Veður

Rigning með köflum víðast hvar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hita er spáð 8 til 15 stigum í dag.
Hita er spáð 8 til 15 stigum í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan og austan 5-13 m/s í dag. Lægð skammt suður af landinu þokast vestur. Það rignir víða frá henni, einkum á Suðausturlandi en norðaustanlands styttir upp með morgninum. Hiti verður á bilinu 8 til 15 stig. 

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Á morgun er búist við austlægari vindum, kalda eða stinningskalda syðst en yfirleitt hægari annars staðar. Skýjað verður og lítilsháttar væta um landið austanvert, en skýjað með köflum vestantil og smáskúrir á stöku stað síðdegis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag og þriðjudag:

Austan og norðaustan 5-13 m/s. Dálítil væta austantil og við norðurströndina, en bjart með köflum vestanlands og stöku skúrir síðdegis. Hiti 8 til 14 stig, en kólnar heldur á Norður- og Austurlandi á þriðjudag.

Á miðvikudag:

Norðaustlæg átt og dálitlar skúrir eða él, en að mestu þurrt suðvestan- og vestanlands. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag og föstudag:

Austlæg eða breytileg átt og sums staðar smáskúrir, en dálítil él við norðausturströndina. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Norðaustlæg átt, skýjað með köflum og áfram svalt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×