Tíska og hönnun

Fá­klædd og flott á dreglinum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Bert hold naut sín á dreglinum á VMA hátíðinni í gær.
Bert hold naut sín á dreglinum á VMA hátíðinni í gær. SAMSETT

Margar af heitustu stjörnum tónlistarbransans komu saman í New York gærkvöldi á verðlaunahátíðinni VMA. Svo virðist sem Bianca Censori hafi haft mikil áhrif á tískuna á dreglinum eftir að hún mætti svo gott sem nakin á Grammy verðlaunin fyrr á árinu þar sem margar stjörnurnar leyfðu holdinu að njóta sín í gær. 

Hér má sjá nokkrar eftirtektaverðar stjörnur á VMA hátíðinni: 

Doja Cat

Rapparinn og tónlistarkonan Doja Cat hefur haslað sér völl sem tískudrottning sem ber af í hvert skipti. Hún fer frumlegar og skemmtilegar leiðir og er óhrædd við að taka áhættu hverju sinni. Í gærkvöldi rokkaði hún æðislegan Balmain dragtarkjól. 

Súperstjarnan Doja Cat alltaf einu skrefi á undan og blaðamann langar rosalega í þennan kjól. Photo by Jamie McCarthy/WireImage

Tate McRae

Kanadíska tónlistarkonan og dansarinn Tate McRae er rísandi stjarna og tók nokkur lög á hátíðinni í gær. Hún skartaði gegnsæjum hvítum kjól frá Ludovic de Saint Sernin. 

Kanadíska tónlistarkonan og dansarinn Tate McRae flutti nokkur lög á hátíðinni og rokkaði gegnsætt. Kevin Mazur/Getty Images for MTV

Ariana Grande

Ofurstjarnan, tónlistarkonan og leikkonan Ariana Grande var algjör dúlla í svörtum og hvítum doppum í gær frá hátískuhúsinu Fendi en doppurnar hafa sannarlega verið sýnilegar og vinsælar undanfarið. 

Ariana Grande dúlla í doppum. Dimitrios Kambouris/Getty Images

Sexxy Red

Rapparinn og ofurpæjan Sexy Redd mætir alltaf í rauðu við rauða hárið. Hún klikkaði ekki á seðlunum heldur sem eru mjög svo öðruvísi fylgihlutur. 

Sexyy Red mætti auðvitað í rauðu.Photo by Dia Dipasupil/FilmMagic

FKA Twigs

Tónlistarkvárið og dansarinn FKA Twigs var ein best klædda stjarna gærkvöldsins í Matieres Fecales leðursetti við einstaka greiðslu.

FKA twigs ekkert eðlilega nett. Noam Galai/Getty Images for MTV)

Sabrina Carpenter

Tónlistarkonan og bomban Sabrina Carpenter var ótrúlega elegant í rauðum blúndugalakjól frá Valentino við fjólubláan feld. Stæll á skvísunni. 

Seiðandi Sabrina Carpenter skvísaði yfir sig að vanda. Noam Galai/Getty Images for MTV

Lady Gaga

Drottningin Lady Gaga fór heim með varðlaun sem listamaður ársins og rokkaði Marc Jacobs frá toppi til táar. 

Drottningin Lady Gaga vann verðlaun sem tónlistarmanneskja ársins. Kevin Mazur/Getty Images for MTV

Tyla

Rísandi stjarnan og tónlistarkonan Tyla, best þekkt fyrir lagið Water, klæddist mjög stuttum kjól sem er samt ekki bolur. Kjóllinn er frá tískuhúsinu Chanel og klæddi Tylu gríðarlega vel. 

Tónlistarkonan og ofurpæjan Tyla. Noam Galai/Getty Images for MTV

Zara Larsson

Sænska poppprinsessan og Íslandsvinurinn Zara Larsson er að fara nýjar leiðir í tískunni og klæðir sig greinilega til að vekja athygli, sem henni tókst með prýði. Hún klæddist gegnsæjum mjög sumarlegum og mjög strandarlegum kjól við Rene Caovilla hæla.

Sænska söngkonan Zara Larsson í mjög áhugaverðri múnderingu. Dimitrios Kambouris/Getty Images

Taylor Momsen

Rokkarinn og fyrrum Gossip Girl stjarnan Taylor Momsen var ekkert að flækja hlutina, skellti sér í brjóstahaldara við svartar leðurbuxur og setti nóg af svartri augnmálningu. Heiðarlegt rokklúkk og rosalegir magavöðvar. 

Rokkarinn Taylor Momsen var ekkert að flækja sinn klæðnað. Noam Galai/Getty Images for MTV

Yungblud

Breski rokkarinn Yungblud fór svipaða leið í fatavali og Momsen nema ákvað að fara alveg úr að ofan. 

Rokkarinn YUNGBLUD fór úr að ofan. Noam Galai/Getty Images for MTV





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.