Innlent

Bein út­sending: Staða launa­fólks á Ís­landi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Niðurstöðurnar verða kynntar á fundinum kl. 10:30.
Niðurstöðurnar verða kynntar á fundinum kl. 10:30. Vísir/Anton Brink

Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á stöðu launafólks á Íslandi núna klukkan 10:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu neðst í fréttinni.

Markmið könnunarinnar er að meta fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, líkamlega og andlega heilsu og stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði meðal launafólks innan aðildarfélaga ASÍ og BSRB.

Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins var stofnuð árið 2019 af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. Markmiðið með stofnuninni var að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála sem er ætlað að bæta þekkingu á lífsskilyrðum launafólks og brúa bilið á milli fræðasamfélagsins og verkalýðshreyfingarinnar. Stofnunni er ætlað að dýpka umræðuna um kaup og kjör og koma þannig með aukið fóður inn í baráttu launafólks fyrir bættri afkomu með betri lífsskilyrðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×