Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 23:30 Francois Bayrou hélt blaðamannafund um fjárlögin í gær. EPA Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. „Ég get ekki fullvissað ykkur um að hættan á inngripi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé ekki til staðar,“ sagði Éric Lombardy, fjármálaráðherra Frakka. Frakkar eru í erfiðri fjárhagsstöðu sem samkvæmt NYT sé vegna mikilla ríkisútgjalda í þágu hagkerfisins vegna útgöngubanns sem var í gildi í Frakklandi á meðan heimsfaraldurinn stóð, og orkukreppunnar sem skall á Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Í færslu á samfélagsmiðlum sagði Lombardy hins vegar að Frakkland væri ekki í hættu á inngripi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska seðlabankanum eða annarri alþjóðlegri stofnun. Frakkland væri að fjármagna skuldir þeirra án erfiðleika. Frakkar eru í gríðarmikilli skuld en fjárlagahalli Frakklands nam 5,8 prósentum af vergri landsframleiðslu fyrir árið 2024. Þá jukust skuldir þeirra á fyrsta ársfjórðungi í 3,3 billjónir evra, rúmar 472 billjónir íslenskra króna. Það er meira en 114 prósent af vergri landsframleiðslu Frakklands. Francois Bayrou, forsætisráðherra Frakka, hefur lagt til niðurskurð í fjárlögum næsta árs. Með tillögum hans sé hægt að skera niður um 44 milljarða evra, sem samsvarar 6,3 billjónum króna. Vegna fjárlaganna sækist Bayrou eftir því að franska þingið greiði atkvæði um traustsyfirlýsingar í hans þágu nú í september. Bayrou, sem tók við embættinu í desember eftir stutta embættistíð Michel Barnier, sagði halla landsins vera hans helsta baráttumál. Hann telur að vextir af skuldum Frakklands gætu orðið stærsti útgjaldaliður ríkisstjórnarinnar árið 2029. Í niðurskurðstillögum forsætisráðherrans felst meðal annars að ráða einungis einn opinberan starfsmann fyrir hverja þrjá sem hætta þegar þeir fara á eftirlaun og að leggja niður „óafkastamiklar“ ríkisstofnanir. Einnig á að draga úr niðurgreiðslu sýklalyfja og að leggja niður tvö hátíðardaga Frakka. Dagarnir sem urðu fyrir valinu eru annar í páskum og 8. maí þar sem fagnað er endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Frakkar eru almennt óánægðir með fjárlög Bayro. Stéttafélög hafa kallað eftir allsherjarverkfalli þann 10. september í mótmælaskyni og að auki er áðurnefnd atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu. Leiðtogar fjögurra flokka hafa þegar lýst því yfir að þeir muni styðja tillöguna. Frakkland Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Morgunverðarfundur um gæðakerfi Kynningar Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
„Ég get ekki fullvissað ykkur um að hættan á inngripi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé ekki til staðar,“ sagði Éric Lombardy, fjármálaráðherra Frakka. Frakkar eru í erfiðri fjárhagsstöðu sem samkvæmt NYT sé vegna mikilla ríkisútgjalda í þágu hagkerfisins vegna útgöngubanns sem var í gildi í Frakklandi á meðan heimsfaraldurinn stóð, og orkukreppunnar sem skall á Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Í færslu á samfélagsmiðlum sagði Lombardy hins vegar að Frakkland væri ekki í hættu á inngripi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska seðlabankanum eða annarri alþjóðlegri stofnun. Frakkland væri að fjármagna skuldir þeirra án erfiðleika. Frakkar eru í gríðarmikilli skuld en fjárlagahalli Frakklands nam 5,8 prósentum af vergri landsframleiðslu fyrir árið 2024. Þá jukust skuldir þeirra á fyrsta ársfjórðungi í 3,3 billjónir evra, rúmar 472 billjónir íslenskra króna. Það er meira en 114 prósent af vergri landsframleiðslu Frakklands. Francois Bayrou, forsætisráðherra Frakka, hefur lagt til niðurskurð í fjárlögum næsta árs. Með tillögum hans sé hægt að skera niður um 44 milljarða evra, sem samsvarar 6,3 billjónum króna. Vegna fjárlaganna sækist Bayrou eftir því að franska þingið greiði atkvæði um traustsyfirlýsingar í hans þágu nú í september. Bayrou, sem tók við embættinu í desember eftir stutta embættistíð Michel Barnier, sagði halla landsins vera hans helsta baráttumál. Hann telur að vextir af skuldum Frakklands gætu orðið stærsti útgjaldaliður ríkisstjórnarinnar árið 2029. Í niðurskurðstillögum forsætisráðherrans felst meðal annars að ráða einungis einn opinberan starfsmann fyrir hverja þrjá sem hætta þegar þeir fara á eftirlaun og að leggja niður „óafkastamiklar“ ríkisstofnanir. Einnig á að draga úr niðurgreiðslu sýklalyfja og að leggja niður tvö hátíðardaga Frakka. Dagarnir sem urðu fyrir valinu eru annar í páskum og 8. maí þar sem fagnað er endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Frakkar eru almennt óánægðir með fjárlög Bayro. Stéttafélög hafa kallað eftir allsherjarverkfalli þann 10. september í mótmælaskyni og að auki er áðurnefnd atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu. Leiðtogar fjögurra flokka hafa þegar lýst því yfir að þeir muni styðja tillöguna.
Frakkland Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Morgunverðarfundur um gæðakerfi Kynningar Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira