Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. september 2025 14:00 Hjólreiðamenn hafa hótað því að hætta keppni. Tim de Waele/Getty Images Hinar árlegu Spánarhjólreiðar hafa farið fram við daglega truflun vegna mótmæla við þátttöku ísraelsks liðs. Keppendur hafa hótað því að hætta vegna þess að keppnir hafa ítrekað verið styttar og stundum hefur sigurvegari ekki verið úrskurðaður vegna öryggisráðstafana. Íþróttamálaráðherra Spánar styður bann við þátttöku liða frá Ísrael. Frá því að keppnin hófst þann 23. ágúst hafa mótmæli við hliðarlínuna, skreytt fánum Palestínu verið dagleg sjón og oft og tíðum truflun fyrir keppendur. Þrisvar hefur þurft að stytta keppnisleiðina til að sveigja framhjá skipulögðum mótmælum og á 11. og 16. stigi keppninnar var sigurvegari ekki úrskurðaður vegna mótmæla við endamarkið. Ísraelska liðið Premier Tech keppir en var skipað taka ísraelska fánann af búningnum eftir að mótmælin hófust. Dario Belingheri/Getty Images Í gær kusu hjólreiðamenn um hvort halda ætti áfram keppni, ákveðið var að gera það en á sama tíma ekki útilokað að hætta ef öryggi þeirra yrði áfram stefnt í hættu. Keppninni á að ljúka á sunnudaginn í Madríd og þar verður mesta öryggisgæsla sem sést hefur í borginni síðan NATO þing var haldið þar árið 2022. Keppendur lenda í öngstræti mótmælenda. Dario Belingheri/Getty Images Í dag lýsti íþróttamálaráðherra Spánar, Pilar Alegría, yfir stuðningi við mótmælendur sem vilja banna Ísrael frá íþróttakeppnum á alþjóðavísu. „Við skiljum og sjáum að fleira og fleira fólk fer út götu, hneykslað á blóðbaðinu sem á sér stað á Gaza.“ Alegría benti á Rússland í því samhengi en Rússlandi var bönnuð þátttaka eftir að stríðið við Úkraínu hófst árið 2022. „Í ljósi áframhaldandi stríðsreksturs finnst mér þetta misvísandi skilaboð.“ Vingegaard leiðir keppnina. Tim de Waele/Getty Images Spánarhjólreiðarnar, sem voru stofnaðar með Tour de France að fyrirmynd, eru í heildina 23 daga keppni með tveimur hvíldardögum, 3.151 kílómetra löng en keppnin hefur verið stytt um 26 kílómetra. Keppendur eiga núna rétt rúmlega 450 kílómetra. Daninn Jonas Vingegaard hefur verið með forystuna síðustu átta daga og er með fimmtíu sekúndna forystu á næsta mann, Joao Almeida, en þarf að halda út næstu fjóra daga. Ef keppninni verður ekki hætt áður en hún endar í Madríd á sunnudag. Hjólreiðar Spánn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Sjá meira
Frá því að keppnin hófst þann 23. ágúst hafa mótmæli við hliðarlínuna, skreytt fánum Palestínu verið dagleg sjón og oft og tíðum truflun fyrir keppendur. Þrisvar hefur þurft að stytta keppnisleiðina til að sveigja framhjá skipulögðum mótmælum og á 11. og 16. stigi keppninnar var sigurvegari ekki úrskurðaður vegna mótmæla við endamarkið. Ísraelska liðið Premier Tech keppir en var skipað taka ísraelska fánann af búningnum eftir að mótmælin hófust. Dario Belingheri/Getty Images Í gær kusu hjólreiðamenn um hvort halda ætti áfram keppni, ákveðið var að gera það en á sama tíma ekki útilokað að hætta ef öryggi þeirra yrði áfram stefnt í hættu. Keppninni á að ljúka á sunnudaginn í Madríd og þar verður mesta öryggisgæsla sem sést hefur í borginni síðan NATO þing var haldið þar árið 2022. Keppendur lenda í öngstræti mótmælenda. Dario Belingheri/Getty Images Í dag lýsti íþróttamálaráðherra Spánar, Pilar Alegría, yfir stuðningi við mótmælendur sem vilja banna Ísrael frá íþróttakeppnum á alþjóðavísu. „Við skiljum og sjáum að fleira og fleira fólk fer út götu, hneykslað á blóðbaðinu sem á sér stað á Gaza.“ Alegría benti á Rússland í því samhengi en Rússlandi var bönnuð þátttaka eftir að stríðið við Úkraínu hófst árið 2022. „Í ljósi áframhaldandi stríðsreksturs finnst mér þetta misvísandi skilaboð.“ Vingegaard leiðir keppnina. Tim de Waele/Getty Images Spánarhjólreiðarnar, sem voru stofnaðar með Tour de France að fyrirmynd, eru í heildina 23 daga keppni með tveimur hvíldardögum, 3.151 kílómetra löng en keppnin hefur verið stytt um 26 kílómetra. Keppendur eiga núna rétt rúmlega 450 kílómetra. Daninn Jonas Vingegaard hefur verið með forystuna síðustu átta daga og er með fimmtíu sekúndna forystu á næsta mann, Joao Almeida, en þarf að halda út næstu fjóra daga. Ef keppninni verður ekki hætt áður en hún endar í Madríd á sunnudag.
Hjólreiðar Spánn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Sjá meira