Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2025 09:26 Kona reynir að kæla sig í gosbrunni í miðborg Rómar í sterkri hitabylgju í byrjun júlí. Rauð viðvörun vegna hita var gefin út í fjölda ítalskra borga í hitabylgjunni. Vísir/EPA Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. Sumarið var það þriðja hlýjasta í mælingasögunni samkvæmt gögnum loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Áætlað er að loftslag í helstu stórborgum Evrópu sé nú 2,2 gráðum hlýrra en það var fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Alls voru 24.400 dauðsföll rakin beint til sumarhitans í ár í þeim 854 borgum sem rannsóknin náði til. Nærri sjötíu prósent þeirra sem létust eru talin hafa látist vegna þeirrar hlýnunar sem menn hafa valdið, a því er segir í frétt dagblaðsins Politico um rannsóknina. „Þessar tölur tákna raunverulegt fólk sem lést undanfarna mánuði vegna ofsafengins hita. Margir hefðu ekki látist ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ segir Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College London sem átti þátt í rannsókninni. Garyfallos Konstantinoudis frá Grantham-loftlagsbreytingastofnuninni, segir að þó að hitabylgjur verði aðeins tveimur til fjórum gráðum heitari en ella geti það skilið á milli lífs og dauða fyrir þúsundir manna. Langflestir þeirra sem létust voru 65 ára eða eldri. Það er sagt undirstrika þá hættu sem stafar af hlýnandi loftslagi í ljósi þess að Evrópuþjóðir eru að eldast að meðaltali. Flest dauðsföllin urðu á Ítalíu og Spáni, 4.597 í fyrrnefnda ríkinu en 2.841 í því síðarnefnda. Dauðsföllin í Evrópu í sumar voru líklega enn fleiri en fram kemur í rannsókninni þar sem hún náði aðeins til borga með fleiri en fimmtíu þúsund íbúa í Evrópusambandsríkjum og Bretlandi. Um þrjátíu prósent íbúa álfunnar búa í þeim. Þó að færri látist af völdum öfgahita í Norður-Evrópu segja rannsakendurnir að hærra hlutfall þeirra sem látast þar megi rekja beint til hnattrænnar hlýnunar. Loftslagsmál Heilbrigðismál Spánn Ítalía Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Sumarið var það þriðja hlýjasta í mælingasögunni samkvæmt gögnum loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Áætlað er að loftslag í helstu stórborgum Evrópu sé nú 2,2 gráðum hlýrra en það var fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Alls voru 24.400 dauðsföll rakin beint til sumarhitans í ár í þeim 854 borgum sem rannsóknin náði til. Nærri sjötíu prósent þeirra sem létust eru talin hafa látist vegna þeirrar hlýnunar sem menn hafa valdið, a því er segir í frétt dagblaðsins Politico um rannsóknina. „Þessar tölur tákna raunverulegt fólk sem lést undanfarna mánuði vegna ofsafengins hita. Margir hefðu ekki látist ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ segir Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College London sem átti þátt í rannsókninni. Garyfallos Konstantinoudis frá Grantham-loftlagsbreytingastofnuninni, segir að þó að hitabylgjur verði aðeins tveimur til fjórum gráðum heitari en ella geti það skilið á milli lífs og dauða fyrir þúsundir manna. Langflestir þeirra sem létust voru 65 ára eða eldri. Það er sagt undirstrika þá hættu sem stafar af hlýnandi loftslagi í ljósi þess að Evrópuþjóðir eru að eldast að meðaltali. Flest dauðsföllin urðu á Ítalíu og Spáni, 4.597 í fyrrnefnda ríkinu en 2.841 í því síðarnefnda. Dauðsföllin í Evrópu í sumar voru líklega enn fleiri en fram kemur í rannsókninni þar sem hún náði aðeins til borga með fleiri en fimmtíu þúsund íbúa í Evrópusambandsríkjum og Bretlandi. Um þrjátíu prósent íbúa álfunnar búa í þeim. Þó að færri látist af völdum öfgahita í Norður-Evrópu segja rannsakendurnir að hærra hlutfall þeirra sem látast þar megi rekja beint til hnattrænnar hlýnunar.
Loftslagsmál Heilbrigðismál Spánn Ítalía Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira