Fótbolti

Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld

Siggeir Ævarsson skrifar
Marko Vardic skoraði mark í dag
Marko Vardic skoraði mark í dag Vísir/Anton Brink

Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í dag. Skagamenn settu KR-inga í vonda stöðu fyrir lokasprettinn og FH og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli.

Ágúst Orri fór yfir leikina í Sportpakkanum í kvöld en það gekk ýmislegt á í þessum leikjum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, fékk ekki frið í viðtali eftir leik fyrir syngjandi Skagamönnum og þá þurfti Sigurður Hallsson, framherji FH, að skella sér í markið undir lokin eftir að Mathias Rosenorn fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Innslagið má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut

ÍA sigraði KR í miklum fallbaráttuslag á Skaganum í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Leikurinn endaði 3-2 og með sigrinum eru Skagamenn komnir fjórum stigum frá fallsvæðinu þegar þrjár umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×