Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 09:57 Birna mætti áföllum af æðruleysi og lét brottförina úr Grindavík ekki stöðva sig í að njóta lífsins og líta hlutina jákvæðum augum. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjanesbæ þann 23. september. Vísir/Arnar Birna Óladóttir húsmóðir er látinn 84 ára gömul. Birna var mikill Grindvíkingur eftir að hafa flust þangað sautján ára og vakti athygli í fjölmiðlum á miklum umbrotatímum í bæjarfélaginu þegar jarðskjálftar dundu á Grindvíkingum í Reykjaneseldum hinum síðari. Greint er frá andláti Birnu í Morgunblaðinu í dag. Hún fæddist í Grímsey, stundaði nám á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu þaðan sem hún lauk gagnfræðiprófi og stefndi á Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni. Sautján ára fór hún á vertíð í Grindavík til að afla fjár fyrir skólavistinni, kynntist tilvonandi eiginmanni sínum Dagbjarti Einarssyni og þau stofnuðu heimili þar. Hjónin ráku útgerðina Fiskanes um árabil, Birna var virk í félagsstarfi í bænum og var í fararbroddi í Kvenfélagi Grindavíkur. Birna Óladóttir á heimili hennar í hjúkrunarheimilinu í Grindavík kvöldið örlagaríka þegar stóru skjálftarnir gengu yfir.Vísir/Vilhelm Birna var meðal íbúa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þegar mikill jarðskjálfti reið yfir þann 10. nóvember 2023. Margrét Björk Jónsdóttir, þáverandi fréttamaður Sýnar, var á vettvangi og ræddi við Birnu í jarðskjálftaöldunni. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ sagði Birna í viðtali umrætt kvöld. Margréti Björk brá þegar skjálfti dundi yfir í miðju viðtali en Birna var orðin öllu vön. „Fékkstu að finna núna einn? Þeir hafa komið mikið stærri en þetta,“ sagði Birna við Margréti Björk. „Það er bara að enginn meiðist í þessu,“ sagði Birna þegar hún yfirgaf íbúð sína yfirveguð með eindæmum. Í viðtali við fréttasofu sumarið 2024 rifjaði hún upp daginn örlagaríka í Grindavík og sagði engin orð fá honum lýst. „Ég eiginlega trúði ekki að þetta væri að ske, þetta var eitthvað svo óraunverulegt. Maður á helst að sjá svona í bíómyndum eða lesa um það.“ Jónas Jónasson skráði sögu þeirra Birnu og Dagbjarts í bókinni Það liggur í loftinu, sem kom út árið 2009. Dagbjartur lést árið 2017. Börn þeirra eru fimm; Einar, Elín Þóra, Eiríkur Óli, Jón Gauti og Sigurbjörn Daði. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin sömuleiðis 18. Grindavík Andlát Tengdar fréttir Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01 Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Greint er frá andláti Birnu í Morgunblaðinu í dag. Hún fæddist í Grímsey, stundaði nám á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu þaðan sem hún lauk gagnfræðiprófi og stefndi á Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni. Sautján ára fór hún á vertíð í Grindavík til að afla fjár fyrir skólavistinni, kynntist tilvonandi eiginmanni sínum Dagbjarti Einarssyni og þau stofnuðu heimili þar. Hjónin ráku útgerðina Fiskanes um árabil, Birna var virk í félagsstarfi í bænum og var í fararbroddi í Kvenfélagi Grindavíkur. Birna Óladóttir á heimili hennar í hjúkrunarheimilinu í Grindavík kvöldið örlagaríka þegar stóru skjálftarnir gengu yfir.Vísir/Vilhelm Birna var meðal íbúa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þegar mikill jarðskjálfti reið yfir þann 10. nóvember 2023. Margrét Björk Jónsdóttir, þáverandi fréttamaður Sýnar, var á vettvangi og ræddi við Birnu í jarðskjálftaöldunni. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ sagði Birna í viðtali umrætt kvöld. Margréti Björk brá þegar skjálfti dundi yfir í miðju viðtali en Birna var orðin öllu vön. „Fékkstu að finna núna einn? Þeir hafa komið mikið stærri en þetta,“ sagði Birna við Margréti Björk. „Það er bara að enginn meiðist í þessu,“ sagði Birna þegar hún yfirgaf íbúð sína yfirveguð með eindæmum. Í viðtali við fréttasofu sumarið 2024 rifjaði hún upp daginn örlagaríka í Grindavík og sagði engin orð fá honum lýst. „Ég eiginlega trúði ekki að þetta væri að ske, þetta var eitthvað svo óraunverulegt. Maður á helst að sjá svona í bíómyndum eða lesa um það.“ Jónas Jónasson skráði sögu þeirra Birnu og Dagbjarts í bókinni Það liggur í loftinu, sem kom út árið 2009. Dagbjartur lést árið 2017. Börn þeirra eru fimm; Einar, Elín Þóra, Eiríkur Óli, Jón Gauti og Sigurbjörn Daði. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin sömuleiðis 18.
Grindavík Andlát Tengdar fréttir Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01 Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01
Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33