Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2025 15:13 Susan Monarez lét frekar reka sig en fallast á að leggja blessun sína yfir bólusetningaráðleggingar Robert F. Kennedy yngri. AP/J. Scott Applewhite Fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sagði bandarískri þingnefnd að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, hefði rekið sig fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust nýjar ráðleggingar um bóluefni og að standa við vísindaleg heilindi. Þá hefði hann skipað henni að reka embættismenn án ástæðu. Nokkrir æðstu stjórnendur CDC sögðu af sér eftir að Kennedy rak Susan Monarez, forstjóra stofnunarinnar, innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Níu fyrrverandi forstöðumenn stofnunarinnar vöruðu í kjölfarið við því að Kennedy ógnaði heilsu Bandaríkjamanna í grein sem þeir skrifuðu saman fyrr í þessum mánuði. Monarez kom fyrir heilbrigðisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem þingmenn spurðu hana út í brottreksturinn. Í skriflegri yfirlýsingu til nefndarinnar ssagði Monarez að Kennedy hefði sett henni afarkosti. Annað hvort samþykkti hún nýjar ráðleggingar frá stofnuninni um bóluefni án vísindalegs rökstuðnings fyrir þeim eða hún yrði rekin að öðrum kosti. „Jafnvel undir þrýstingi gat ég ekki skipt út gögnum fyrir hugmyndafræði eða gefið afslátt af heilindum mínum,“ sagði í yfirlýsingu Monarez. Hún hefði verið rekin fyrir að halda fast við vísindaleg heilindi. Monarez: "He did not have any data or science to point to. In fact, we got into an exchange where I suggested I would be open to changing childhood vaccine schedules if the evidence or science were supportive. He responded there was no science or evidence associated w/the childhood vaccine schedule"[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) September 17, 2025 at 2:48 PM Ráðgjafaráð sem Kennedy hreinsaði út tekur ákvörðun á næstu dögum Kennedy hefur verið einn þekktasti andstæðingur bóluefna í heiminum um áraraðir og dreifst staðlausum og margrhröktum samsæriskenningum um öryggi þeirra og gagnsemi. Nýju ráðleggingarnar um bólusetningar barna sem Monarez átti að leggja blessun sína yfir að óathuguðu máli eiga að koma frá sérstakri ráðgjafarnefnd CDC. Kennedy rak alla fulltrúa í henni á einu bretti í sumar og skipaði í staðinn skoðanasystkini sín. Búist er við að nefndin samþykki ráðleggingar sínar á fundi í þessari viku. Þær ráðleggingar hafa meðal annars áhrif á hvaða bóluefni sjúkratryggingar Bandaríkjamanna ná yfir. Monarez sagði þingnefndinni einnig að Kennedy hefði þrýst á hana að reka starfsmenn stofnunarinnar án ástæðu eða áminningar. Einn stjórnenda CDC sem sagði af sér eftir brottrekstur Monarez, Debra Houry, sagði nefndinni að hún hefði fyrst komist að því Kennedy hefði breytt ráðleggingum stofnunarinnar um bólusetningar gegn Covid-19 þegar hann birti færslu um það á samfélagsmiðli. Vísindamenn stofnunarinnar hefðu ekki enn fengið að sjá vísindaleg gögn eða rökstuðning fyrir ákvörðun hans um að takmarka aðgang að bóluefnunum. former CDC official Dr. Houry: "I first learned that the secretary had changed our CDC covid vaccine guidance on an X social media post. CDC scientists have still not seen the scientific data or justification for this change. That is not gold standard science."[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) September 17, 2025 at 2:43 PM Formaður þingnefndarinnar er Bill Cassidy, þingmaður repúblikana frá Louisiana, sem hafði efasemdir um skipan Kennedy sem ráðherra. Hann greiddi á endanum atkvæði með skipan Kennedy eftir að hann sagðist hafa fengið ákveðnar tryggingar frá honum varðandi bóluefni. Kennedy gekk hins vegar strax á bak þeirra trygginga eftir að hann var kominn í embættið. Cassidy, sem er sjálfur læknir, hefur sagst hafa áhyggjur af alvarlegum ásökunum sem hafa komið fram um ástandið innan CDC. Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Vísindi Tengdar fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2025 13:41 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Nokkrir æðstu stjórnendur CDC sögðu af sér eftir að Kennedy rak Susan Monarez, forstjóra stofnunarinnar, innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Níu fyrrverandi forstöðumenn stofnunarinnar vöruðu í kjölfarið við því að Kennedy ógnaði heilsu Bandaríkjamanna í grein sem þeir skrifuðu saman fyrr í þessum mánuði. Monarez kom fyrir heilbrigðisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem þingmenn spurðu hana út í brottreksturinn. Í skriflegri yfirlýsingu til nefndarinnar ssagði Monarez að Kennedy hefði sett henni afarkosti. Annað hvort samþykkti hún nýjar ráðleggingar frá stofnuninni um bóluefni án vísindalegs rökstuðnings fyrir þeim eða hún yrði rekin að öðrum kosti. „Jafnvel undir þrýstingi gat ég ekki skipt út gögnum fyrir hugmyndafræði eða gefið afslátt af heilindum mínum,“ sagði í yfirlýsingu Monarez. Hún hefði verið rekin fyrir að halda fast við vísindaleg heilindi. Monarez: "He did not have any data or science to point to. In fact, we got into an exchange where I suggested I would be open to changing childhood vaccine schedules if the evidence or science were supportive. He responded there was no science or evidence associated w/the childhood vaccine schedule"[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) September 17, 2025 at 2:48 PM Ráðgjafaráð sem Kennedy hreinsaði út tekur ákvörðun á næstu dögum Kennedy hefur verið einn þekktasti andstæðingur bóluefna í heiminum um áraraðir og dreifst staðlausum og margrhröktum samsæriskenningum um öryggi þeirra og gagnsemi. Nýju ráðleggingarnar um bólusetningar barna sem Monarez átti að leggja blessun sína yfir að óathuguðu máli eiga að koma frá sérstakri ráðgjafarnefnd CDC. Kennedy rak alla fulltrúa í henni á einu bretti í sumar og skipaði í staðinn skoðanasystkini sín. Búist er við að nefndin samþykki ráðleggingar sínar á fundi í þessari viku. Þær ráðleggingar hafa meðal annars áhrif á hvaða bóluefni sjúkratryggingar Bandaríkjamanna ná yfir. Monarez sagði þingnefndinni einnig að Kennedy hefði þrýst á hana að reka starfsmenn stofnunarinnar án ástæðu eða áminningar. Einn stjórnenda CDC sem sagði af sér eftir brottrekstur Monarez, Debra Houry, sagði nefndinni að hún hefði fyrst komist að því Kennedy hefði breytt ráðleggingum stofnunarinnar um bólusetningar gegn Covid-19 þegar hann birti færslu um það á samfélagsmiðli. Vísindamenn stofnunarinnar hefðu ekki enn fengið að sjá vísindaleg gögn eða rökstuðning fyrir ákvörðun hans um að takmarka aðgang að bóluefnunum. former CDC official Dr. Houry: "I first learned that the secretary had changed our CDC covid vaccine guidance on an X social media post. CDC scientists have still not seen the scientific data or justification for this change. That is not gold standard science."[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) September 17, 2025 at 2:43 PM Formaður þingnefndarinnar er Bill Cassidy, þingmaður repúblikana frá Louisiana, sem hafði efasemdir um skipan Kennedy sem ráðherra. Hann greiddi á endanum atkvæði með skipan Kennedy eftir að hann sagðist hafa fengið ákveðnar tryggingar frá honum varðandi bóluefni. Kennedy gekk hins vegar strax á bak þeirra trygginga eftir að hann var kominn í embættið. Cassidy, sem er sjálfur læknir, hefur sagst hafa áhyggjur af alvarlegum ásökunum sem hafa komið fram um ástandið innan CDC.
Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Vísindi Tengdar fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2025 13:41 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2025 13:41