Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. september 2025 20:01 Hekla Nína er viðmælandi í Tískutali. Aðsend „Mér finnst mjög gaman að nota fötin mín á alls konar vegu,“ segir Hekla Nína Hafliðadóttir, 25 ára gömul leirlistakona sem rekur Stúdíó Hekla Nína og hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir hönnun sína. Blaðamaður ræddi við Heklu Nínu um tískuna, fataskáp hennar og persónulegan stíl. Hekla Nína er algjör tískudrottning. Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst skemmtilegast hvað hún er fjölbreytt og skemmtileg og góð leið til að tjá sig - ég klæði mig allavega mikið eftir því hvernig mér líður að hverju sinni. Hekla Nína klæðir sig eftir tilfinningu.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín eru skór sem mamma mín átti þegar hún var ung, ég er svo heppin að vera í sömu skóstærð og hún og fékk að eiga þau. Þetta eru svo falleg boots með blómum á og ég bara elska þau, finnst þau poppa upp öll outfit. Stígvélin poppa upp allan klæðaburð.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Úfff, það fer alveg eftir. Ég er ekki endilega lengi að velja mér föt svona dags daglega en ef ég er að velja outfit fyrir eitthvað ákveðið tilefni reyni ég að vera komin með góða hugmynd í hverju ég ætla að vera í allavega deginum áður. Annars máta ég öll fötin í skápnum mínum og enda örugglega í einhverju sem ég hef verið í oft áður. Hekla Nína er tiltölulega fljót að velja sér föt hverju sinni. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa honum sem fjölbreyttum og litríkum. Ég klæði mig mjög mikið eftir því hvernig skapi ég er í þannig ég flakka oft á milli alls konar stíla. Hekla Nína er litrík í klæðum. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já hann hefur klárlega þróast mikið í gegnum árin. Ég hef aðallega fengið meira sjálfstraust til að klæða mig upp og mér finnst tískan líka vera að þróast í mjög skemmtilegar áttir. Hekla Nína hefur fengið aukið sjálfstraust með aldrinum.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já mér finnst alltaf mjög gaman að klæða mig upp, sérstaklega fyrir skemmtileg tilefni, það er bara svo geggjað að vera í flottu fitti og fíla sig. Hekla Nína elskar að sjálfsögðu að fíla sig í flottu fitti. Aðsend Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Bara að líða vel, klæða sig eins og maður vill og ekki spá of mikið í hvað öðrum finnst! Álit annarra vegur ekki mikið hjá Heklu Nínu.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki rosa mikinn innblástur af fólkinu í kringum mig eins og fjölskyldu og vinum en ég skoða líka mikið á TikTok, Instagram og Pinterest og fæ mikinn innblástur þaðan. Mér finnst ótrúlega gaman að finna lítil fyrirtæki eða fatahönnuði á samfélagsmiðlum og kaupa einstakar og flottar flíkur af þeim. Samfélagsmiðlar veita Heklu Nínu innblástur og sömuleiðis fólkið í kringum hana en hún er dugleg að leita uppi einstaka hönnun. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég held ekki - you do you! Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það fyrsta sem kom upp í hugann minn er pallíettukjóll sem frænka mín á. Þegar ég var sjö ára fékk ég að máta kjólinn og vera með tískusýningu fyrir fjölskylduna og mig dreymdi um að geta notað kjólinn í framtíðinni. Ég fékk svo að vera í kjólnum á áramótunum þegar ég var tvítug svo að þessi kjóll á stóran stað í hjartanu mínu. Sjö ára ofurkrútt í partýgallanum.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir haustið? Það sem er heitast fyrir haustið eru klárlega flott hné-há stígvél, blúndur og fallegir litir. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Leika sér með það hvernig þú klæðist fötunum þínum! Finna fleiri notagildi í flíkinni eins og til dæmis að nota pils sem boli og snúa flíkum öfugt. Mér finnst allavega mjög gaman að nota fötin mín á alls konar vegu. Að sögn Heklu er engin ein leið til að klæðast flíkunum. Aðsend Hér má skoða leirlist Heklu Nínu á Instagram og hér er hægt að fylgja hennar eigin aðgangi. Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Blaðamaður ræddi við Heklu Nínu um tískuna, fataskáp hennar og persónulegan stíl. Hekla Nína er algjör tískudrottning. Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst skemmtilegast hvað hún er fjölbreytt og skemmtileg og góð leið til að tjá sig - ég klæði mig allavega mikið eftir því hvernig mér líður að hverju sinni. Hekla Nína klæðir sig eftir tilfinningu.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín eru skór sem mamma mín átti þegar hún var ung, ég er svo heppin að vera í sömu skóstærð og hún og fékk að eiga þau. Þetta eru svo falleg boots með blómum á og ég bara elska þau, finnst þau poppa upp öll outfit. Stígvélin poppa upp allan klæðaburð.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Úfff, það fer alveg eftir. Ég er ekki endilega lengi að velja mér föt svona dags daglega en ef ég er að velja outfit fyrir eitthvað ákveðið tilefni reyni ég að vera komin með góða hugmynd í hverju ég ætla að vera í allavega deginum áður. Annars máta ég öll fötin í skápnum mínum og enda örugglega í einhverju sem ég hef verið í oft áður. Hekla Nína er tiltölulega fljót að velja sér föt hverju sinni. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa honum sem fjölbreyttum og litríkum. Ég klæði mig mjög mikið eftir því hvernig skapi ég er í þannig ég flakka oft á milli alls konar stíla. Hekla Nína er litrík í klæðum. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já hann hefur klárlega þróast mikið í gegnum árin. Ég hef aðallega fengið meira sjálfstraust til að klæða mig upp og mér finnst tískan líka vera að þróast í mjög skemmtilegar áttir. Hekla Nína hefur fengið aukið sjálfstraust með aldrinum.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já mér finnst alltaf mjög gaman að klæða mig upp, sérstaklega fyrir skemmtileg tilefni, það er bara svo geggjað að vera í flottu fitti og fíla sig. Hekla Nína elskar að sjálfsögðu að fíla sig í flottu fitti. Aðsend Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Bara að líða vel, klæða sig eins og maður vill og ekki spá of mikið í hvað öðrum finnst! Álit annarra vegur ekki mikið hjá Heklu Nínu.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki rosa mikinn innblástur af fólkinu í kringum mig eins og fjölskyldu og vinum en ég skoða líka mikið á TikTok, Instagram og Pinterest og fæ mikinn innblástur þaðan. Mér finnst ótrúlega gaman að finna lítil fyrirtæki eða fatahönnuði á samfélagsmiðlum og kaupa einstakar og flottar flíkur af þeim. Samfélagsmiðlar veita Heklu Nínu innblástur og sömuleiðis fólkið í kringum hana en hún er dugleg að leita uppi einstaka hönnun. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég held ekki - you do you! Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það fyrsta sem kom upp í hugann minn er pallíettukjóll sem frænka mín á. Þegar ég var sjö ára fékk ég að máta kjólinn og vera með tískusýningu fyrir fjölskylduna og mig dreymdi um að geta notað kjólinn í framtíðinni. Ég fékk svo að vera í kjólnum á áramótunum þegar ég var tvítug svo að þessi kjóll á stóran stað í hjartanu mínu. Sjö ára ofurkrútt í partýgallanum.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir haustið? Það sem er heitast fyrir haustið eru klárlega flott hné-há stígvél, blúndur og fallegir litir. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Leika sér með það hvernig þú klæðist fötunum þínum! Finna fleiri notagildi í flíkinni eins og til dæmis að nota pils sem boli og snúa flíkum öfugt. Mér finnst allavega mjög gaman að nota fötin mín á alls konar vegu. Að sögn Heklu er engin ein leið til að klæðast flíkunum. Aðsend Hér má skoða leirlist Heklu Nínu á Instagram og hér er hægt að fylgja hennar eigin aðgangi.
Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira