Tískutal

Fréttamynd

Ó­þægi­legir skór undan­tekninga­laust slæm hug­mynd

„Ég get mjög líklegast farið í allar sundlaugar landsins og aldrei í sama sundbolnum tvisvar,“ segir tískuáhugakonan Amna Hasecic. Amna er sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Öldu og hefur séð um kynningarmál og markaðssetningu hjá Heimsþingi kvenleiðtoga. Hún er sömuleiðis viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Banna mér al­farið að hugsa um föt sem karla- og kvennaföt“

Tónlistarmaðurinn og dansarinn Torfi Tómasson segir tískuna geta verið ákveðin framlenging af manni sjálfum og hefur gengið í gegnum ýmis konar tísku tímabil. Hann hefur sérstaklega gaman af því að klæða sig upp fyrir sviðið og tengir flíkurnar ekki við afmarkað kyn. Torfi er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Elskar að ögra og klæða sig þver­öfugt við til­efnið

Nýútskrifaði lögfræðingurinn Daníel Hjörvar Guðmundsson hefur alla tíð haft áhuga á tísku og er óhræddur við að fara eigin leiðir og skera sig úr. Hann hefur ofurtrú á eigin innsæi þegar það kemur að klæðaburði og hvetur fólk til að gera eitthvað skemmtilegt með stíl sinn en ekki hlusta á álit annarra. Daníel Hjörvar er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Klæddu þig eftir veðri, ekki verði“

Plötusnúðurinn Daníel Ólafsson blandar saman há- og lágtísku á einstakan hátt og hefur gaman að menningunni á bak við tískuna. Hans eftirminnilegasta verslunarferð var með stjörnulögmanninum og tískuunnandanum Villa Vill í Napólí og segir hann að það að versla með Villa sé sambærilegt því að spila fótbolta með Maradonna. Daníel Ólafsson er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Klæðir sig upp til að komast í betra skap

Tískuspekúlantinn Haukur Ísbjörn sér um hlaðvarpið Álhattinn ásamt vinum sínum en þar er því gjarnan varpað fram að hann sé einn best klæddi maður landsins. Haukur sækir innblástur til tíunda áratugarins, nýtir hvert tækifæri sem gefst til þess að klæða sig upp og er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Finnst yfir­leitt erfitt að klæða sig upp

Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur komið víða að og sér meðal annars um klæðaburð karakteranna í stórmyndinni Snertingu. Tíska hefur alltaf verið stórt áhugamál hjá henni og er auðvitað órjúfanlegur hluti af hennar lífi en Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tískuheimurinn í London setti sterkan svip á stílinn

Samfélagsmiðlastjórinn og laganeminn Hekla Gaja Birgisdóttir segir klæðaburðinn hennar helstu listrænu útrás í mjög praktísku námi en hún varð ástfangin af fjölbreytileika tískunnar þegar hún bjó í London. Hún er með einstakan og öðruvísi stíl, verslar mikið notuð föt og er óhrædd við sterka og áberandi liti. Hekla Gaja er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Alltaf sótt í orku og gleði í klæða­burði

Ofurþjálfarinn og glæsikvendið Lóló Rósenkranz er með einstakan og litríkan stíl sem vekur athygli en appelsínugulur er hennar uppáhalds litur. Lóló er á stöðugri hreyfingu, er með fólk í einkaþjálfun í World Class, starfar sem fararstjóri hjá Úrval útsýn, kennir pílates og skriðsund svo eitthvað sé nefnt og er sömuleiðis dugleg að klæðast skemmtilegum íþróttafatnaði. Lóló er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ekki fylgja hverju einasta tískutrendi“

Markaðsstjórinn og tískuunnandinn Tania Lind Fodilsdóttir elskar takmarkaleysi tískunnar og eru einstakar og áberandi flíkur í miklu uppáhaldi hjá henni í bland við stílhreinan klæðaburð. Tania Lind er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ef ég væri ekki prestur væri gaman að vera popp­stjarna“

Presturinn og verðandi biskup Íslands sr. Guðrún Karls Helgudóttir er með glæsilegan og einstakan stíl og segir tískuna mikilvægt tjáningarform fyrir sér. Hún þekkir stíl sinn vel, veit upp á hár hverju hún vill klæðast og er hrifin af íslenskri hönnun. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Klæðir sig oft ó­beint í stíl við dóttur sína

Tískuáhugakonan og ofurskvísan Selma Lind er með einstakan stíl og hefur saumað skemmtilegar flíkur á sjálfa sig. Í fyrra eignaðist Selma sitt fyrsta barn og segist hún nú vera að finna sinn stíl upp á nýtt eftir meðgönguna. Hún er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Alltaf að stela fötum af kærastanum

Fyrirsætan Nadía Áróra Jonkers elskar að klæða sig upp og gefur sér góðan tíma til að skipuleggja klæðnað fyrir þemapartý. Hún hefur engin boð eða bönn þegar að það kemur að tískunni, er með fjölbreyttan og einstakan stíl, fer sínar eigin leiðir og heldur ekki aftur af sér í fatavali. Nadía Áróra er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Blessunar­lega ekkert stoppaður af for­eldrum mínum“

Tískuáhugamaðurinn og lífskúnstnerinn Jón Breki Jónas er óhræddur við að tjá sig í gegnum tískuna og fer sínar eigin leiðir í klæðaburði. Jón breki er alinn upp í Danmörku en hefur verið búsettur á Íslandi síðastliðin sjö ár. Hann lifir og hrærist í tískuheiminum en stefnir á markaðsfræði í danska háskólanum KEA og elskar að ferðast. Jón Breki er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Þegar manni líður vel í eigin skinni skín það í gegn“

Tískuskvísan Fanney Ingvarsdóttir starfar sem samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Bioeffect og hefur gaman að tjáningarformi tískunnar. Á unglingsárunum var Stjörnugallinn einkennisbúningur Fanneyjar sem æfði handbolta og fótbolta af fullum krafti en eftirminnilegasta flíkin er líklega síðkjóll frá Ungfrú Ísland. Fanney er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Stút­full og við það að springa en hefur aldrei klikkað“

Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann er stöðugt að og er því mikilvægt fyrir hann að vera vel búinn þegar að það kemur að töskunni hans. Fartölvan er það allra mikilvægasta en hann er duglegur að skipta um tösku og hefur gaman að því að vera með nokkrar töskur í stíl. Magnús Jóhann er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Strangheiðarleg dreifbýlistútta og lopa­peysan í upp­á­haldi

Lífskúnstnerinn Ingunn Ýr Angantýsdóttir hefur gaman að því hvað tískan getur verið óútreiknanleg. Hún er tveggja barna móðir búsett í Ólafsvík og lýsir sjálfri sér sem strangheiðarlegri dreifbýlistúttu á Snæfellsnesi. Ingunn Ýr er með einstakan og glæsilegan stíl en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Sjálfs­traustið er besti fylgihluturinn“

Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Mar­tröð“ að spila í of síðu goth pilsi

Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sparks peysan og brúnkukremið eftir­minni­legt tíma­bil

Tískan spilar hlutverk í daglegu lífi förðunarfræðingsins, meistaranemans og samfélagsmiðla ofurskvísunnar Sara Linneth. Sara er í sambúð með Árna Páli, jafnan þekktur sem Herra Hnetusmjör, og þykja þau með smartari pörum bæjarins. Sara hefur farið í gegnum fjölbreytt tískutímabil en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum

Plötusnúðurinn Egill Ásgeirsson setti sér þá reglu að ganga alltaf um í góðum skóm og vellíðan er lykillinn að stílnum hans. Hann elskar að klæða sig upp og sækir tískuinnblástur á samfélagsmiðla. Egill er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Klæðir sig upp í þema fyrir öll mögu­leg til­efni

Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Nýtur þess að setja sig í fyrsta sætið

Tískuskvísan og lífskúnstnerinn Tinna Aðalbjörnsdóttir er annar eiganda módelskrifstofunnar Ey Agency og segir tískuna alltaf hafa verið eitt af sínum uppáhalds áhugamálum. Hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun