Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 11:36 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Vísir/Arnar Mikill þrýstingur hefur verið á Körfuknattleikssambandi Íslands að sniðganga leik karlalandsliðsins við Ísrael á EM en mótið hefst eftir eina viku. Framkvæmdastjóri sambandsins segir slíka sniðgöngu myndu hafa í för með sér brottrekstur af mótinu og slæm áhrif á framtíð greinarinnar hér á landi. Ísland hafi beitt sér fyrir að Ísrael verði sett í keppnisbann. Ísland tekur þátt á EM í fyrsta skipti í átta er það hefur leik á fimmtudaginn næsta. Ísrael er fyrsti andstæðingur landsliðsins á mótinu og hefur sá fyrirhugaði leikur valdið usla. Forystufólki KKÍ hafa borist fjölmargar áskoranir um að sniðganga leikinn vegna mannréttindabrota Ísraela í Palestínu. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna málsins og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri sambandsins, hafa skilning á kröfunni en að sama skapi sé fórnarkostnaður sniðgöngu hreinlega of mikinn. „Ég skil kröfuna mjög vel. Við höfum fullan skilning á því og öllu sem því tengist vegna þessara hörmunga sem eru þarna niðurfrá. En það er nú þannig að Ísrael er í þessu móti, við þurfum að mæta þeim. Ef við ákveðum að mæta þeim ekki getum það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan körfubolta til framtíðar. Að sjálfsögðu ekki eins og þær afleiðingar og hörmungar sem eru þarna niðurfrá. En það getur aftur á móti sett íslenskan körfubolta mjög niður að mæta ekki í þennan leik,“ segir Hannes og bætir við: „Það mun koma há sekt, við yrðum klárlega dæmd úr leik á EuroBasket, tækjum ekki þátt í mótinu meira. Svo hugsanlega myndi ákvörðun koma síðar um það að við yrðum sett í neðsta styrkleikaflokk og þyrftum að byrja alla grunnvinnu upp á nýtt í íslenskum körfubolta á alþjóðlegum vettvangi.“ Klippa: Framkvæmdastjóri KKÍ skýrir afstöðuna vegna leiks við Ísrael Ísland beitt sér fyrir keppnisbanni, fyrir daufum eyrum Forysta sambandsins hafi þá beitt sér fyrir því að Ísrael sé vísað úr alþjóðlegri keppni, en talað fyrir daufum eyrum. „Við höfum orðið töluvert var við það. Við höfum fengið ýmis skilaboð um þetta og ég hef fullan skilning á því. En afleiðingarnar eru þannig fyrir íslenskan körfubolta að það er ekki hægt að sleppa því að mæta í þennan leik. Enda höfum við svo sem talað fyrir því í alþjóðavettvangi að það sé sama krafa gerð með Ísrael, líkt og verið hefur með Rússlandi og Belarús,“ segir Hannes. „Við erum að nota röddina okkar, en ef við gengjum frá mótinu þá gætum við ekki notað röddina okkar. Það er mikilvægt að nýta hana til að koma mótmælum á framfæri. Við höfum gert það en því miður höfum við ekki fengið nógu marga í íþróttahreyfingunni með okkur í lið.“ Einnig var pressað á sniðgöngu þegar kvennalandsliðið í handbolta mætti Ísrael í umspili um sæti á HM í vor. Ísland vann báða leiki og fór á HM. Eftir það gagnrýndu leikmenn og þjálfarar liðsins alþjóðaíþróttahreyfinguna fyrir aðgerðaleysi. Hannes segir að þar liggi ábyrgðin. „Á meðan Alþjóðaólympíuhreyfingin bannar Ísraela ekki frá keppni þá heldur þetta áfram. Því á meðan höldum við áfram í keppnum. Sama hvort það sé körfubolta, handbolti, fótbolti, fimleikar eða hvað sem það er, þá myndi það hafa þessar sömu afleiðingar,“ segir Hannes. Leikmenn liðsins óspenntir Leikmenn séu þá heldur ekki spenntir fyrir því að mæta Ísrael í keppni. „Alls ekki. Það er ekki það sem þeir vilja. En þetta er heldur ekki þeirra, það er FIBA, Alþjóðaólympíuhreyfingin, og okkar hjá Körfuknattleikssambandinu. Leikmennirnir mæta í sína leiki, sama hver andstæðingurinn er. Að sjálfsögðu á ekki að beina athyglinni til þeirra, ef þarf eitthvað að beina henni má gera það til okkar,“ segir Hannes að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Ísland tekur þátt á EM í fyrsta skipti í átta er það hefur leik á fimmtudaginn næsta. Ísrael er fyrsti andstæðingur landsliðsins á mótinu og hefur sá fyrirhugaði leikur valdið usla. Forystufólki KKÍ hafa borist fjölmargar áskoranir um að sniðganga leikinn vegna mannréttindabrota Ísraela í Palestínu. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna málsins og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri sambandsins, hafa skilning á kröfunni en að sama skapi sé fórnarkostnaður sniðgöngu hreinlega of mikinn. „Ég skil kröfuna mjög vel. Við höfum fullan skilning á því og öllu sem því tengist vegna þessara hörmunga sem eru þarna niðurfrá. En það er nú þannig að Ísrael er í þessu móti, við þurfum að mæta þeim. Ef við ákveðum að mæta þeim ekki getum það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan körfubolta til framtíðar. Að sjálfsögðu ekki eins og þær afleiðingar og hörmungar sem eru þarna niðurfrá. En það getur aftur á móti sett íslenskan körfubolta mjög niður að mæta ekki í þennan leik,“ segir Hannes og bætir við: „Það mun koma há sekt, við yrðum klárlega dæmd úr leik á EuroBasket, tækjum ekki þátt í mótinu meira. Svo hugsanlega myndi ákvörðun koma síðar um það að við yrðum sett í neðsta styrkleikaflokk og þyrftum að byrja alla grunnvinnu upp á nýtt í íslenskum körfubolta á alþjóðlegum vettvangi.“ Klippa: Framkvæmdastjóri KKÍ skýrir afstöðuna vegna leiks við Ísrael Ísland beitt sér fyrir keppnisbanni, fyrir daufum eyrum Forysta sambandsins hafi þá beitt sér fyrir því að Ísrael sé vísað úr alþjóðlegri keppni, en talað fyrir daufum eyrum. „Við höfum orðið töluvert var við það. Við höfum fengið ýmis skilaboð um þetta og ég hef fullan skilning á því. En afleiðingarnar eru þannig fyrir íslenskan körfubolta að það er ekki hægt að sleppa því að mæta í þennan leik. Enda höfum við svo sem talað fyrir því í alþjóðavettvangi að það sé sama krafa gerð með Ísrael, líkt og verið hefur með Rússlandi og Belarús,“ segir Hannes. „Við erum að nota röddina okkar, en ef við gengjum frá mótinu þá gætum við ekki notað röddina okkar. Það er mikilvægt að nýta hana til að koma mótmælum á framfæri. Við höfum gert það en því miður höfum við ekki fengið nógu marga í íþróttahreyfingunni með okkur í lið.“ Einnig var pressað á sniðgöngu þegar kvennalandsliðið í handbolta mætti Ísrael í umspili um sæti á HM í vor. Ísland vann báða leiki og fór á HM. Eftir það gagnrýndu leikmenn og þjálfarar liðsins alþjóðaíþróttahreyfinguna fyrir aðgerðaleysi. Hannes segir að þar liggi ábyrgðin. „Á meðan Alþjóðaólympíuhreyfingin bannar Ísraela ekki frá keppni þá heldur þetta áfram. Því á meðan höldum við áfram í keppnum. Sama hvort það sé körfubolta, handbolti, fótbolti, fimleikar eða hvað sem það er, þá myndi það hafa þessar sömu afleiðingar,“ segir Hannes. Leikmenn liðsins óspenntir Leikmenn séu þá heldur ekki spenntir fyrir því að mæta Ísrael í keppni. „Alls ekki. Það er ekki það sem þeir vilja. En þetta er heldur ekki þeirra, það er FIBA, Alþjóðaólympíuhreyfingin, og okkar hjá Körfuknattleikssambandinu. Leikmennirnir mæta í sína leiki, sama hver andstæðingurinn er. Að sjálfsögðu á ekki að beina athyglinni til þeirra, ef þarf eitthvað að beina henni má gera það til okkar,“ segir Hannes að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira