on Instagram A post shared by Guðrún // Heilshugar lífsstíll (@heilshugarlifsstill)
Matur Uppskriftir Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira